Íslenski boltinn

Hlægilegur dómur? | Sjáðu markið sem var dæmt af Víkingi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
ÍA og Víkingur skildu jöfn, 1-1, á Norðurálsvellinum í 3. umferð Pepsi-deildarinnar í gær.



Í uppbótartíma var mark dæmt af Víkingum sem Ólafur Þórðarson, annar þjálfara liðsins, var ekki sáttur með.

„Frá bekknum virkaði þetta brot sem hann dæmir á okkur inni í teignum þegar markmaðurinn er kominn út fyrir vítapunktinn hlægilegt,“ sagði Ólafur í viðtali við Stefán Árna Pálsson í Pepsi-mörkunum í gær.

„Það er bara verið að dæma til öryggis til að þurfa ekki að hlusta á einhverja gagnrýni. Hann fær hana bara hérna í staðinn,“ sagði Ólafur sem var langt frá því að vera sáttur dómara leiksins, Guðmund Ársæl Guðmundsson.

Á upptöku virðist Guðmundur þó hafa rétt fyrir sér en Andri Rúnar Bjarnason, framherji Víkings, keyrir inn í Árna Snæ Ólafsson, markmann Skagamanna, áður en Igor Taskovic setur boltann í markið.

Atvikið og viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×