SA býður 28 þúsund króna launahækkun á þremur árum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 12:57 Formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins sýna sambandinu ósvífni með tilboði um hækkun dagvinnulauna með því að lengja dagvinnutímann og lækka álag á yfirvinnu um 30 prósentustig. Í bréfi sem Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins sendi aðildarfélögum samtakanna í gær segir hann forystumenn þeirra hafa boðið verkalýðsfélögunum allt að 20 prósenta launahækkun á næstu þremur árum. Þetta næðist fram með hækkun dagvinnulauna og breytingum á dagvinnutíma sem og álagi á yfirvinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ákveðnar hugmyndir á samningafundum um helgina sem fælu í sér að lægsti kauptaxti hækkaði um 28 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Að öðru leyti áttu menn að fá einhver 8 prósent með því að lengja dagvinnubilið frá sex á morgnana til sjö á kvöldin og yfirvinnuálagið færi úr 80 prósentum (á dagvinnulaunin) í 50 prósent,“ segir Björn. Ákveðið hafi verið um helgina að ræða þessar hugmyndir á samningafundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun.Heldur þú að þetta sé innlegg sem geti leitt til lausnar á deilunni? „Nei. Tuttugu og átta þúsund krónur á lægsta taxta til þriggja ára er ekki eitthvað sem við erum tilbúin til að ræða. Við værum kannski tilbúin að skoða hlutina ef þetta væri til eins árs. Við höfum talað um 33 þúsundkall (á ári). Þannig að menn væru kannski að nálgast okkur ef við værum að tala um eitt ár. En þetta er algerlega út í hött og mér finnst hreinlega ósvífni hjá forráðamönnum Samtaka atvinnulífsins að vera með þetta í fjölmiðlum, þar sem við höfum haldið ákveðinn trúnað frá því á sunnudag,“ segir Björn. Þetta mál verði rætt í dag en Starfsgreinasambandið hafni alfarið þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins.Tveggja sólarhringa verkfall 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefst á miðnætti.Þannig að það gerist ekkert í dag að þínu mati sem kemur í veg fyrir þá vinnustöðvun? „Það gerist ekkert í því í dag. Mér finnst að SA sé með þessu að ausa bensíni á eldinn og gera þessa deilu miklu harðari en hún þarf að vera og það er greinilega það sem þeir óska eftir,“ segir Björn.Heldur þú að þetta sé gert til að reyna að tvístra ykkur í verkalýðshreyfingunni? „Já og mér skilst líka að þeir séu að reyna að hafa áhrif inni á vinnustöðunum. Þeir eru þá að ganga í berhögg við vinnulöggjöfina,“ segir Björn Snæbjörnsson. Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins sýna sambandinu ósvífni með tilboði um hækkun dagvinnulauna með því að lengja dagvinnutímann og lækka álag á yfirvinnu um 30 prósentustig. Í bréfi sem Björgólfur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnulífsins sendi aðildarfélögum samtakanna í gær segir hann forystumenn þeirra hafa boðið verkalýðsfélögunum allt að 20 prósenta launahækkun á næstu þremur árum. Þetta næðist fram með hækkun dagvinnulauna og breytingum á dagvinnutíma sem og álagi á yfirvinnu. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ákveðnar hugmyndir á samningafundum um helgina sem fælu í sér að lægsti kauptaxti hækkaði um 28 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Að öðru leyti áttu menn að fá einhver 8 prósent með því að lengja dagvinnubilið frá sex á morgnana til sjö á kvöldin og yfirvinnuálagið færi úr 80 prósentum (á dagvinnulaunin) í 50 prósent,“ segir Björn. Ákveðið hafi verið um helgina að ræða þessar hugmyndir á samningafundi sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í morgun.Heldur þú að þetta sé innlegg sem geti leitt til lausnar á deilunni? „Nei. Tuttugu og átta þúsund krónur á lægsta taxta til þriggja ára er ekki eitthvað sem við erum tilbúin til að ræða. Við værum kannski tilbúin að skoða hlutina ef þetta væri til eins árs. Við höfum talað um 33 þúsundkall (á ári). Þannig að menn væru kannski að nálgast okkur ef við værum að tala um eitt ár. En þetta er algerlega út í hött og mér finnst hreinlega ósvífni hjá forráðamönnum Samtaka atvinnulífsins að vera með þetta í fjölmiðlum, þar sem við höfum haldið ákveðinn trúnað frá því á sunnudag,“ segir Björn. Þetta mál verði rætt í dag en Starfsgreinasambandið hafni alfarið þessum hugmyndum Samtaka atvinnulífsins.Tveggja sólarhringa verkfall 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefst á miðnætti.Þannig að það gerist ekkert í dag að þínu mati sem kemur í veg fyrir þá vinnustöðvun? „Það gerist ekkert í því í dag. Mér finnst að SA sé með þessu að ausa bensíni á eldinn og gera þessa deilu miklu harðari en hún þarf að vera og það er greinilega það sem þeir óska eftir,“ segir Björn.Heldur þú að þetta sé gert til að reyna að tvístra ykkur í verkalýðshreyfingunni? „Já og mér skilst líka að þeir séu að reyna að hafa áhrif inni á vinnustöðunum. Þeir eru þá að ganga í berhögg við vinnulöggjöfina,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira