Fótbolti

Simeone: Messi er snillingur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi skoraði markið sem tryggði Barcelona Spánarmeistaratitilinn.
Lionel Messi skoraði markið sem tryggði Barcelona Spánarmeistaratitilinn. vísir/getty
Barcelona tryggði sér sem kunnugt er spænska meistaratitilinn eftir 0-1 sigur á meisturum síðasta árs, Atletico Madrid, á útivelli í gær.

Í fyrra tryggði Atletico sér titilinn þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona á Nývangi en í ár urðu hlutverkaskipti.

Eftir leikinn hrósaði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico, liði Börsunga og þá sérstaklega Lionel Messi sem skoraði eina mark leiksins í gær.

„Fyrir það fyrsta vil ég óska Barcelona til hamingju. Þeir verðskulda meistaratitilinn, aðallega vegna spilamennsku þeirra eftir áramót.

„Þeir eiga þetta fyllilega skilið,“ sagði Simeone en Barcelona á góða möguleika á að vinna þrennuna svokölluðu en liðið er komið í úrslitaleik bikarkeppninnar og Meistaradeildar Evrópu.

„Barcelona er með stórkostlega leikmenn innan sinna raða sem geta ráðið úrslitum leikja á einu augnabliki.

„Leikurinn í gær var jafn en síðan sýndi Messi snilldartilþrif sem gerðu út leikinn,“ sagði Simeone að lokum um landa sinn sem hefur skorað 41 mark í 37 deildarleikjum í vetur.


Tengdar fréttir

Þrenna Ronaldo dugði skammt

Real Madrid þarf að horfa á eftir titlinum til Barcelona en Katalóníuliðið er búið að tryggja sér meistaratitilinn.

Gaman á Römblunni í gærkvöldi | Myndir

Barcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn í 23. sinn í gær þegar liðið vann 1-0 útisigur á fráfarandi meisturum í Atlético Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×