Íslenski boltinn

„Snobbhænsnin í Garðabæ strax byrjuð með ósmekklega brandara“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nýliðar Leiknis sækja Íslandsmeistarana heim í kvöld.
Nýliðar Leiknis sækja Íslandsmeistarana heim í kvöld. vísir/valli
Opinber Twitter-síða Íslandsmeistara Stjörnunnar er með ansi vafasamt grín í garð nýliða Leiknis úr Breiðholt sem heimsækja meistarana í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Vill Stjarnan meina að „Ghetto“-strákar séu á leið í heimsókn.

Stjarnan birtir mynd af vopnaleitarhliðum og skrifar við myndina: „Allt klárt fyrir fyrsta heimaleik. Tók þónokkurn tíma að setja upp aukabúnaðinn vegna komu Ghettoliðsins.“

Þetta hefur vakið nokkra athygli á Twitter og eru sumir stuðningsmenn Leiknis og aðrir Breiðhyltingar óánægðir með „ósmekklegt grín“ meistaranna eins og einn kemst að orði.

„Næstum því óþægilega classy félag þarna í Garðabæ,“ segir hótelstjórinn Snorri Valsson.



Magnús Guðmundsson, einn dyggasti stuðningsmaður Leiknis, segir: „Snobbhænsnin í Garðabæ strax byrjuð með ósmekklega brandara,“ og bætir við kassmerkjunum ófaglegt og barnalegt.

Guðmundur Jóhannsson vitnar svo í Ron Burgundy sjálfan og svarar Stjörnunni einfaldlega með orðunum: „Stay classy Garðbær.“

Hér að neðan má sjá færslu Stjörnumanna á Twitter, en leikur liðanna hefst á Samsung-vellinum klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×