Fótbolti

Katrín tryggði Klepp sigur á silfurliðinu síðan í fyrra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín í leik með Þór/KA.
Katrín í leik með Þór/KA. vísir/daníel
Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Klepp sigur á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Ingrid Schjelderup kom Stabæk yfir eftir níu mínútna leik, en Hege Hansen jafnaði metin fyrir Klepp tveimur mínútum fyrir hálfleik.

Sigurmarkið lét bíða eftir sér, en það kom í uppbótartíma. Það gerðir Íslendingurinn í liði Klepp, Katrín Ásbjörnsdóttir.

Fjórði sigur Klepp í fimm leikjum og liðið enn taplaust, en það gerði 1-1 jafntefli við Kolbotn í síðustu umferð. Liðið fer á toppinn að minnsta kosti til morguns þegar Lilleström mætir Avaldsnes í Íslendingarslag.

Jón Páll Pálmason þjálfar Klepp. Stabæk er í fimmta sætinu, en liðið vann til silfurs í fyrra. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í liði Stabæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×