Aðgerðir stjórnvalda tengjast launakröfum Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 19:36 Kröfur um allt að fimmtán prósenta launahækkun á þessu ári eru ekki til þess fallnar að ríkið grípi til útgjaldaaukandi aðgerða, meðal annars í húsnæðismálum, í tengslum við kjarasamninga, segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að bæði ráðuneyti hans og félagsmálaráðuneytið hafa rætt við aðila vinnumarkaðrins um aðgerðir í húsnæðismálum í tengslum við gerð kjarasamninga. Það sé enginn ágreiningur um efnisatirði á milli ráðuneytana í þessum efnum. „Ég verð samt að lýsa ákveðnum áhyggjum af því hvernig menn eru að nálgast þetta frá vinnumarkaðnum. Vegna þess að ég hef áhyggjur af því að verði niðurstaðan í þessum kjaraviðræðum á þann veg að hér verði meiri verðbólga en ella hefði orðið og þar af leiðandi hærra vaxtastig, held ég að það eitt og sér geti valdið meira tjóni en ábatinn af þeim aðgerum sem við höfum verið að reyna að vinna að,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Staðan í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er óbreytt þrátt fyrir fundi VR, Flóaabandalgsins go fleiri í Karphúsinu í dag en 58 prósent verslunarmanna samþykktu verkfallsaðgerðir frá og með 6. júní í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. BHM kveður fast dyra í fjármálaráðuneytinu eftir að hafa verið í verkfalli í á annan mánuð án þess að mikið gerist við samningaborðið. Fjármálaráðherra segir miklu skipta hvernig kjarasamningar verði gerðir. Er það ekki ábyrgðahluti hjá ríkinu að svara samt í engu þeirra kröfum, nálgast þær ekki neitt? „Það er auðvitað fráleit nálgun að halda því fram að ríkið svari ekki. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við höfum verið virkir þátttakendur í þessum viðræðum. Kröfurnar hafa hins vegar verið þannig að við höfum ekki getað gengið að þeim,“ segir Bjarni. Ríkið hafi sett fram hugmyndir um hvernig megi semja til þriggja ára og verja um leið hag heimilanna og atvinnulífsins með því að halda verðbólgu og vöxtum í skefjum, tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt. Launakröfur á bæði almenna og opinbera markaðnum hafi hins vegar ekki boðið upp á þetta. „Þá er alveg ljóst að það er á margan hátt óraunhæft að ætlast til þess að ríkið komi síðan og bæti í með einhverjum sérstökum opinberum aðgerðum,“ segir fjármálaráðherra. Menn geti ekki vænst útgjaldaaðgerða hjá ríkinu um leið og krafist sé um 15 prósenta launahækkunar á þessu ári. „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun. Ég vil fá hitt, vaxtalækkun, og ég tel reyndar að það sem skipti launþegana í landinu, atvinnulífið og sköpun starfa í í landinulang, lang mestu máli,“ segir Bjarni Benediktsson. Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Kröfur um allt að fimmtán prósenta launahækkun á þessu ári eru ekki til þess fallnar að ríkið grípi til útgjaldaaukandi aðgerða, meðal annars í húsnæðismálum, í tengslum við kjarasamninga, segir fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra segir að bæði ráðuneyti hans og félagsmálaráðuneytið hafa rætt við aðila vinnumarkaðrins um aðgerðir í húsnæðismálum í tengslum við gerð kjarasamninga. Það sé enginn ágreiningur um efnisatirði á milli ráðuneytana í þessum efnum. „Ég verð samt að lýsa ákveðnum áhyggjum af því hvernig menn eru að nálgast þetta frá vinnumarkaðnum. Vegna þess að ég hef áhyggjur af því að verði niðurstaðan í þessum kjaraviðræðum á þann veg að hér verði meiri verðbólga en ella hefði orðið og þar af leiðandi hærra vaxtastig, held ég að það eitt og sér geti valdið meira tjóni en ábatinn af þeim aðgerum sem við höfum verið að reyna að vinna að,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Staðan í kjaraviðræðum á almenna markaðnum er óbreytt þrátt fyrir fundi VR, Flóaabandalgsins go fleiri í Karphúsinu í dag en 58 prósent verslunarmanna samþykktu verkfallsaðgerðir frá og með 6. júní í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. BHM kveður fast dyra í fjármálaráðuneytinu eftir að hafa verið í verkfalli í á annan mánuð án þess að mikið gerist við samningaborðið. Fjármálaráðherra segir miklu skipta hvernig kjarasamningar verði gerðir. Er það ekki ábyrgðahluti hjá ríkinu að svara samt í engu þeirra kröfum, nálgast þær ekki neitt? „Það er auðvitað fráleit nálgun að halda því fram að ríkið svari ekki. Ég vísa því algerlega til föðurhúsanna. Við höfum verið virkir þátttakendur í þessum viðræðum. Kröfurnar hafa hins vegar verið þannig að við höfum ekki getað gengið að þeim,“ segir Bjarni. Ríkið hafi sett fram hugmyndir um hvernig megi semja til þriggja ára og verja um leið hag heimilanna og atvinnulífsins með því að halda verðbólgu og vöxtum í skefjum, tryggja stöðugleika og aukinn kaupmátt. Launakröfur á bæði almenna og opinbera markaðnum hafi hins vegar ekki boðið upp á þetta. „Þá er alveg ljóst að það er á margan hátt óraunhæft að ætlast til þess að ríkið komi síðan og bæti í með einhverjum sérstökum opinberum aðgerðum,“ segir fjármálaráðherra. Menn geti ekki vænst útgjaldaaðgerða hjá ríkinu um leið og krafist sé um 15 prósenta launahækkunar á þessu ári. „Það væri, eins og ég hef áður sagt, jafngildi þess að biðja mig um að skrifa bréf til Seðlabankans og fara fram á vaxtahækkun. Ég vil fá hitt, vaxtalækkun, og ég tel reyndar að það sem skipti launþegana í landinu, atvinnulífið og sköpun starfa í í landinulang, lang mestu máli,“ segir Bjarni Benediktsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira