Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2015 14:11 Hörður Felix Harðarson, Hreiðar Már SIgurðsson og Gestur Jónsson. Vísir/Pjetur Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, Hörður Felix Harðarson, sagði í málflutningsræðu sinni í morgun að skjólstæðingur sinn væri engu nær um það eftir að hafa lesið 1. kafla ákærunnar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hvernig hann hafi stundað kerfisbundna markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Er Hreiðar ákærður fyrir markaðsmisnotkun. Starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, sem keyptu mikið magn af bréfum í bankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, á ellefu mánaða tímabili fyrir fall bankans í október 2008, eiga að hafa gert það að undirlagi nokkurra stjórnenda Kaupþings, þar á meðal Hreiðars Más. Á þessi háttsemi að hafa komið í veg fyrir eða dregið úr lækkun hlutabréfa í bankanum.Ekkert óeðlilegt við hlutabréfaverð Kaupþings Hörður Felix sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. Benti hann meðal annars á að þróun hlutabréfaverðs í Kaupþingi á ákærutímabilinu hefði fylgt þróun hlutabréfaverðs annarra banka, til dæmis á Norðurlöndunum, og vísitölu fjármálafyrirtækja. Það hefði því ekkert óeðlilegt verið við hlutabréfaverð Kaupþings og framkvæmd eigin viðskipta með bréf í bankanum hafi ekki brotið gegn 117. grein laga um verðbréfaviðskipti. Þá sagði hann að Hreiðar Már hefði ekki haft nein afskipti af starfsemi eigin viðskipta Kaupþings og það hefðu starfsmenn deildarinnar, sem einnig eru ákærðir í málinu, staðfest það fyrir dómi. Meðákærði Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði einnig staðfest að Hreiðar hefði aldrei gefið fyrirmæli um starfsemi deildar eigin viðskipta. Hörður Felix sagði svo að Hreiðar Már þekkti ekki til opnunar-og lokunartilboða í Kauphöllinni og hann vissi ekki hvað sjálfvirk pörunarviðskipti væri, en þess má geta að forstjórinn fyrrverandi lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1994.Fer fram á frávísun ákæruliða Hreiðar Már er einnig ákærður fyrir sölu hlutabréfa í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga á árinu 2008. Félögin sem um ræðir eru Holt, Mata og Desulo en Hörður Felix fer fram á að þeim ákæruliðum sem snúa að viðskiptum Holt og Desulo verði vísað frá dómi. Það gerir hann á grundvelli þess að Fjármálaeftirlitið hafi aldrei sent neina kæru til sérstaks saksóknara vegna viðskiptanna, líkt og gert var í tilviki Mata, en í þeirri kæru kemur nafn Hreiðars Más þó hvergi fram og virðist sem að FME telji hann ekki vera aðila að því máli. Máli sínu til stuðnings vísaði Hörður Felix í nýlegt mál Húsasmiðjunnar og Byko þar sem starfsmenn fyrirtækjanna voru ákærðir fyrir ólöglegt verðsamráð. Ákæru á hendur einum starfsmanni var hins vegar vísað frá dómi þar sem nafn hans kom hvergi fram í kæru Samkeppniseftirlitsins til sérstaks saksóknara.Segir ekkert benda til aðkomu Hreiðars Más Hvað varðaði aðkomu Hreiðars Más að viðskiptum eignarhaldsfélaganna sagði Hörður Felix ekkert í gögnum málsins benda til þess að hann hefði haft eitthvað með þau að gera. Þá væri enginn framburður í málinu sem benti heldur til þess. Eignarhaldsfélögin keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Er Hreiðar Már ákærður fyrir umboðssvik vegna lánanna sem félögunum voru veitt til að kaupa hlutabréfin. Veð var tekið í bréfunum sjálfum og vill saksóknari meina að með þessu hafi fé bankans verið stefnt í verulega hættu. Þessu hafnar Hreiðar Már algjörlega og heldur því fram að fjárhagsleg áhætta bankans hafi ekkert aukist vegna lánveitinganna. Í einhverjum tilfellum hafi hún meira að segja minnkað og það styðja meðal annars framburðir vitna sem fóru með áhættustýringu í bankanum. Að auki séu engin gögn í málinu sem styðji það að Hreiðar Már hafi veitt fyrirmæli um að veita skyldi félögunum umrædd lán: „Samt fullyrti saksóknari að það hefði ítrekað gerst að ákærði hefði gefið fyrirmæli um peningamarkaðslán vitandi vits að samþykki lánanefndar fengust ekki í tæka tíð. Á að taka orð saksóknara fram yfir skjalleg gögn í málinu þegar kemur að sönnunarfærslu?“ spurði Hörður Felix. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, Hörður Felix Harðarson, sagði í málflutningsræðu sinni í morgun að skjólstæðingur sinn væri engu nær um það eftir að hafa lesið 1. kafla ákærunnar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hvernig hann hafi stundað kerfisbundna markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Er Hreiðar ákærður fyrir markaðsmisnotkun. Starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, sem keyptu mikið magn af bréfum í bankanum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, á ellefu mánaða tímabili fyrir fall bankans í október 2008, eiga að hafa gert það að undirlagi nokkurra stjórnenda Kaupþings, þar á meðal Hreiðars Más. Á þessi háttsemi að hafa komið í veg fyrir eða dregið úr lækkun hlutabréfa í bankanum.Ekkert óeðlilegt við hlutabréfaverð Kaupþings Hörður Felix sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. Benti hann meðal annars á að þróun hlutabréfaverðs í Kaupþingi á ákærutímabilinu hefði fylgt þróun hlutabréfaverðs annarra banka, til dæmis á Norðurlöndunum, og vísitölu fjármálafyrirtækja. Það hefði því ekkert óeðlilegt verið við hlutabréfaverð Kaupþings og framkvæmd eigin viðskipta með bréf í bankanum hafi ekki brotið gegn 117. grein laga um verðbréfaviðskipti. Þá sagði hann að Hreiðar Már hefði ekki haft nein afskipti af starfsemi eigin viðskipta Kaupþings og það hefðu starfsmenn deildarinnar, sem einnig eru ákærðir í málinu, staðfest það fyrir dómi. Meðákærði Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði einnig staðfest að Hreiðar hefði aldrei gefið fyrirmæli um starfsemi deildar eigin viðskipta. Hörður Felix sagði svo að Hreiðar Már þekkti ekki til opnunar-og lokunartilboða í Kauphöllinni og hann vissi ekki hvað sjálfvirk pörunarviðskipti væri, en þess má geta að forstjórinn fyrrverandi lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1994.Fer fram á frávísun ákæruliða Hreiðar Már er einnig ákærður fyrir sölu hlutabréfa í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga á árinu 2008. Félögin sem um ræðir eru Holt, Mata og Desulo en Hörður Felix fer fram á að þeim ákæruliðum sem snúa að viðskiptum Holt og Desulo verði vísað frá dómi. Það gerir hann á grundvelli þess að Fjármálaeftirlitið hafi aldrei sent neina kæru til sérstaks saksóknara vegna viðskiptanna, líkt og gert var í tilviki Mata, en í þeirri kæru kemur nafn Hreiðars Más þó hvergi fram og virðist sem að FME telji hann ekki vera aðila að því máli. Máli sínu til stuðnings vísaði Hörður Felix í nýlegt mál Húsasmiðjunnar og Byko þar sem starfsmenn fyrirtækjanna voru ákærðir fyrir ólöglegt verðsamráð. Ákæru á hendur einum starfsmanni var hins vegar vísað frá dómi þar sem nafn hans kom hvergi fram í kæru Samkeppniseftirlitsins til sérstaks saksóknara.Segir ekkert benda til aðkomu Hreiðars Más Hvað varðaði aðkomu Hreiðars Más að viðskiptum eignarhaldsfélaganna sagði Hörður Felix ekkert í gögnum málsins benda til þess að hann hefði haft eitthvað með þau að gera. Þá væri enginn framburður í málinu sem benti heldur til þess. Eignarhaldsfélögin keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Er Hreiðar Már ákærður fyrir umboðssvik vegna lánanna sem félögunum voru veitt til að kaupa hlutabréfin. Veð var tekið í bréfunum sjálfum og vill saksóknari meina að með þessu hafi fé bankans verið stefnt í verulega hættu. Þessu hafnar Hreiðar Már algjörlega og heldur því fram að fjárhagsleg áhætta bankans hafi ekkert aukist vegna lánveitinganna. Í einhverjum tilfellum hafi hún meira að segja minnkað og það styðja meðal annars framburðir vitna sem fóru með áhættustýringu í bankanum. Að auki séu engin gögn í málinu sem styðji það að Hreiðar Már hafi veitt fyrirmæli um að veita skyldi félögunum umrædd lán: „Samt fullyrti saksóknari að það hefði ítrekað gerst að ákærði hefði gefið fyrirmæli um peningamarkaðslán vitandi vits að samþykki lánanefndar fengust ekki í tæka tíð. Á að taka orð saksóknara fram yfir skjalleg gögn í málinu þegar kemur að sönnunarfærslu?“ spurði Hörður Felix.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hreiðari Má hleypt út í samfélagið með hleraðan síma í vasanum Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í byrjun málflutningsræðu sinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. maí 2015 11:32