Verkfallið þegar farið að valda skaða að mati heilbrigðisráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. maí 2015 20:46 Heilbrigðisráðherra segir verkfallsaðgerðir BHM þegar farnar að valda skaða. Ekki komi þó til greina að setja lög á verkfallið. Á þeim mánuði sem að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hefur staðið yfir hefur vandinn farið vaxandi. Sjúklingar finna í sífellt meira mæli fyrir áhrifum verkfallsins. Verkfall geislafræðinga, lífendafræðinga og náttúrufræðinga á spítalanum hefur haft hvað mest áhrif á krabbameinsdeildina. Læknar hafa sent fjölmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu til að gera. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hundrað sjúklingum hafi verið neitað um að komast í myndgreiningarrannsóknir af undanþágunefnd geislafræðinga eða einum þriðja af þeim beiðnum sem hafa borist. „Framkvæmdin á verkfallinu gengur svona í öllum meginatriðum ágætlega að sögn Landspítalans nema vegna samstarfs við undanþágunefnd eins félags og hún virðist vinna með einhverjum allt öðrum hætti heldur en aðrar undanþágunefndir því miður. Það er bara sárt til þess að vita að við getum ekki við framkvæmd svona erfiðs verkfalls búið svo um hnútana að okkar veikasta fólk fái þá umönnun sem að allir Íslendingar vilja veita því,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir ljóst að verkfallið mun hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Þetta er þegar farið að valda skaða og það er mjög miður,“ segir Kristján Þór. Hann segir ekki koma til greina að setja lög á verkfallið. „Ég tel að það þurfi ekki lagasetningu til að greiða úr svona mannúðarmáli,“ segir Kristján Þór. Ráðherrann segir lækna ekki sækja um undanþágur nema nauðsyn beri til. „Læknar gera það ekkert nema í algjörum undantekningar tilfellum því að þeir virða að sjálfsögðu rétt stéttarfélags til að vera í verkfalli en ég taldi að það væri sameiginlegur skilningur okkar á því bara hér í íslensku þjóðfélagi að reyna að gera þetta með sem léttbærustum hætti fyrir þá sem þyngstar byrðarnar bera,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir verkfallsaðgerðir BHM þegar farnar að valda skaða. Ekki komi þó til greina að setja lög á verkfallið. Á þeim mánuði sem að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna hefur staðið yfir hefur vandinn farið vaxandi. Sjúklingar finna í sífellt meira mæli fyrir áhrifum verkfallsins. Verkfall geislafræðinga, lífendafræðinga og náttúrufræðinga á spítalanum hefur haft hvað mest áhrif á krabbameinsdeildina. Læknar hafa sent fjölmargar beiðnir um undanþágur frá verkfallinu til að gera. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hundrað sjúklingum hafi verið neitað um að komast í myndgreiningarrannsóknir af undanþágunefnd geislafræðinga eða einum þriðja af þeim beiðnum sem hafa borist. „Framkvæmdin á verkfallinu gengur svona í öllum meginatriðum ágætlega að sögn Landspítalans nema vegna samstarfs við undanþágunefnd eins félags og hún virðist vinna með einhverjum allt öðrum hætti heldur en aðrar undanþágunefndir því miður. Það er bara sárt til þess að vita að við getum ekki við framkvæmd svona erfiðs verkfalls búið svo um hnútana að okkar veikasta fólk fái þá umönnun sem að allir Íslendingar vilja veita því,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir ljóst að verkfallið mun hafa áhrif á heilsufar þjóðarinnar til lengri tíma litið. „Þetta er þegar farið að valda skaða og það er mjög miður,“ segir Kristján Þór. Hann segir ekki koma til greina að setja lög á verkfallið. „Ég tel að það þurfi ekki lagasetningu til að greiða úr svona mannúðarmáli,“ segir Kristján Þór. Ráðherrann segir lækna ekki sækja um undanþágur nema nauðsyn beri til. „Læknar gera það ekkert nema í algjörum undantekningar tilfellum því að þeir virða að sjálfsögðu rétt stéttarfélags til að vera í verkfalli en ég taldi að það væri sameiginlegur skilningur okkar á því bara hér í íslensku þjóðfélagi að reyna að gera þetta með sem léttbærustum hætti fyrir þá sem þyngstar byrðarnar bera,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira