Tiger Woods og skíðastjarnan Lindsey Vonn hætt saman 3. maí 2015 20:01 Vonn ásamt börnum Woods á Masters mótinu í apríl. Getty Það er sjaldan lognmolla í kring um Tiger Woods en í dag gaf hann út yfirlýsingu þess efnis að hann og skíðastjarnan Lindsey Vonn, kærasta hans til þriggja ára, séu hætt saman. Sambandsslitin virðast hafa farið fram á töluvert rólegri hátt heldur en síðast þegar hann hætti í sambandi en þá sauð allt upp úr hjá honum og eiginkonu hans, Elin Nordegren, eftir að margar konur komu fram í fjölmiðlum og sögðust hafa sængað með Woods. Hann skrifar á heimasíðuna sína að ástæðan fyrir því að hann og Vonn séu ekki lengur saman sé tímaskortur enda lifi þau mjög mismunandi lífum. „Ég dáist að Lindsey, virði hana og elska. Hún hefur verið frábær við mig og fjölskyldu mína í gegn um samband okkar, sérstaklega við börnin mín. Því miður erum við á toppnum í mismunandi íþróttagreinum sem tekur sinn toll og því höfum við oft átt erfitt með að eyða tíma saman." Vonn skrifaði svo svipaða færslu á Facebook síðu sína í kjölfarið. „Við Tiger eyddum þremur góðum árum saman en höfum ákveðið í sameiningu að enda samband okkar. Ég mun alltaf muna eftir tímum okkar saman en því miður þá gera aðstæður okkur ekki kleift að eiða miklum tíma saman. Ég mun samt alltaf hugsa til baka til þeirra tíma sem ég eyddi með Tiger og fjölskyldu hans með gleði í hjarta." Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er sjaldan lognmolla í kring um Tiger Woods en í dag gaf hann út yfirlýsingu þess efnis að hann og skíðastjarnan Lindsey Vonn, kærasta hans til þriggja ára, séu hætt saman. Sambandsslitin virðast hafa farið fram á töluvert rólegri hátt heldur en síðast þegar hann hætti í sambandi en þá sauð allt upp úr hjá honum og eiginkonu hans, Elin Nordegren, eftir að margar konur komu fram í fjölmiðlum og sögðust hafa sængað með Woods. Hann skrifar á heimasíðuna sína að ástæðan fyrir því að hann og Vonn séu ekki lengur saman sé tímaskortur enda lifi þau mjög mismunandi lífum. „Ég dáist að Lindsey, virði hana og elska. Hún hefur verið frábær við mig og fjölskyldu mína í gegn um samband okkar, sérstaklega við börnin mín. Því miður erum við á toppnum í mismunandi íþróttagreinum sem tekur sinn toll og því höfum við oft átt erfitt með að eyða tíma saman." Vonn skrifaði svo svipaða færslu á Facebook síðu sína í kjölfarið. „Við Tiger eyddum þremur góðum árum saman en höfum ákveðið í sameiningu að enda samband okkar. Ég mun alltaf muna eftir tímum okkar saman en því miður þá gera aðstæður okkur ekki kleift að eiða miklum tíma saman. Ég mun samt alltaf hugsa til baka til þeirra tíma sem ég eyddi með Tiger og fjölskyldu hans með gleði í hjarta."
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira