Fótbolti

Margrét Lára á skotskónum í sigri tileinkuðum Guðnýju Björk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Margrét Lára á æfingu með landsliðinu.
Margrét Lára á æfingu með landsliðinu. vísir/stefán
Kristianstad vann stórsigur á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu 5-0, en Kristianstad tileinkaði sigurinn Guðnýju Björk Óðinsdóttur sem hætti á dögunum knattspyrnuiðkun.

Guðný Björk tilkynnti á dögunum að hún væri hætt vegna þrálátra meiðsla og Kristianstad gerði sér lítið fyrir og skellti AIK í tilefni þess, í leik sem var tileinkaður Guðnýju.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad, en staðan var 5-0 í hálfleik. Margrét Lára spilaði 47. mínútur, en Elísa Viðarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spiluðu allan leikinn fyrir Kristianstad.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad, en þær eru með níu stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×