Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2015 14:55 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. Um tíu þúsund starfsmenn um tvö þúsund fyrirtækja á landsbyggðinni hófu tveggja daga verkfall á miðnætti. Fisk- og kjötvinnsla liggur niðri sem og ýmis þjónusta við ferðamenn. Algert frost ríkir í viðræðum BHM félaga sem verið hafa í verkfalli í fimm vikur. Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfallshrina fjórtán stéttarfélaga innan BHM hófst hinn 7. apríl. Í dag eru rúmlega 2.300 BHM félagar í verkfalli í ýmsum greinum sem m.a. hefur áhrif á kjötframleiðslu, sérstaklega svína og kjúklingaframleiðslu og útflutning á fiski til vissra svæða vegna verkfalla dýralækna, þá hefur verkfall geislafræðinga á spítulunum víðtæk og alvarleg áhrif og fjöldi mála safnast upp hjá sýslumönnum vegna verkfalls lögmanna, svo dæmi séu nefnd. Algert frost ríkir í viðræðum BHM við ríkið. Síðasti fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Tveggja daga verkfall rúmlega tíu þúsund starfsmanna í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefur áhrif á starfsemi um tvö þúsund fyrirtækja. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. „Það hefur gengið ágætlega. Það eru verkfallsverðir að störfum um allt land. Einhvers misskilnings hefur gætt um það hverjir eiga að vera í verkfalli og hverjir ekki. Það hefur verið greitt úr þeim misskilningi jafnóðum,“ segir Drífa. Þetta eigi við um ræstingarfyrirtæki en það hafi engin stórkostleg vandamál komið upp. Drífa segir reynt að forðast alla árekstra eins og mögulegt er. En verkfallið hefur áhrif víða því verkafólk innan Starfsgreinasambandsins starfar á öllum sviðum atvinnulífsins. „Ég held að verkfallið sé að bíta um allt land. Það er t.d. þannig að ef ekki er ræst hjá stofnunum, leikskólum og svo framvegis þar sem eru utanaðkomandi ræstingarfyrirtæki, geta þeir aðilar ekki opnað á föstudaginn því þá er ekki búið að ræsta í tvo daga. Við erum náttúrlega með matvælavinnsluna, ferðaþjónustuna, fólks- og vöruflutninga og svo framvegis. Þannig að við munum sjá það næstu tvo daga hvar þetta bítur,“ segir Drífa.Dominos lokar alla verkfallsdagana Til að mynda hefur Dominos lokað pizzastöðum sínum á Akureyri, Selfossi og Akranesi á meðan á verkfallinu stendur. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos segir flest starfsfólk fyrirtækisins á þessum stöðum í verkfallii. „Í raun og veru er þá ekkert annað að gera í stöðunni en loka með alla starfsmenn í verkfalli,“ segir Birgir Örn. Þessir staðir verði því lokaðir í dag og á morgun. „Já og svo áfram þá daga sem boðaðir hafa verið þar til allsherjarverkfall skellur væntanlega á og þó vonandi ekki hinn 26. maí. Og svo er hinn hlutinn (á höfuðborgarsvæðinu) í Eflingu og VR sem er núna á svipuðum slóðum væntanlega. Við getum þá lent í allsherjarlokun 6. júní ef allt fer á þann veg,“ segir Birgir Örn. Drífa segir engan að finna á verkfallsfólki. „Nei, síður en svo. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í verkfallsvörslu og annað slíkt. Um leið og fólk áttar sig á því að það á að vera í verkfalli er það ekki vandamál. Það er mjög mikill hugur í fólki,“ segir Drífa Snædal. Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Ný könnun: 94 prósent telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Sjá meira
Um tíu þúsund starfsmenn um tvö þúsund fyrirtækja á landsbyggðinni hófu tveggja daga verkfall á miðnætti. Fisk- og kjötvinnsla liggur niðri sem og ýmis þjónusta við ferðamenn. Algert frost ríkir í viðræðum BHM félaga sem verið hafa í verkfalli í fimm vikur. Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfallshrina fjórtán stéttarfélaga innan BHM hófst hinn 7. apríl. Í dag eru rúmlega 2.300 BHM félagar í verkfalli í ýmsum greinum sem m.a. hefur áhrif á kjötframleiðslu, sérstaklega svína og kjúklingaframleiðslu og útflutning á fiski til vissra svæða vegna verkfalla dýralækna, þá hefur verkfall geislafræðinga á spítulunum víðtæk og alvarleg áhrif og fjöldi mála safnast upp hjá sýslumönnum vegna verkfalls lögmanna, svo dæmi séu nefnd. Algert frost ríkir í viðræðum BHM við ríkið. Síðasti fundur var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á mánudag og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Tveggja daga verkfall rúmlega tíu þúsund starfsmanna í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hefur áhrif á starfsemi um tvö þúsund fyrirtækja. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir vinnustöðvunina hafa gengið áfallalítið frá því hún hófst á miðnætti. „Það hefur gengið ágætlega. Það eru verkfallsverðir að störfum um allt land. Einhvers misskilnings hefur gætt um það hverjir eiga að vera í verkfalli og hverjir ekki. Það hefur verið greitt úr þeim misskilningi jafnóðum,“ segir Drífa. Þetta eigi við um ræstingarfyrirtæki en það hafi engin stórkostleg vandamál komið upp. Drífa segir reynt að forðast alla árekstra eins og mögulegt er. En verkfallið hefur áhrif víða því verkafólk innan Starfsgreinasambandsins starfar á öllum sviðum atvinnulífsins. „Ég held að verkfallið sé að bíta um allt land. Það er t.d. þannig að ef ekki er ræst hjá stofnunum, leikskólum og svo framvegis þar sem eru utanaðkomandi ræstingarfyrirtæki, geta þeir aðilar ekki opnað á föstudaginn því þá er ekki búið að ræsta í tvo daga. Við erum náttúrlega með matvælavinnsluna, ferðaþjónustuna, fólks- og vöruflutninga og svo framvegis. Þannig að við munum sjá það næstu tvo daga hvar þetta bítur,“ segir Drífa.Dominos lokar alla verkfallsdagana Til að mynda hefur Dominos lokað pizzastöðum sínum á Akureyri, Selfossi og Akranesi á meðan á verkfallinu stendur. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Dominos segir flest starfsfólk fyrirtækisins á þessum stöðum í verkfallii. „Í raun og veru er þá ekkert annað að gera í stöðunni en loka með alla starfsmenn í verkfalli,“ segir Birgir Örn. Þessir staðir verði því lokaðir í dag og á morgun. „Já og svo áfram þá daga sem boðaðir hafa verið þar til allsherjarverkfall skellur væntanlega á og þó vonandi ekki hinn 26. maí. Og svo er hinn hlutinn (á höfuðborgarsvæðinu) í Eflingu og VR sem er núna á svipuðum slóðum væntanlega. Við getum þá lent í allsherjarlokun 6. júní ef allt fer á þann veg,“ segir Birgir Örn. Drífa segir engan að finna á verkfallsfólki. „Nei, síður en svo. Það hefur ekki verið vandamál að fá fólk í verkfallsvörslu og annað slíkt. Um leið og fólk áttar sig á því að það á að vera í verkfalli er það ekki vandamál. Það er mjög mikill hugur í fólki,“ segir Drífa Snædal.
Ferðamennska á Íslandi Verkfall 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Ný könnun: 94 prósent telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Sjá meira