Íslenski boltinn

Ekkert óvænt í kvennaboltanum | Myndir

Harpa Þorsteinsdóttir á ferðinni í kvöld.
Harpa Þorsteinsdóttir á ferðinni í kvöld. Vísir/vilhelm
Breiðablik, Valur og Stjarnan eru öll með fullt hús eftir leiki kvöldsins í Pepsi-deild kvenna.

Öll þessi lið unnu örugga sigra í kvöld er önnur umferð deildarinnar fór fram.

Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna sem sóttu þrjú stig í Lautina.

Afturelding komst óvænt yfir gegn Blikum en Blikastúlkur svöruðu með fimm mörkum.

Hér að ofan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson tók úr leik Fylkis og Stjörnunnar í kvöld.

Úrslit:

Afturelding-Breiðablik  1-5

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir - Svava Rós Guðmundsdóttir 2, Telma Hjaltalín Þrastardóttir, Rakel Hönnudóttir, Guðrún Arnardóttir.

KR-Valur  0-5

- Elín Metta Jensen 2, Vesna Elísa Smiljkovic 2, Katia Maanane.

Fylkir-Stjarnan  0-4

- Harpa Þorsteinsdóttir 2, Ana Victoria Cate, sjálfsmark.

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×