Innlent

Umfjöllun um aðkomu Hönnu Birnu að Lekamálinu lokið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hanna Birna hefur tekið sæti á Alþingi að nýjau eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða hlé frá þingstörfum.
Hanna Birna hefur tekið sæti á Alþingi að nýjau eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða hlé frá þingstörfum. Vísir/Vilhelm
Meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að umfjöllun um þátt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í Lekamálinu hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis.

Vigdís Hauksdóttir greindi frá niðurstöðu nefndarinnar á Facebook.Vísir/Daníel
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykktu þetta á fundi nefndarinnar í dag, að því er Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokks, greinir frá á Facebook. 



Í áliti meirihluta nefndarinnar segir meðal annars: „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrum aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi.“

Gísli Freyr var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir lekann. Hanna Birna segist ekki hafa vitað að Gísli hafi verið sá sem lak gögnunum.Vísir/GVA
Í áliti umboðsmanns er komist að þeirri niðurstöðu að Hanna Birna hafi gengið of langt í samskiptum sínum við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 



Taldi umboðsmaður að samskipti Hönnu Birnu við Stefán hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar.



Hanna Birna sagði af sér sem ráðherra eftir að fyrrverandi aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, var dæmdur í héraðsdómi fyrir að leka trúnaðarupplýsingum úr ráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×