Jerry Kelly og Kevin Na leiða eftir 36 holur á TPC Sawgrass 9. maí 2015 09:41 Kevin Na á öðrum hring í gær. Getty Bandaríkjamennirnir Jerry Kelly og Kevin Na leiða þegar Players meistaramótið á TPC Sawgrass vellinum er hálfnað en þeir hafa leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Fjórir kylfingar deila þriðja sætinu á sex höggum undir pari en Rickie Fowler er meðal þeirra eftir tvo hringi upp á 69 högg. Mörg þekkt nöfn eru í toppbaráttunni en þar má nefna Ian Poulter, Jim Furyk og Rory McIlroy sem eru allir á fjórum höggum undir pari. Þá eru þeir Henrik Stenson, Adam Scott, Sergio Garcia, Bubba Watson og Martin Kaymer á þremur höggum undir pari, fimm höggum frá efstu mönnum.Tiger Woods náði niðurskurðinum og er á sléttu pari en hann lék gott golf í gær og hefði hæglega getað skorað betur ef heppnin hefði verið með honum á flötunum. Hann þarf þó að eiga mjög góðan hring í dag ef hann ætlar að blanda sér í baráttu efstu manna. Þá voru nokkur stór nöfn sem náðu ekki niðurskurðinum en meðal þeirra voru Jordan Spieth, Phil Mickelson, Justin Rose og fyrrum besti kylfingur heims, Luke Donald, sem er meðal neðstu manna á níu höggum yfir pari en hann hefur verið í mikilli lægð á keppnistímabilinu. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á golfstöðinni frá 17:00 í kvöld. Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Jerry Kelly og Kevin Na leiða þegar Players meistaramótið á TPC Sawgrass vellinum er hálfnað en þeir hafa leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Fjórir kylfingar deila þriðja sætinu á sex höggum undir pari en Rickie Fowler er meðal þeirra eftir tvo hringi upp á 69 högg. Mörg þekkt nöfn eru í toppbaráttunni en þar má nefna Ian Poulter, Jim Furyk og Rory McIlroy sem eru allir á fjórum höggum undir pari. Þá eru þeir Henrik Stenson, Adam Scott, Sergio Garcia, Bubba Watson og Martin Kaymer á þremur höggum undir pari, fimm höggum frá efstu mönnum.Tiger Woods náði niðurskurðinum og er á sléttu pari en hann lék gott golf í gær og hefði hæglega getað skorað betur ef heppnin hefði verið með honum á flötunum. Hann þarf þó að eiga mjög góðan hring í dag ef hann ætlar að blanda sér í baráttu efstu manna. Þá voru nokkur stór nöfn sem náðu ekki niðurskurðinum en meðal þeirra voru Jordan Spieth, Phil Mickelson, Justin Rose og fyrrum besti kylfingur heims, Luke Donald, sem er meðal neðstu manna á níu höggum yfir pari en hann hefur verið í mikilli lægð á keppnistímabilinu. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á golfstöðinni frá 17:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira