Spieth úr leik en McIlroy enn í baráttunni 2. maí 2015 14:00 McIlroy og Horschel buðu upp á spennandi leik í gær. Getty Aðeins 16 kylfingar eru eftir á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en riðlakeppninni lauk í gær með mörgum spennandi leikjum. Mesta spennan var án efa á milli Rory McIlroy og Billy Horschel en þeir höfðu báðir sigrað fyrstu tvo leikina sína og börðust því um hvor kæmist í 16 manna úrslit. Horschel leiddi nánast allan hringinn og átti tvær holur þegar að tvær voru eftir. McIlroy sýndi þó snilli sína og fékk tvo fugla á síðustu tveim holunum sem Horschel hafði engin svör við en þeir enduðu því í bráðabana þar sem McIlroy hafði betur. Ungi Masters meistarinn Jordan Spieth datt þó úr leik en Englendingurinn Lee Westwood sigraði hann í spennandi leik sem fór alla leið á 18. holu. Fleiri stór nöfn eru dottin úr leik en þar má nefna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Jimmy Walker, Adam Scott, Jason Day og Bubba Watson en sá síðastnefndi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen í bráðabana um hver kæmist í næstu umferð. Furðulegasta atvik gærdagsins var þó í leik Miguel Angel Jimenez og Keegan Bradley en þegar Bradley ætlaði að droppa boltanum frá girðingu sem var fyrir honum ásakaði Jimenez hann um ólöglegt dropp. Það fór ekki vel í kylfusvein Bradley sem gleymdi í smá stund að golf er heiðursmannaleikur og sagði Spánverjanum að halda kjafti en rifrildið á milli þeirra hélt áfram jafnvel eftir að Jimenez sigraði leikinn á 18. holu. 36 holur verða leiknar í dag en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00. Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Aðeins 16 kylfingar eru eftir á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en riðlakeppninni lauk í gær með mörgum spennandi leikjum. Mesta spennan var án efa á milli Rory McIlroy og Billy Horschel en þeir höfðu báðir sigrað fyrstu tvo leikina sína og börðust því um hvor kæmist í 16 manna úrslit. Horschel leiddi nánast allan hringinn og átti tvær holur þegar að tvær voru eftir. McIlroy sýndi þó snilli sína og fékk tvo fugla á síðustu tveim holunum sem Horschel hafði engin svör við en þeir enduðu því í bráðabana þar sem McIlroy hafði betur. Ungi Masters meistarinn Jordan Spieth datt þó úr leik en Englendingurinn Lee Westwood sigraði hann í spennandi leik sem fór alla leið á 18. holu. Fleiri stór nöfn eru dottin úr leik en þar má nefna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Jimmy Walker, Adam Scott, Jason Day og Bubba Watson en sá síðastnefndi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen í bráðabana um hver kæmist í næstu umferð. Furðulegasta atvik gærdagsins var þó í leik Miguel Angel Jimenez og Keegan Bradley en þegar Bradley ætlaði að droppa boltanum frá girðingu sem var fyrir honum ásakaði Jimenez hann um ólöglegt dropp. Það fór ekki vel í kylfusvein Bradley sem gleymdi í smá stund að golf er heiðursmannaleikur og sagði Spánverjanum að halda kjafti en rifrildið á milli þeirra hélt áfram jafnvel eftir að Jimenez sigraði leikinn á 18. holu. 36 holur verða leiknar í dag en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00.
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira