Erlent

Fjársjóður Captain Kidd fundinn?

Samúel Karl Ólason skrifar
50 kílóa silfurstöng fannst í sjónum við Madagaskar.
50 kílóa silfurstöng fannst í sjónum við Madagaskar. Mynd/Twitter
Kafarar telja sig hafa fundið fjársjóð skoska sjóræningjans William Kidd við strendur Madagaskar undan austurströnd Afríku. Þar fundu kafararnir undir stjórn Bandaríkjamannsins Barry Clifford, 50 kílóa silfurstöng í sjónum nærri skipsflaki.

Kafarar telja sig hafa fundið fjársjóð sjóræningjans William Kidd við strendur Madagaskar. Þar fundu kafararnir undir stjórn Bandaríkjamannsins Barry Clifford, 50 kílóa silfurstöng í sjónum nærri skipsflaki.

Forseti Madagaskar og embættismenn frá Bretlandi tóku við silfrinu við sérstaka athöfn á eyjunni í dag. Kafararnir telja að silfrið komi frá Suður-Ameríku og að skipið hafi verið smíðað í Bretlandi, en til að sanna það þarf að gera tilraunir á timbri úr skipinu.

Samkvæmt BBC var Kidd tekinn af lífi árioð 1701 þegar hann sneri heim úr siglingu á Indlandshafi. Hann var fæddur í Skotlandi og hafði fengið það verkefni að elta sjóræningja uppi áður en hann sneri sér sjálfur að sjóránum.

Blaðamaður BBC tístaði frá Madagaskar í dag en nokkur af tístum hans má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×