Enski boltinn

Stjörnubanarnir í Inter brutu reglur UEFA | Eitt af sjö félögum sem UEFA refsar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Inter vann á Laugardalsvellinum í ágúst 2014.
Inter vann á Laugardalsvellinum í ágúst 2014. Vísir/Andri Marinó
Ítölsku félögin Roma og Internazionale Milan eru meðal þeirra sjö félaga sem UEFA hefur dæmt sek um að eyða umfram tekjur og þurfa fyrir vikið að sæta refsingum frá evrópska knattspyrnusambandinu.

Félögin sjö eru Besiktas frá Tyrklandi, Krasnodar og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi, Mónakó frá Frakklandi, Roma og Internazionale Milan frá Ítalíu og Sporting Lissabon frá Portúgal.

Refsingin er meðal annars sú að þau mega aðeins tilkynna inn 22 leikmenn í hópa sína í Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð. Internazionale má reyndar aðeins nota 21 leikmenn en það er ekki öruggt að Mílanó-liðið komist í Evrópukeppnina á næsta tímabili.

Öll félögin nema Sporting Lissabon mun líka búa við takmarkanir á því hversu marga nýja leikmenn þau mega fá til sín auk þess að borga sektir til UEFA.  

Internazionale Milan sló einmitt Íslandsmeistara Stjörnunnar út úr forkeppni Evrópudeildar UEFA síðasta haust.

CSKA Sofia, Kardemir Karabukspor og Rostov brutu öll líka af sér en fengu vægari refsingu.

Það er hægt að sjá lista yfir allan úrskurð UEFA með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×