Erlent

Grikkir greiða 29 milljarða til Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands Vísir/EPA
Grikkir greiddu í dag 200 milljóna evra greiðslu af lánum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greiðslan er jafnvirði 29 milljarða íslenskra króna. Reuters hefur þetta eftir ónafngreindum starfsmanni gríska fjármálaráðuneytisins.



Þrátt fyrir að fjárhagsstaða gríska ríkisins sé afar veik var ekki gert ráð fyrir öðru en að ríkið gæti staðið við þessa greiðslu. Efasemdir eru þó uppi um að ríkissjóður landsins geti staðið við 750 milljóna evra greiðslu til sjóðsins sem er á gjalddaga 12. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×