Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Stjarnan 0-1 | Draumamark Ólafs Karls skildi á milli Ingvi Þór Sæmundsson á Norðurálsvellinum á Akranesi skrifar 3. maí 2015 16:07 Íslandsmeistarar Stjörnunnar byrja Pepsi-deildina 2015 vel en Garðbæingar báru sigurorð af nýliðum ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi í dag. Lokatölur 1-0, Stjörnunni í vil. Leikurinn var rólegur til að byrja með. Hvorugt liðið náði upp neinu teljandi spili í vindinum á Skaganum. Það var helst að eitthvað gerðist þegar Pablo Punyed fékk boltann en El Salvadorinn var duglegur að finna sér pláss milli varnar og miðju hjá ÍA, alltaf skapandi og var heilt á litið besti maður vallarins í dag. Í eitt slíkt skipti, á 23. mínútu, fékk Pablo boltann vinstra megin á vellinum um 30 metra frá markinu. Marko Andelkovic braut á honum og Stjörnumenn fengu aukaspyrnu. Færið var langt en Ólafi Karli Finsen var alveg sama. Hann gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum upp í markhornið, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson, góðan markvörð ÍA. Ólafur Karl byrjar því Íslandsmótið í ár eins og hann lauk því í fyrra - með marki, en hann skoraði sem kunnugt er sigurmark Stjörnunnar í úrslitaleiknum gegn FH 4. október í fyrra. Eftir markið hertu Stjörnumenn tökin og Ólafur Karl fékk dauðafæri til að auka muninn í 2-0 á 35. mínútu. Jeppe Hansen setti markaskorarann í gegn en Árni var fljótur út á móti og varði. Skagamönnum gekk erfiðlega að búa til hættuleg færi og Stjörnuvörnin átti ekki í miklum vandræðum með sóknarlotur heimamanna. Akurnesingar voru alltof gjarnir á að setja boltann upp í vindinn og þeim gekk illa að koma framherjunum, Garðari Gunnlaugssyni og Arsenij Buinickij, inn í leikinn. Það breyttist hins vegar í seinni hálfleik. Skagamenn mættu ákveðnir til leiks eftir leikhléið og strax í upphafi seinni hálfleiks þurfti Gunnar Nielsen, sem hafði ekkert haft að gera í fyrri hálfleik, að taka á honum stóra sínum til að verja skot/sendingu Alberts Hafsteinssonar sem vindurinn tók í. Skömmu síðar fengu Akurnesingar sitt langbesta færi þegar Jón Vilhelm Ákason skallaði yfir af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arnars Más Björgvinssonar. Færið kom eftir að Arsenij fékk boltann í fæturna en Skagamönnum gekk mun betur að virkja framherjana sína í seinni hálfleik. Stjörnumenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 61. mínútu þegar Jeppe setti Ólaf Karl aftur í gegn en aftur varði Árni. Sendingin frá Jeppe kom á blindu hliðina á Þórð Þorstein Þórðarson, hægri bakvörð Skagamanna, sem átti á köflum erfitt uppdráttar í leiknum í dag enda til þess að gera nýfarinn að spila þessa stöðu. Skagamenn héldu áfram að pressa á Íslandsmeistaranna og áttu fína spilkafla. Þótt nýliðarnir hafi ekki uppskorið neitt í dag gefur frammistaðan í seinni hálfleik ágætis fyrirheit um framhaldið. Stjörnumenn voru alltaf hættulegir í skyndisóknum og á 86. mínútu krækti Ólafur Karl í vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur en Árni gerði sér lítið fyrir og varði. Garðar, sem lék sinn 100. leik í efstu deild í dag, fékk svo ágætis færi í uppbótartíma en skallaði framhjá. Fleiri urðu mörkin ekki og Íslandsmeistararnir fögnuðu góðum sigri. Þeir byrjuðu tímabilið í fyrra einnig á 1-0 sigri og stuðningsmenn Stjörnunnar vonast að sjálfsögðu eftir að þetta tímabil þróist eins og tímabilið í fyrra.Rúnar Páll: Erfitt að spila hérna Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin þrjú sem Garðabæjarliðið nældi í á Akranesi í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í ár. "Ég er mjög ánægður með stigin þrjú. Við spiluðum feykivel í fyrri hálfleik, vorum með yfirburði og hefðum getað sett fleiri mörk," sagði Rúnar sem er enn ósigraður sem þjálfari Stjörnunnar í efstu deild. "Seinni hálfleikurinn var erfiðari, en Skagamenn komu sterkir inn eftir leikhléið. Við vissum hvernig þeir myndu spila, með langa bolta fram sem við áttum í erfiðleikum með á móti sterkum vindi. "En heilt yfir er ég ánægður með stigin þrjú og spilamennskuna. Það er erfitt að koma hingað uppeftir, sérstaklega þegar blæs svona, og spila á móti nýliðum," sagði Rúnar var ánægður með að hafa haldið hreinu í dag en varnarleikur Stjörnunnar var flottur í leiknum. "Við héldum hreinu, þá hlýtur varnarleikurinn að vera góður," sagði Rúnar en Skagamenn fengu tvö hættuleg skallafæri í seinni hálfleik. "Þeir voru hættulegir og auðvitað vill maður ekki sjá svona. Menn eiga að dekka sína menn inni í teignum." Veikindi hafa herjað á Stjörnuliðið undanfarið en Rúnar segir að þau hrjái leikmenn liðsins ekki í dag. "Það er fín staða á liðinu og allir orðnir frískir. Michael Præst, Atli Jóhannsson, Jóhann Laxdal og Kári Pétursson eru hins vegar enn frá vegna meiðsla. Þeir eru á meiðslalistanum, annars erum við sprækir," sagði Rúnar að lokum.Ólafur Karl: Betri leikmenn en ég hafa klikkað á vítum Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni sigur gegn ÍA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Hann var hinn rólegasti eftir leik og sagðist ekki hafa æft svona aukaspyrnur sérstaklega. "Nei, ekki neitt. Ég er búinn að vera meiddur síðan í febrúar og hef eiginlega ekkert getað æft. Þetta er búið að vera erfitt undirbúningstímabil en svona er þetta," sagði Ólafur sem hefur verið að glíma við ristarmeiðsli. "Ég er fínn núna, ég rétt náði mér fyrir mót. Ristin er búin að vera að stríða mér, eitthvað gamalt brot," sagði Ólafur sem brenndi af vítaspyrnu undir lok leiksins. "Hann varði þetta vel. Árni (Snær Ólafsson) er góður í vítum en ég er ánægður með sigurinn. Það hafa betri leikmenn en ég klikkað á vítum og ég er ekkert að stressa mig á því," sagði Ólafur sem var nokkuð ánægður með spilamennsku Íslandsmeistaranna í dag. "Við vorum góðir í fyrri hálfleik en svo vorum við á móti vindi í þeim seinni og þetta var erfitt. Við hefðum átt að skora fleiri mörk en erum ánægðir að byrja á sigri," sagði markaskorarinn að endingu.Gunnlaugur: Sviðsskrekkur í fyrri hálfleik Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í dag. Hann sagði að lítið hafi verið hægt að gera við sigurmarki Stjörnunnar sem Ólafur Karl Finsen skoraði. "Þetta var frábært mark og það var lítið hægt að gera við því. Ég á eftir að skoða það betur," sagði Gunnlaugur sem fannst sínir menn spila mun betur í seinni hálfleik en í þeim fyrri. "Heilt yfir var ég ánægður með mitt lið í dag. Það var einhver hrollur í okkur í fyrri hálfleik, þótt þeir væru ekki að skapa sér mikið, en við stigum upp í þeim seinni og ég hefði viljað jafna leikinn," sagði Gunnlaugur en hvað breyttist til batnaðar hjá Skagamönnum í seinni hálfleik? "Það var einhver sviðsskrekkur í okkur í fyrri hálfleik og við komum inn í þann seinni af miklum krafti. Menn þorðu að gera hlutina, taka boltann niður og við náðum ágætum spilköflum í erfiðu roki. "En því miður náðum við ekki að skora þrátt fyrir að fá færin til þess," sagði Gunnlaugur en margir leikmenn ÍA voru að spila sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Þjálfarinn var ánægður frammistöðu nýliðanna. "Þeir stóðu sig alveg framúrskarandi vel. Þórður (Þorsteinn Þórðarson) bakvörður var frábær í seinni hálfleik og Teitur (Pétursson) kom mjög sterkur inn í stöðu vinstri bakvarðar í hálfleik. "Albert (Hafsteinsson) var einnig sívaxandi allan leikinn. Þetta er fínt veganesti fyrir bæði þá og liðið í heild sinni," sagði Gunnlaugur að lokum.Einkunnir: ÍA - StjarnanÍA (4-4-2): Árni Snær Ólafsson 8 - Þórður Þorsteinn Þórðarson 5, Ármann Smári Björnsson 6, Arnór Snær Guðmundsson 6, Darren Lough 5 (46. Teitur Pétursson 6) - Arnar Már Guðjónsson 5, Marko Andelkovic 6 (83. Ingimar Elí Hlynsson -), Albert Hafsteinsson 6, Jón Vilhelm Ákason 5 (74. Ásgeir Marteinsson -) - Garðar Gunnlaugsson 6, Arsenij Buinickij 5.Stjarnan (4-3-3): Gunnar Nielsen 6 - Heiðar Ægisson 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 7, Daníel Laxdal 7, Hörður Árnason 6 - Þorri Geir Rúnarsson 6, Halldór Orri Björnsson 6 (79. Veigar Páll Gunnarsson -), Pablo Punyed 8* - Arnar Már Björgvinsson 4 (82. Þórhallur Kári Knútsson -), Ólafur Karl Finsen 7, Jeppe Hansen 7 (82. Garðar Jóhannsson -). Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar byrja Pepsi-deildina 2015 vel en Garðbæingar báru sigurorð af nýliðum ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi í dag. Lokatölur 1-0, Stjörnunni í vil. Leikurinn var rólegur til að byrja með. Hvorugt liðið náði upp neinu teljandi spili í vindinum á Skaganum. Það var helst að eitthvað gerðist þegar Pablo Punyed fékk boltann en El Salvadorinn var duglegur að finna sér pláss milli varnar og miðju hjá ÍA, alltaf skapandi og var heilt á litið besti maður vallarins í dag. Í eitt slíkt skipti, á 23. mínútu, fékk Pablo boltann vinstra megin á vellinum um 30 metra frá markinu. Marko Andelkovic braut á honum og Stjörnumenn fengu aukaspyrnu. Færið var langt en Ólafi Karli Finsen var alveg sama. Hann gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum upp í markhornið, óverjandi fyrir Árna Snæ Ólafsson, góðan markvörð ÍA. Ólafur Karl byrjar því Íslandsmótið í ár eins og hann lauk því í fyrra - með marki, en hann skoraði sem kunnugt er sigurmark Stjörnunnar í úrslitaleiknum gegn FH 4. október í fyrra. Eftir markið hertu Stjörnumenn tökin og Ólafur Karl fékk dauðafæri til að auka muninn í 2-0 á 35. mínútu. Jeppe Hansen setti markaskorarann í gegn en Árni var fljótur út á móti og varði. Skagamönnum gekk erfiðlega að búa til hættuleg færi og Stjörnuvörnin átti ekki í miklum vandræðum með sóknarlotur heimamanna. Akurnesingar voru alltof gjarnir á að setja boltann upp í vindinn og þeim gekk illa að koma framherjunum, Garðari Gunnlaugssyni og Arsenij Buinickij, inn í leikinn. Það breyttist hins vegar í seinni hálfleik. Skagamenn mættu ákveðnir til leiks eftir leikhléið og strax í upphafi seinni hálfleiks þurfti Gunnar Nielsen, sem hafði ekkert haft að gera í fyrri hálfleik, að taka á honum stóra sínum til að verja skot/sendingu Alberts Hafsteinssonar sem vindurinn tók í. Skömmu síðar fengu Akurnesingar sitt langbesta færi þegar Jón Vilhelm Ákason skallaði yfir af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arnars Más Björgvinssonar. Færið kom eftir að Arsenij fékk boltann í fæturna en Skagamönnum gekk mun betur að virkja framherjana sína í seinni hálfleik. Stjörnumenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 61. mínútu þegar Jeppe setti Ólaf Karl aftur í gegn en aftur varði Árni. Sendingin frá Jeppe kom á blindu hliðina á Þórð Þorstein Þórðarson, hægri bakvörð Skagamanna, sem átti á köflum erfitt uppdráttar í leiknum í dag enda til þess að gera nýfarinn að spila þessa stöðu. Skagamenn héldu áfram að pressa á Íslandsmeistaranna og áttu fína spilkafla. Þótt nýliðarnir hafi ekki uppskorið neitt í dag gefur frammistaðan í seinni hálfleik ágætis fyrirheit um framhaldið. Stjörnumenn voru alltaf hættulegir í skyndisóknum og á 86. mínútu krækti Ólafur Karl í vítaspyrnu. Hann tók spyrnuna sjálfur en Árni gerði sér lítið fyrir og varði. Garðar, sem lék sinn 100. leik í efstu deild í dag, fékk svo ágætis færi í uppbótartíma en skallaði framhjá. Fleiri urðu mörkin ekki og Íslandsmeistararnir fögnuðu góðum sigri. Þeir byrjuðu tímabilið í fyrra einnig á 1-0 sigri og stuðningsmenn Stjörnunnar vonast að sjálfsögðu eftir að þetta tímabil þróist eins og tímabilið í fyrra.Rúnar Páll: Erfitt að spila hérna Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með stigin þrjú sem Garðabæjarliðið nældi í á Akranesi í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í ár. "Ég er mjög ánægður með stigin þrjú. Við spiluðum feykivel í fyrri hálfleik, vorum með yfirburði og hefðum getað sett fleiri mörk," sagði Rúnar sem er enn ósigraður sem þjálfari Stjörnunnar í efstu deild. "Seinni hálfleikurinn var erfiðari, en Skagamenn komu sterkir inn eftir leikhléið. Við vissum hvernig þeir myndu spila, með langa bolta fram sem við áttum í erfiðleikum með á móti sterkum vindi. "En heilt yfir er ég ánægður með stigin þrjú og spilamennskuna. Það er erfitt að koma hingað uppeftir, sérstaklega þegar blæs svona, og spila á móti nýliðum," sagði Rúnar var ánægður með að hafa haldið hreinu í dag en varnarleikur Stjörnunnar var flottur í leiknum. "Við héldum hreinu, þá hlýtur varnarleikurinn að vera góður," sagði Rúnar en Skagamenn fengu tvö hættuleg skallafæri í seinni hálfleik. "Þeir voru hættulegir og auðvitað vill maður ekki sjá svona. Menn eiga að dekka sína menn inni í teignum." Veikindi hafa herjað á Stjörnuliðið undanfarið en Rúnar segir að þau hrjái leikmenn liðsins ekki í dag. "Það er fín staða á liðinu og allir orðnir frískir. Michael Præst, Atli Jóhannsson, Jóhann Laxdal og Kári Pétursson eru hins vegar enn frá vegna meiðsla. Þeir eru á meiðslalistanum, annars erum við sprækir," sagði Rúnar að lokum.Ólafur Karl: Betri leikmenn en ég hafa klikkað á vítum Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni sigur gegn ÍA í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Hann var hinn rólegasti eftir leik og sagðist ekki hafa æft svona aukaspyrnur sérstaklega. "Nei, ekki neitt. Ég er búinn að vera meiddur síðan í febrúar og hef eiginlega ekkert getað æft. Þetta er búið að vera erfitt undirbúningstímabil en svona er þetta," sagði Ólafur sem hefur verið að glíma við ristarmeiðsli. "Ég er fínn núna, ég rétt náði mér fyrir mót. Ristin er búin að vera að stríða mér, eitthvað gamalt brot," sagði Ólafur sem brenndi af vítaspyrnu undir lok leiksins. "Hann varði þetta vel. Árni (Snær Ólafsson) er góður í vítum en ég er ánægður með sigurinn. Það hafa betri leikmenn en ég klikkað á vítum og ég er ekkert að stressa mig á því," sagði Ólafur sem var nokkuð ánægður með spilamennsku Íslandsmeistaranna í dag. "Við vorum góðir í fyrri hálfleik en svo vorum við á móti vindi í þeim seinni og þetta var erfitt. Við hefðum átt að skora fleiri mörk en erum ánægðir að byrja á sigri," sagði markaskorarinn að endingu.Gunnlaugur: Sviðsskrekkur í fyrri hálfleik Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í dag. Hann sagði að lítið hafi verið hægt að gera við sigurmarki Stjörnunnar sem Ólafur Karl Finsen skoraði. "Þetta var frábært mark og það var lítið hægt að gera við því. Ég á eftir að skoða það betur," sagði Gunnlaugur sem fannst sínir menn spila mun betur í seinni hálfleik en í þeim fyrri. "Heilt yfir var ég ánægður með mitt lið í dag. Það var einhver hrollur í okkur í fyrri hálfleik, þótt þeir væru ekki að skapa sér mikið, en við stigum upp í þeim seinni og ég hefði viljað jafna leikinn," sagði Gunnlaugur en hvað breyttist til batnaðar hjá Skagamönnum í seinni hálfleik? "Það var einhver sviðsskrekkur í okkur í fyrri hálfleik og við komum inn í þann seinni af miklum krafti. Menn þorðu að gera hlutina, taka boltann niður og við náðum ágætum spilköflum í erfiðu roki. "En því miður náðum við ekki að skora þrátt fyrir að fá færin til þess," sagði Gunnlaugur en margir leikmenn ÍA voru að spila sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Þjálfarinn var ánægður frammistöðu nýliðanna. "Þeir stóðu sig alveg framúrskarandi vel. Þórður (Þorsteinn Þórðarson) bakvörður var frábær í seinni hálfleik og Teitur (Pétursson) kom mjög sterkur inn í stöðu vinstri bakvarðar í hálfleik. "Albert (Hafsteinsson) var einnig sívaxandi allan leikinn. Þetta er fínt veganesti fyrir bæði þá og liðið í heild sinni," sagði Gunnlaugur að lokum.Einkunnir: ÍA - StjarnanÍA (4-4-2): Árni Snær Ólafsson 8 - Þórður Þorsteinn Þórðarson 5, Ármann Smári Björnsson 6, Arnór Snær Guðmundsson 6, Darren Lough 5 (46. Teitur Pétursson 6) - Arnar Már Guðjónsson 5, Marko Andelkovic 6 (83. Ingimar Elí Hlynsson -), Albert Hafsteinsson 6, Jón Vilhelm Ákason 5 (74. Ásgeir Marteinsson -) - Garðar Gunnlaugsson 6, Arsenij Buinickij 5.Stjarnan (4-3-3): Gunnar Nielsen 6 - Heiðar Ægisson 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 7, Daníel Laxdal 7, Hörður Árnason 6 - Þorri Geir Rúnarsson 6, Halldór Orri Björnsson 6 (79. Veigar Páll Gunnarsson -), Pablo Punyed 8* - Arnar Már Björgvinsson 4 (82. Þórhallur Kári Knútsson -), Ólafur Karl Finsen 7, Jeppe Hansen 7 (82. Garðar Jóhannsson -).
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira