Clippers knúði fram oddaleik | Chicaco slátraði Milwaukee Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 11:14 Úr leiknum í San Antonio í nótt. Vísir/AP LA Clippers sýndi úr hverju liðið er gert með því að hafa betur gegn meisturum San Antonio Spurs á útivelli í nótt og þvinga þar með fram oddaleik í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt. Clippers var búið að mála sig út í horn eftir slæmt tap á heimavelli í leiknum á undan en náði að gera nóg í nótt til að hafa að lokum betur á sterkum útivelli meistaranna í San Antonio, 102-96. San Antonio kom þó með áhlaup undir lok leiksins en Clippers náði að standa það af sér. Marco Belinelli setti niður tvo þrista á síðustu 80 sekúndum leiksins og minnkaði muninn í tvö stig. En leikmenn Clippers stóðust prófið og kláruðu leikinn af vítalínunni. Oddaleikurinn fer fram í Los Angeles á morgun en þetta er eina rimman í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem ræðst í sjö leikjum. Blake Griffin var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Clippers og Chris Paul nítján stig og fimmtán stoðsendingar. Það kom einnig risaframlag af bekknum en varamenn Clippers skoruðu 48 stig í leiknum. Belinelli skoraði 23 stig fyrir Spurs og nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Tim Duncan og Kawhi Leonard voru báðir með einungis tólf stig. Chicago er komið áfram eftir risasigur á Milwaukee á útivelli, 120-66, og þar með rimmuna 4-2. Chicago var fjórum stigum frá því að vinna stærsta sigur liðs í úrslitakeppni frá upphafi en það stendur enn í 57 stigum eftir að Minnesota vann St. Louis, 133-75, árið 1956. Eins og gefur að skilja var engin spenna í leiknum en Chicago var komið með 34-16 forystu eftir fyrsta leikhluta og bætti bara við hana. Milwaukee skoraði aldrei meira en 20 stig í leikhluta og Chicago aldrei minna en 25. Allir leikmenn Chicago komust á blað í leiknum en stigahæstur var Mike Dunleavy með 20 stig. Stigahæstur hjá Milwaukee var Zaza Pachulia með átta stig en þar á bæ komust reyndar allir leikmenn einnig á blað í stigaskorun. Úrslit næturinnar: Milwaukee - Chicago 66-120 San Antonio - LA Clippers 96-102The @chicagobulls beat the Bucks by 54 and closed out the series last night. Some context: pic.twitter.com/zrpmR8M3Zx— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 1, 2015 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
LA Clippers sýndi úr hverju liðið er gert með því að hafa betur gegn meisturum San Antonio Spurs á útivelli í nótt og þvinga þar með fram oddaleik í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt. Clippers var búið að mála sig út í horn eftir slæmt tap á heimavelli í leiknum á undan en náði að gera nóg í nótt til að hafa að lokum betur á sterkum útivelli meistaranna í San Antonio, 102-96. San Antonio kom þó með áhlaup undir lok leiksins en Clippers náði að standa það af sér. Marco Belinelli setti niður tvo þrista á síðustu 80 sekúndum leiksins og minnkaði muninn í tvö stig. En leikmenn Clippers stóðust prófið og kláruðu leikinn af vítalínunni. Oddaleikurinn fer fram í Los Angeles á morgun en þetta er eina rimman í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem ræðst í sjö leikjum. Blake Griffin var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Clippers og Chris Paul nítján stig og fimmtán stoðsendingar. Það kom einnig risaframlag af bekknum en varamenn Clippers skoruðu 48 stig í leiknum. Belinelli skoraði 23 stig fyrir Spurs og nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Tim Duncan og Kawhi Leonard voru báðir með einungis tólf stig. Chicago er komið áfram eftir risasigur á Milwaukee á útivelli, 120-66, og þar með rimmuna 4-2. Chicago var fjórum stigum frá því að vinna stærsta sigur liðs í úrslitakeppni frá upphafi en það stendur enn í 57 stigum eftir að Minnesota vann St. Louis, 133-75, árið 1956. Eins og gefur að skilja var engin spenna í leiknum en Chicago var komið með 34-16 forystu eftir fyrsta leikhluta og bætti bara við hana. Milwaukee skoraði aldrei meira en 20 stig í leikhluta og Chicago aldrei minna en 25. Allir leikmenn Chicago komust á blað í leiknum en stigahæstur var Mike Dunleavy með 20 stig. Stigahæstur hjá Milwaukee var Zaza Pachulia með átta stig en þar á bæ komust reyndar allir leikmenn einnig á blað í stigaskorun. Úrslit næturinnar: Milwaukee - Chicago 66-120 San Antonio - LA Clippers 96-102The @chicagobulls beat the Bucks by 54 and closed out the series last night. Some context: pic.twitter.com/zrpmR8M3Zx— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 1, 2015
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira