Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2015 08:45 Golfmót Íslendinga á Spáni, Costa Blanca Open, hefur vaxið að umfangi ár frá ári, þau sjö ár sem það hefur verið haldið. visir/jakob Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að iðka íþróttina. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum golfvöllum á Alicante-svæðinu. Mótið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og blaðamaður Vísis fór alla leið til Spánar til að kynna sér málið. Árlega, ekki síst á vorin og svo á haustin, streyma þúsundir Íslendinga til heitari landa til að spila golf – enda golftímabilið á Íslandi knappt. Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri hjá Golfsambandi Íslands segir erfitt að átta sig á því hversu margir, sambandið hefur ekki tekið saman tölfræðilegar upplýsingar um þetta, en bæði er mikið um skipulagðar golfferðir á vegum ýmissa ferðaskrifstofa og þá fara margir utan á eigin vegum. Þeir skipta þúsundum, golfarar sem fara utan til að spila, að sögn Harðar. Og virðist ferðagleði íslenskra golfara færast í aukana með ári hverju.KÁTIR Í SÓLINNI. Bjarni Sigurðsson er prímusmótor og heldur vel utan um mótið, ferðir og gistingu. Öllu er til tjaldað og er sérlegur alþjóðlegur dómari fenginn til að allt fari eftir settum reglum: Aðalsteinn Örnólfsson.visir/jakobFyrir sjö árum fengu þeir félagar Bjarni Sigurðsson og Ívar Hauksson, sem þá störfuðu að ferðamálum og fasteignaviðskiptum á Spáni, hugmynd – þá að efna til golfmóts á Costa Blanca, sem er á Alicante-svæðinu, sérstaklega ætlað Íslendingum. Þetta reyndist góð hugmynd og hefur mótið vaxið að umfangi og þátttakendafjölda ár frá ári. Mótið í ár var haldið 21. til 28. apríl. Blaðamanni bauðst að taka þátt og skoða málið, og þá var ekki um neitt annað að ræða en koma sér á staðinn og forvitnast um þetta fyrirbæri, sem reyndist svo glæpsamlega gott að erfitt verður að segja pass að ári.Einhenta Anna skemmtanastjóriUm Costa Blanca Open hefur myndast goðsagnakenndur blær; landþekktir menn hafa tekið þátt í gegnum tíðina svo sem tónlistarmennirnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, handboltakappinn Valdimar Grímsson svo einhverjir séu nefndir, auk Önnu Bjarkar Birgisdóttur – sem að þessu sinni stjórnaði skemmtidagskrá í tengslum við mótshaldið af miklu öryggi. Sjálf er Anna Björk forfallinn golfari og hafði talið dagana þar til mótið hæfist, en varð fyrir því óláni að slasa sig skömmu áður en til kastanna kom. Mikil vonbrigði.Anna Björk skemmtanastjóri neyddist til að sleppa golfinu, sem voru henni mikil vonbrigði.visir/jakob„Ég var á leið á æfingasvæðið á fyrsta degi ferðar, og ætlaði að slá úr fötu og leita að sveiflunni eftir vetrardvalann. Ekki vildi betur til en svo að ég flæktist í pokastandinum, sem er orðinn skakkur, og pokinn bókstaflega felldi mig! Ég lá marflöt og lenti illa á vinstri hendi og síðu. Hef því verið „einhent“ síðan og held reyndar að ég hafi brákað eitt rifbein líka. En þetta grær allt að lokum,“ segir Anna Björk: „Já, að sjálfsögðu var þetta svekkelsi, ég beið spennt eftir ferðinni í allan vetur og hlakkaði mikið til að hefja golftímabilið. En svona er þetta bara, ég gladdist yfir góða veðrinu í staðinn og hékk á golfvöllunum með ykkur þó ég gæti ekki spilað. En ég viðurkenni alveg að ég þráði að taka upp kylfurnar og heyra langþráð „ping“ og „dong“ og öll þessi frábæru hljóð sem fylgja vel hittnum knöttum.“ HLUTI HÓPSINS. Menn að gera sig klára í slaginn, og til alls líklegir og bíða þess að að rúta komi til að ferja mannskapinn á mótsstað, á torginu fyrir utan glæsihótelið Campoamor á Spáni.visir/jakobMótshaldið hefur þróast með tímanumPrímusmótor í allri skipulagningu; ferðum, gistingu og utanumhaldi er Bjarni Sigurðsson, sem hefur starfað við ferðamál og fasteignaviðskipti á Spáni árum saman. Hann rekur ferðaskrifstofuna Costa blanca. Bjarni sér um fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar. Í mótinu voru að þessu sinni 52 þátttakendur. „Fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar hefur mótast af óskum þátttakenda undanfarin 7 ár sem endurspeglast af golfi, keppni, skemmtun og fjöri ásamt einstakri upplifun. Öllum er frjáls þátttaka eða bæði byrjendum í golfi svo og lengra komnum en samsetning þessarar ferðar hefur mælst vel fyrir undanfarin ár. Myndast hefur hefð fyrir því að makar og fjölskyldur golfaranna sem ekki eru í golfi hafa slegist með í för og verið þátttakendur í þessum ferðum og tekið þátt í allri dagskrá á kvöldin með hópnum samfara því að njóta sólarinnar og strandarinnar og annað það sem svæðið hefur upp á að bjóða á daginn,“ segir Bjarni. Anna Björk segir að sem skemmtana- og veislustjóri reyni hún að sjá til þess að allir njóti sín sem best. „Mér finnst mikilvægt að ná hópnum saman og að fólki finnist eðlilegt að setjast á hvaða borð sem er í salnum, allsstaðar séu kunningjar úr mótinu. Ég er svolítið í því að fíflast með hópinn á kvöldin, „verðlauna“ fyrir ýmislegt annað en golfið sjálft og reyni að hafa makana með í þessu öllu. Eins og ég nefndi áðan þá erum við með ýmis þemu, búningakvöld og auðvitað flott lokahóf. Ég vil heyra hlátrasköll og sjá bros milli eyrna, þá er ég lukkuleg.“Ánægðir á teig á Las Colinas. Þeir Kristinn Franz Eiríksson og Jón Þórðarson gera sig tilbúna en Atli Geir Grétarsson mundar „dræverinn“. Las Colinas er sagður meðal allra flottustu golfvalla í Evrópu og tvímælalaust sá glæsilegasti sem blaðamaður Vísis hefur prófað. Golfbílarnir eru tölvustýrðir, með yfirlitsmyndum á skjá í bílnum og ef menn fóru af braut, þá einfaldlega stöðvuðust bílarnir.visir/jakobÖllu til tjaldaðOg það er óhætt að segja að það hafi verið létt yfir mannskapnum. Þeir sem tóku þátt gistu margir á fjögurra stjörnu íþróttahótelinu Campoamor, en þar við er golfvöllur og þar fór fram Texas Scramble-mót til upphitunar fyrir mótið. En, einnig tóku þátt Íslendingar sem ýmist eiga hús á þessu svæði eða leigja slíkt. Mótið sjálft fór svo fram á fjórum völlum, hverjum öðrum skemmtilegri: Las Ramblas, Las Colinas, Roda Golf og Villamartin, en þessir vellir eru allir á svæðinu. Um var að ræða parakeppni, tveir í liði og fyrirkomulagið svokallaður „Betri bolti“ – þá gilti betra skor hvors liðsmanns um sig eftir mismunandi holum. Þó léttleikinn væri í fyrirrúmi kom það blaðamanni á óvart hversu hörð keppnin var. Og öllu var til tjaldað. Aðalsteinn Örnólfsson, alþjóðlegur dómari, hélt utan um mótshaldið og gerði það af mikilli röggsemi, hann sá um að ræsa hollin út og fara yfir reglurnar. Ívar átti athygli hópsins óskipta en hann hélt fyrirlestur og var með golfkennslu á æfingarsvæði Campoamor-golfvallarins.visir/jakobHinn goðsagnakenndi Ívar Hauksson Ívar Hauksson, golfari og PGA-kennari með meiru, hefur undanfarin ár fengist við golfkennslu á Spáni. Hann unir hag sínum vel, hefur komið sér vel fyrir ásamt börnum og buru og segist ekki ætla að koma aftur til Íslands nema í kistu. Ívar, sem varð fimmtugur á dögunum, þykir frábær golfkennari og hefur meðal annars haft umsjá með golfþjálfun hollenska landsliðsins í golfi. Íslendingar leita mikið til hans og bera honum vel söguna. Það má heita til marks um góðan árangur kennslu hans að annar sigurvegaranna í mótinu, Anton Kristinn, hefur ekki spilað golf í mörg ár, en hefur verið í stífri einkaþjálfun hjá Ívari og er nú orðinn verulega góður.Ívar er goðsögn meðal Íslendinga sem spila golf á Spáni og notið hafa leiðsagnar hans. Annar sigurvegari mótsins, Anton Kristinn Þórarinsson, hefur einmitt sótt einkatíma til Ívars.visir/jakobÍvar fékk ungur áhuga á golfi og hefur unnið frækna sigra á golfvellinum. Og er enn að keppa. Ívar og segir blaðamanni þá sögu að afi hans hafi búið við golfvöll. Þegar Ívar var níu ára gamall var hann að flækjast í geymslu gamla mannsins og ekki vildi betur til en svo að golfsettið hrundi í andlit drengisins sem fékk skurð á ennið, og ber þess enn merki. Áhugi hans á golfi minnkaði ekki við það og afinn sagaði niður eina kylfu, níu, svo hentaði stærð Ívars litla. Þá óf hann einangrunarbandi um enda kylfunnar, sem grip, afi átti einnig smergil, slípaði steinvölur í hentugar stærðir og svo stóð Ívar litli á heitavatnsstokki og sló grjót í gríð og erg. Tímunum saman. Ívar var með fyrirlestur og sýnikennslu fyrir allan hópinn og átti athygli hans óskipta.Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari í forgrunni en hann hreppti þriðja sætið, öllum hnútum kunnugur.visir/jakobGolfsýkislausir makar með Anna Björk var ánægð með hvernig til tókst að þessu sinni. „Þetta mót er svolítið sérstakt að því leyti að sama fólkið mætir ár eftir ár. Oftar en ekki hittist þetta fólk aldrei þess á milli og eru því miklir fagnaðarfundir í upphafi ferðar. Á þessu svæði sem mótið er haldið er næg dægrastytting og margir taka golfsýkislausa maka og börn með. Á kvöldin sameinast hinsvegar allir svo góður vinskapur hefur einnig myndast hjá betri helmingunum og gríslingunum. Á kvöldin eru ýmsir veitingastaðir heimsóttir, það getur verið spænskt þema einn daginn og indverskt þann næsta. Einnig er komin hefð fyrir búningakvöldi, í ár mættu allir með hárkollur eða önnur skemmtileg höfuðföt og óhætt er að segja að hópurinn hafi vakið mikla athygli það kvöldið.“ Óhætt er að segja að sérstök stemmning myndist þegar hópurinn kemur saman að kvöldi og fer yfir stöðu mála – og rætt er í þaula þetta sameiginlega áhugamál sem er golfið. Furðu mörg tilbrigði eru til á sömu frásögninni sem gengur einfaldlega út á að lýsa þeirri einstöku tilfinningu sem fylgir velheppnuðu golfhöggi.Svona ferð er toppurinn Eins og áður sagði getur reynst erfitt að stunda golf á Íslandi, vegna veðurs. Anna Björk segir það öllu skipta að komast utan til að stunda sportið. „Ég verð vonandi með á næsta ári, ég er strax farin að hlakka til og ætla auðvitað ekki á æfingasvæðið áður en mótið hefst, tek ekki sénsinn á því,“ segir Anna sem hóf að spila golf fyrir um tíu árum. „Ég fór reyndar mjög rólega af stað og fór bara örfáum sinnum á sumri í golf en fékk þó fljótt bakteríuna. Ég hef reyndar misst út heilu og hálfu sumrin vegna allskyns meiðsla og aðgerða (já ég er hrakfallabálkur af bestu gerð). En það stoppar mig ekkert, ég mun stunda þessa íþrótt af eins miklu kappi og líkaminn leyfir mér á meðan ég dreg andann. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, útiveran, keppnin við sjálfa mig og aðra og félagsskapurinn, þetta er svo gefandi allt saman!“ Anna lætur sig hafa það að spila golf á Íslandi þó hún sé kuldaskræfa, að sögn. „En, að fara í svona ferð eins og þessa er auðvitað toppurinn, vera á fallegum völlum í ermalausum bol og stuttbuxum í yfir 20 gráðu hita, maður er einhvern veginn miklu mýkri í sveiflunni, bæði vegna hitans og auðvitað vegna þess að maður er ekki dúðaður í skíðanærföt, kuldagalla og með hitapoka í vösunum! Félagsskapurinn er auðvitað efni í aðra grein, þessi ár hef ég kynnst aragrúa eðalmenna og kvenna og átt margar af bestu stundum lífs míns. Það er bara þannig.“KAMPAKÁTIR SIGURVEGARAR. Kjartan Bergur Jónsson og Anton Kristinn Þórarinsson, fyrir miðju, eru meistarar frá því í fyrra. Þeir voru sigurvissir þó liðið sem varð í öðru sæti, Andri Sigurðsson og Einar Viðarsson Kjerúlf, hafi náð að ógna þeim – en allt kom fyrir ekki Kjartan og Anton unnu öruggan sigur.visir/jakobTvöfaldir sigurvegarar Ekki verður svo skilið við þetta mót að ónefndir séu sigurvegararnir. Keppnin var merkilega hörð. Eftir fyrsta keppnisdag voru þeir Andri Sigurðsson og Einar Viðarsson Kjerúlf efstir, en þeir voru ekki lengi í Paradís. Á hæla þeirra komu þeir Kjartan Bergur Jónsson og Anton Kristinn Þórarinsson. Þeir eru meistarar frá í fyrra og gáfu aldrei eftir, voru með yfir 40 stig eftir alla keppnisdagana fjóra og sigruðu örugglega. Andri og Einar voru í öðru sæti. Þegar blaðamaður tók á móti þeim við 18. holu á Villamartin, en efstu hollin voru ræst síðust út á lokadegi mótsins, var Kjartan Bergur kokhraustur og sagði að þeim Andra og Einari hafi verið snýtt, eins og hann orðaði það. Grjótharðir í þriðja sæti voru svo félagarnir Ágúst Friðleifsson húsasmíðameistari og Leifur Kristjánsson pípulagningamaður. Þeir hafa oft keppt saman áður í Costa Blanca Open, en Ágúst á raðhús í námunda við Campoamor-völlinn og þekkir þarna hverja þúfu. Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að iðka íþróttina. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum golfvöllum á Alicante-svæðinu. Mótið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og blaðamaður Vísis fór alla leið til Spánar til að kynna sér málið. Árlega, ekki síst á vorin og svo á haustin, streyma þúsundir Íslendinga til heitari landa til að spila golf – enda golftímabilið á Íslandi knappt. Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri hjá Golfsambandi Íslands segir erfitt að átta sig á því hversu margir, sambandið hefur ekki tekið saman tölfræðilegar upplýsingar um þetta, en bæði er mikið um skipulagðar golfferðir á vegum ýmissa ferðaskrifstofa og þá fara margir utan á eigin vegum. Þeir skipta þúsundum, golfarar sem fara utan til að spila, að sögn Harðar. Og virðist ferðagleði íslenskra golfara færast í aukana með ári hverju.KÁTIR Í SÓLINNI. Bjarni Sigurðsson er prímusmótor og heldur vel utan um mótið, ferðir og gistingu. Öllu er til tjaldað og er sérlegur alþjóðlegur dómari fenginn til að allt fari eftir settum reglum: Aðalsteinn Örnólfsson.visir/jakobFyrir sjö árum fengu þeir félagar Bjarni Sigurðsson og Ívar Hauksson, sem þá störfuðu að ferðamálum og fasteignaviðskiptum á Spáni, hugmynd – þá að efna til golfmóts á Costa Blanca, sem er á Alicante-svæðinu, sérstaklega ætlað Íslendingum. Þetta reyndist góð hugmynd og hefur mótið vaxið að umfangi og þátttakendafjölda ár frá ári. Mótið í ár var haldið 21. til 28. apríl. Blaðamanni bauðst að taka þátt og skoða málið, og þá var ekki um neitt annað að ræða en koma sér á staðinn og forvitnast um þetta fyrirbæri, sem reyndist svo glæpsamlega gott að erfitt verður að segja pass að ári.Einhenta Anna skemmtanastjóriUm Costa Blanca Open hefur myndast goðsagnakenndur blær; landþekktir menn hafa tekið þátt í gegnum tíðina svo sem tónlistarmennirnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, handboltakappinn Valdimar Grímsson svo einhverjir séu nefndir, auk Önnu Bjarkar Birgisdóttur – sem að þessu sinni stjórnaði skemmtidagskrá í tengslum við mótshaldið af miklu öryggi. Sjálf er Anna Björk forfallinn golfari og hafði talið dagana þar til mótið hæfist, en varð fyrir því óláni að slasa sig skömmu áður en til kastanna kom. Mikil vonbrigði.Anna Björk skemmtanastjóri neyddist til að sleppa golfinu, sem voru henni mikil vonbrigði.visir/jakob„Ég var á leið á æfingasvæðið á fyrsta degi ferðar, og ætlaði að slá úr fötu og leita að sveiflunni eftir vetrardvalann. Ekki vildi betur til en svo að ég flæktist í pokastandinum, sem er orðinn skakkur, og pokinn bókstaflega felldi mig! Ég lá marflöt og lenti illa á vinstri hendi og síðu. Hef því verið „einhent“ síðan og held reyndar að ég hafi brákað eitt rifbein líka. En þetta grær allt að lokum,“ segir Anna Björk: „Já, að sjálfsögðu var þetta svekkelsi, ég beið spennt eftir ferðinni í allan vetur og hlakkaði mikið til að hefja golftímabilið. En svona er þetta bara, ég gladdist yfir góða veðrinu í staðinn og hékk á golfvöllunum með ykkur þó ég gæti ekki spilað. En ég viðurkenni alveg að ég þráði að taka upp kylfurnar og heyra langþráð „ping“ og „dong“ og öll þessi frábæru hljóð sem fylgja vel hittnum knöttum.“ HLUTI HÓPSINS. Menn að gera sig klára í slaginn, og til alls líklegir og bíða þess að að rúta komi til að ferja mannskapinn á mótsstað, á torginu fyrir utan glæsihótelið Campoamor á Spáni.visir/jakobMótshaldið hefur þróast með tímanumPrímusmótor í allri skipulagningu; ferðum, gistingu og utanumhaldi er Bjarni Sigurðsson, sem hefur starfað við ferðamál og fasteignaviðskipti á Spáni árum saman. Hann rekur ferðaskrifstofuna Costa blanca. Bjarni sér um fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar. Í mótinu voru að þessu sinni 52 þátttakendur. „Fyrirkomulag og skipulag ferðarinnar hefur mótast af óskum þátttakenda undanfarin 7 ár sem endurspeglast af golfi, keppni, skemmtun og fjöri ásamt einstakri upplifun. Öllum er frjáls þátttaka eða bæði byrjendum í golfi svo og lengra komnum en samsetning þessarar ferðar hefur mælst vel fyrir undanfarin ár. Myndast hefur hefð fyrir því að makar og fjölskyldur golfaranna sem ekki eru í golfi hafa slegist með í för og verið þátttakendur í þessum ferðum og tekið þátt í allri dagskrá á kvöldin með hópnum samfara því að njóta sólarinnar og strandarinnar og annað það sem svæðið hefur upp á að bjóða á daginn,“ segir Bjarni. Anna Björk segir að sem skemmtana- og veislustjóri reyni hún að sjá til þess að allir njóti sín sem best. „Mér finnst mikilvægt að ná hópnum saman og að fólki finnist eðlilegt að setjast á hvaða borð sem er í salnum, allsstaðar séu kunningjar úr mótinu. Ég er svolítið í því að fíflast með hópinn á kvöldin, „verðlauna“ fyrir ýmislegt annað en golfið sjálft og reyni að hafa makana með í þessu öllu. Eins og ég nefndi áðan þá erum við með ýmis þemu, búningakvöld og auðvitað flott lokahóf. Ég vil heyra hlátrasköll og sjá bros milli eyrna, þá er ég lukkuleg.“Ánægðir á teig á Las Colinas. Þeir Kristinn Franz Eiríksson og Jón Þórðarson gera sig tilbúna en Atli Geir Grétarsson mundar „dræverinn“. Las Colinas er sagður meðal allra flottustu golfvalla í Evrópu og tvímælalaust sá glæsilegasti sem blaðamaður Vísis hefur prófað. Golfbílarnir eru tölvustýrðir, með yfirlitsmyndum á skjá í bílnum og ef menn fóru af braut, þá einfaldlega stöðvuðust bílarnir.visir/jakobÖllu til tjaldaðOg það er óhætt að segja að það hafi verið létt yfir mannskapnum. Þeir sem tóku þátt gistu margir á fjögurra stjörnu íþróttahótelinu Campoamor, en þar við er golfvöllur og þar fór fram Texas Scramble-mót til upphitunar fyrir mótið. En, einnig tóku þátt Íslendingar sem ýmist eiga hús á þessu svæði eða leigja slíkt. Mótið sjálft fór svo fram á fjórum völlum, hverjum öðrum skemmtilegri: Las Ramblas, Las Colinas, Roda Golf og Villamartin, en þessir vellir eru allir á svæðinu. Um var að ræða parakeppni, tveir í liði og fyrirkomulagið svokallaður „Betri bolti“ – þá gilti betra skor hvors liðsmanns um sig eftir mismunandi holum. Þó léttleikinn væri í fyrirrúmi kom það blaðamanni á óvart hversu hörð keppnin var. Og öllu var til tjaldað. Aðalsteinn Örnólfsson, alþjóðlegur dómari, hélt utan um mótshaldið og gerði það af mikilli röggsemi, hann sá um að ræsa hollin út og fara yfir reglurnar. Ívar átti athygli hópsins óskipta en hann hélt fyrirlestur og var með golfkennslu á æfingarsvæði Campoamor-golfvallarins.visir/jakobHinn goðsagnakenndi Ívar Hauksson Ívar Hauksson, golfari og PGA-kennari með meiru, hefur undanfarin ár fengist við golfkennslu á Spáni. Hann unir hag sínum vel, hefur komið sér vel fyrir ásamt börnum og buru og segist ekki ætla að koma aftur til Íslands nema í kistu. Ívar, sem varð fimmtugur á dögunum, þykir frábær golfkennari og hefur meðal annars haft umsjá með golfþjálfun hollenska landsliðsins í golfi. Íslendingar leita mikið til hans og bera honum vel söguna. Það má heita til marks um góðan árangur kennslu hans að annar sigurvegaranna í mótinu, Anton Kristinn, hefur ekki spilað golf í mörg ár, en hefur verið í stífri einkaþjálfun hjá Ívari og er nú orðinn verulega góður.Ívar er goðsögn meðal Íslendinga sem spila golf á Spáni og notið hafa leiðsagnar hans. Annar sigurvegari mótsins, Anton Kristinn Þórarinsson, hefur einmitt sótt einkatíma til Ívars.visir/jakobÍvar fékk ungur áhuga á golfi og hefur unnið frækna sigra á golfvellinum. Og er enn að keppa. Ívar og segir blaðamanni þá sögu að afi hans hafi búið við golfvöll. Þegar Ívar var níu ára gamall var hann að flækjast í geymslu gamla mannsins og ekki vildi betur til en svo að golfsettið hrundi í andlit drengisins sem fékk skurð á ennið, og ber þess enn merki. Áhugi hans á golfi minnkaði ekki við það og afinn sagaði niður eina kylfu, níu, svo hentaði stærð Ívars litla. Þá óf hann einangrunarbandi um enda kylfunnar, sem grip, afi átti einnig smergil, slípaði steinvölur í hentugar stærðir og svo stóð Ívar litli á heitavatnsstokki og sló grjót í gríð og erg. Tímunum saman. Ívar var með fyrirlestur og sýnikennslu fyrir allan hópinn og átti athygli hans óskipta.Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari í forgrunni en hann hreppti þriðja sætið, öllum hnútum kunnugur.visir/jakobGolfsýkislausir makar með Anna Björk var ánægð með hvernig til tókst að þessu sinni. „Þetta mót er svolítið sérstakt að því leyti að sama fólkið mætir ár eftir ár. Oftar en ekki hittist þetta fólk aldrei þess á milli og eru því miklir fagnaðarfundir í upphafi ferðar. Á þessu svæði sem mótið er haldið er næg dægrastytting og margir taka golfsýkislausa maka og börn með. Á kvöldin sameinast hinsvegar allir svo góður vinskapur hefur einnig myndast hjá betri helmingunum og gríslingunum. Á kvöldin eru ýmsir veitingastaðir heimsóttir, það getur verið spænskt þema einn daginn og indverskt þann næsta. Einnig er komin hefð fyrir búningakvöldi, í ár mættu allir með hárkollur eða önnur skemmtileg höfuðföt og óhætt er að segja að hópurinn hafi vakið mikla athygli það kvöldið.“ Óhætt er að segja að sérstök stemmning myndist þegar hópurinn kemur saman að kvöldi og fer yfir stöðu mála – og rætt er í þaula þetta sameiginlega áhugamál sem er golfið. Furðu mörg tilbrigði eru til á sömu frásögninni sem gengur einfaldlega út á að lýsa þeirri einstöku tilfinningu sem fylgir velheppnuðu golfhöggi.Svona ferð er toppurinn Eins og áður sagði getur reynst erfitt að stunda golf á Íslandi, vegna veðurs. Anna Björk segir það öllu skipta að komast utan til að stunda sportið. „Ég verð vonandi með á næsta ári, ég er strax farin að hlakka til og ætla auðvitað ekki á æfingasvæðið áður en mótið hefst, tek ekki sénsinn á því,“ segir Anna sem hóf að spila golf fyrir um tíu árum. „Ég fór reyndar mjög rólega af stað og fór bara örfáum sinnum á sumri í golf en fékk þó fljótt bakteríuna. Ég hef reyndar misst út heilu og hálfu sumrin vegna allskyns meiðsla og aðgerða (já ég er hrakfallabálkur af bestu gerð). En það stoppar mig ekkert, ég mun stunda þessa íþrótt af eins miklu kappi og líkaminn leyfir mér á meðan ég dreg andann. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, útiveran, keppnin við sjálfa mig og aðra og félagsskapurinn, þetta er svo gefandi allt saman!“ Anna lætur sig hafa það að spila golf á Íslandi þó hún sé kuldaskræfa, að sögn. „En, að fara í svona ferð eins og þessa er auðvitað toppurinn, vera á fallegum völlum í ermalausum bol og stuttbuxum í yfir 20 gráðu hita, maður er einhvern veginn miklu mýkri í sveiflunni, bæði vegna hitans og auðvitað vegna þess að maður er ekki dúðaður í skíðanærföt, kuldagalla og með hitapoka í vösunum! Félagsskapurinn er auðvitað efni í aðra grein, þessi ár hef ég kynnst aragrúa eðalmenna og kvenna og átt margar af bestu stundum lífs míns. Það er bara þannig.“KAMPAKÁTIR SIGURVEGARAR. Kjartan Bergur Jónsson og Anton Kristinn Þórarinsson, fyrir miðju, eru meistarar frá því í fyrra. Þeir voru sigurvissir þó liðið sem varð í öðru sæti, Andri Sigurðsson og Einar Viðarsson Kjerúlf, hafi náð að ógna þeim – en allt kom fyrir ekki Kjartan og Anton unnu öruggan sigur.visir/jakobTvöfaldir sigurvegarar Ekki verður svo skilið við þetta mót að ónefndir séu sigurvegararnir. Keppnin var merkilega hörð. Eftir fyrsta keppnisdag voru þeir Andri Sigurðsson og Einar Viðarsson Kjerúlf efstir, en þeir voru ekki lengi í Paradís. Á hæla þeirra komu þeir Kjartan Bergur Jónsson og Anton Kristinn Þórarinsson. Þeir eru meistarar frá í fyrra og gáfu aldrei eftir, voru með yfir 40 stig eftir alla keppnisdagana fjóra og sigruðu örugglega. Andri og Einar voru í öðru sæti. Þegar blaðamaður tók á móti þeim við 18. holu á Villamartin, en efstu hollin voru ræst síðust út á lokadegi mótsins, var Kjartan Bergur kokhraustur og sagði að þeim Andra og Einari hafi verið snýtt, eins og hann orðaði það. Grjótharðir í þriðja sæti voru svo félagarnir Ágúst Friðleifsson húsasmíðameistari og Leifur Kristjánsson pípulagningamaður. Þeir hafa oft keppt saman áður í Costa Blanca Open, en Ágúst á raðhús í námunda við Campoamor-völlinn og þekkir þarna hverja þúfu.
Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira