Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - KA 1-0 | Breiðablik Lengjubikarmeistari í annað sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2015 19:30 Arnór Sveinn lyftir bikarnum. Vísir/andri marinó Breiðablik varð Lengjubikarmeistari í fótbolta karla í annað sinn í sögu félagsins eftir sigur á KA, 1-0, í úrslitaleik sem fram fór í Kórnum í dag. Breiðablik byrjaði frábærlega og var komið yfir eftir tæpar sex mínútur, en markið var virkilega laglegt. Oliver Sigurjónsson fékk boltann á miðjum vallarhelmingi KA og vippaði honum skemmtilega, utanfótar, yfir vörn norðanmanna. Ellert Hreinsson fékk boltann í vítateignum, hafði betur í baráttunni við Hrannar Björn Steingrímsson sem reyndi að komast í milli, og skoraði af stuttu færi framhjá Srdjan Rajkovic. Blikar voru miklu betri aðilinn fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks og voru klaufar að bæta ekki við marki. Arnþór Ari Atlason skaut yfir af fimm metra færi eftir glæsilega fyrirgjöf Kristins Jónssonar sem kom upp úr flottu spili Breiðabliks. Blikarnir áttu fullt af flottum spilköflum þar sem þeir notuðu vængina vel og pressuðu stíft á KA-liðið með flottum fyrirgjöfum. Fyrri hálfleikurinn var meira og minna í eign Kópavogsliðsins en því tókst ekki að bæta við marki í fyrri hálfleik. KA-menn komust aðeins betur í takt við leikinn síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks og mættu af krafti í þann síðari. Samt sem áður var það Breiðablik sem fékk enn eitt færið. Kristinn Jónsson, sem var frábær í leiknum eins og hann hefur verið allt undirbúningstímabilið, átti að skora á 53. mínútu þegar skalli hans úr markteignum var varinn meistaralega af Srjdan Rajkovic. Davíð Kristján Ólafsson lagði upp það færi eins og fleiri í leiknum, en hann og Höskuldur Gunnlaugsson, þessir ungu vængmenn Breiðabliks, gerðu bakvörðum KA lífið leitt í leiknum. Davíð og Höskuldur fá mun stærra hlutverk í sumar, en þeir hafa spilað nær alla leiki á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa tekið miklum framförum og ekki sakar fyrir þá að vera með bakvarðaparið Arnór Svein Aðalsteinsson og Kristinn Jónsson fyrir aftan sig. Höskuldur gerði sig nokkrum sinnum líklegan til að skora í leiknum, en hann hefði getað komið Breiðabliki í 2-0 þegar skalli hans small í stönginni á 66. mínútu. Að sjálfsögðu var það Kristinn sem lagði upp það færi. Blikar tóku lífinu með ró síðustu 25 mínútur leiksins. Þeir héldu boltanum vel, spiluðu agaðan sóknarleik og vörðust frekar máttlitlum sóknarlotum KA-manna auðveldlega. Lokatölur, 1-0, og Breiðablik búið að vinna tvo titla á undirbúningstímabilinu undir stjórn Arnars Grétarssonar; Fótbolta.net-mótið og Lengjubikarinn. Það var svo Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, sem lyfti Lengjubikarnum og tók við 250.000 króna ávísun sem Blikar fengu í sigurlaun.Arnar: Þetta er ekki bara vorbragur á Blikum "Ég get ekki kvartað yfir einu eða neinu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi aðspurður um undirbúningstímabilið hjá liðinu, en það er nú búið að vinna tvo titla. "Eina sem ég get kvartað yfir í þessum leik er að menn nýta ekki færin sín. Að öðru leyti vorum við að spila alveg glimrandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Arnar. Blikar voru mun betri en KA-menn í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem liðið yfirspilaði norðanmenn. "KA hefur bara verið að tapa með einu marki gegn Pepsi-deildarliðunum, en við opnuðum þá trekk í trekk með flottri spilamennsku. Eðlilega gátu menn ekki haldið því uppi í 90 mínútur," sagði Arnar. "Ég var ánægður með að halda hreinu. Þeir voru ekki að opna okkur neitt en KA er hættulegt í föstum leikatriðum og er með sterka menn. Þeir reyndu langar sendingar inn í teiginn og vonuðust að boltinn dytti fyrir þá. Það gerðist nokkrum sinnum en þeim tókst ekki að skora." Arnar er bjartsýnn fyrir komandi tímabili og sér enga ástæðu fyrir því að Blikarnir eigi ekki að spila jafnvel í Pepsi-deildinni og á undirbúningsmótunum. "Ég er bara mjög ánægður með undirbúninginn og þessa tvo titla. Menn segja alltaf að það sé vorbragur á Blikum. Ég sé enga ástæðu þess að þetta eigi að hætta í sumar. Eini munurinn er að á flestum völlum er venjulegt gras. Þetta er bara í hausnum á mönnum," sagði Arnar sem virðist búinn að finna sitt byrjunarlið. "Menn sjá nú nokkurn veginn hvernig hlutirnir eru og svo erum við að koma ákveðnum mönnum í topp stand. Svo vonandi bætast einn eða tveir nýir í hópinn. Það er verið að vinna í því og vonandi fáum við góðar fréttir á næstu dögum," sagði Arnar Grétarsson.Kristinn: Stefnum á efstu þrjú sætin Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, var frábær í leiknum í dag og hefði átt að skora. Hann er ánægður með að vinna annan titil á undirbúningstímabilinu. "Þetta er eins og hver annar titill fyrir okkur. Við förum í alla leiki til að vinna og það sama gildir um öll mót. Við viljum stimpla það inn í menn að við viljum vinna bikara," sagði Kristinn við Vísi eftir leikinn. "Þetta gefur okkur byr undir báða vængi fyrir mótið sem við förum í fullir sjálfstrausts. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur fyrir fyrsta leik." Blikar voru miklu betri en KA-menn í leiknum og áttu að vinna stærra. "Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og líklega var hann sá besti sem við höfum spilað á undirbúningstímabilinu," sagði Kristinn. "Þetta datt niður í seinni hálfleik, en mér fannst þetta aldrei vera í hættu. Við fengum færi til að klára leikinn sem við gerðum ekki og það verðum við að laga." Undirbúningstímabilið hefur verið gott hjá Breiðabliki og þar á bæ fara menn fullir sjálfstrausts inn í Íslandsmótið. "Það sem skiptir mestu máli er að við höfum bætt okkur með hverjum leik. Þetta á bara eftir að vera betra og betra úr þessu," sagði Kristinn, en hvert stefna Blikarnir? "Það er raunhæft að stefna á topp þrjá og það ætlum við að gera."Atli Sveinn: Þorum að segja að við ætlum upp "Í heildina byrjuðum þeir betur og náðu að skora. Ég á eftir að skoða þetta betur en mér fannst þeir betri," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, miðvörður KA, við Vísi eftir leikinn. "Í fyrri hálfleik vorum við ekki að spila okkar besta leik. Þetta var skárra í seinni hálfleik en það var of seint." "Blikarnir náðu að spila sinn leik og þar með útiloka okkur frá því að spila okkar leik. Þess vegna gekk okkar sóknarleikur ekki upp. Við reyndum að hnoða inn jöfnunarmarki í lokin en það tókst ekki," sagði Atli Sveinn. KA fékk aðeins átta stig í sínum riðli en komst í útsláttarkeppnina þar sem þrjú lið drógu sig úr keppni. Norðamenn fengu því þrjá mótsleiki til viðbótar. "Það var frábært að keyra til Reykjavíkur eina ferðina enn. Þetta var meiriháttar og við stukkum fegins hendi á þessa leiki. Lokaniðurstaðan var þó ekki góð," sagði Atli. KA-liðið er virkilega vel mannað og það líklegasta til að fara upp í Pepsi-deildina í sumar. Það er líka stefnan hjá liðinu. "Það er engin pressa. Öll liðin ætla í alla leiki til að vinna og það ætlum við að gera. Munurinn er að núna þorum við að stíga fram og segja að við ætlum upp. Það er bara hræsni ef menn segja það ekki," sagði Atli Sveinn Þórarinssonvísir/andrivísir/andrivísir/andri Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Breiðablik varð Lengjubikarmeistari í fótbolta karla í annað sinn í sögu félagsins eftir sigur á KA, 1-0, í úrslitaleik sem fram fór í Kórnum í dag. Breiðablik byrjaði frábærlega og var komið yfir eftir tæpar sex mínútur, en markið var virkilega laglegt. Oliver Sigurjónsson fékk boltann á miðjum vallarhelmingi KA og vippaði honum skemmtilega, utanfótar, yfir vörn norðanmanna. Ellert Hreinsson fékk boltann í vítateignum, hafði betur í baráttunni við Hrannar Björn Steingrímsson sem reyndi að komast í milli, og skoraði af stuttu færi framhjá Srdjan Rajkovic. Blikar voru miklu betri aðilinn fyrstu 35 mínútur fyrri hálfleiks og voru klaufar að bæta ekki við marki. Arnþór Ari Atlason skaut yfir af fimm metra færi eftir glæsilega fyrirgjöf Kristins Jónssonar sem kom upp úr flottu spili Breiðabliks. Blikarnir áttu fullt af flottum spilköflum þar sem þeir notuðu vængina vel og pressuðu stíft á KA-liðið með flottum fyrirgjöfum. Fyrri hálfleikurinn var meira og minna í eign Kópavogsliðsins en því tókst ekki að bæta við marki í fyrri hálfleik. KA-menn komust aðeins betur í takt við leikinn síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks og mættu af krafti í þann síðari. Samt sem áður var það Breiðablik sem fékk enn eitt færið. Kristinn Jónsson, sem var frábær í leiknum eins og hann hefur verið allt undirbúningstímabilið, átti að skora á 53. mínútu þegar skalli hans úr markteignum var varinn meistaralega af Srjdan Rajkovic. Davíð Kristján Ólafsson lagði upp það færi eins og fleiri í leiknum, en hann og Höskuldur Gunnlaugsson, þessir ungu vængmenn Breiðabliks, gerðu bakvörðum KA lífið leitt í leiknum. Davíð og Höskuldur fá mun stærra hlutverk í sumar, en þeir hafa spilað nær alla leiki á undirbúningstímabilinu. Þeir hafa tekið miklum framförum og ekki sakar fyrir þá að vera með bakvarðaparið Arnór Svein Aðalsteinsson og Kristinn Jónsson fyrir aftan sig. Höskuldur gerði sig nokkrum sinnum líklegan til að skora í leiknum, en hann hefði getað komið Breiðabliki í 2-0 þegar skalli hans small í stönginni á 66. mínútu. Að sjálfsögðu var það Kristinn sem lagði upp það færi. Blikar tóku lífinu með ró síðustu 25 mínútur leiksins. Þeir héldu boltanum vel, spiluðu agaðan sóknarleik og vörðust frekar máttlitlum sóknarlotum KA-manna auðveldlega. Lokatölur, 1-0, og Breiðablik búið að vinna tvo titla á undirbúningstímabilinu undir stjórn Arnars Grétarssonar; Fótbolta.net-mótið og Lengjubikarinn. Það var svo Arnór Sveinn Aðalsteinsson, fyrirliði Breiðabliks, sem lyfti Lengjubikarnum og tók við 250.000 króna ávísun sem Blikar fengu í sigurlaun.Arnar: Þetta er ekki bara vorbragur á Blikum "Ég get ekki kvartað yfir einu eða neinu," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi aðspurður um undirbúningstímabilið hjá liðinu, en það er nú búið að vinna tvo titla. "Eina sem ég get kvartað yfir í þessum leik er að menn nýta ekki færin sín. Að öðru leyti vorum við að spila alveg glimrandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Arnar. Blikar voru mun betri en KA-menn í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem liðið yfirspilaði norðanmenn. "KA hefur bara verið að tapa með einu marki gegn Pepsi-deildarliðunum, en við opnuðum þá trekk í trekk með flottri spilamennsku. Eðlilega gátu menn ekki haldið því uppi í 90 mínútur," sagði Arnar. "Ég var ánægður með að halda hreinu. Þeir voru ekki að opna okkur neitt en KA er hættulegt í föstum leikatriðum og er með sterka menn. Þeir reyndu langar sendingar inn í teiginn og vonuðust að boltinn dytti fyrir þá. Það gerðist nokkrum sinnum en þeim tókst ekki að skora." Arnar er bjartsýnn fyrir komandi tímabili og sér enga ástæðu fyrir því að Blikarnir eigi ekki að spila jafnvel í Pepsi-deildinni og á undirbúningsmótunum. "Ég er bara mjög ánægður með undirbúninginn og þessa tvo titla. Menn segja alltaf að það sé vorbragur á Blikum. Ég sé enga ástæðu þess að þetta eigi að hætta í sumar. Eini munurinn er að á flestum völlum er venjulegt gras. Þetta er bara í hausnum á mönnum," sagði Arnar sem virðist búinn að finna sitt byrjunarlið. "Menn sjá nú nokkurn veginn hvernig hlutirnir eru og svo erum við að koma ákveðnum mönnum í topp stand. Svo vonandi bætast einn eða tveir nýir í hópinn. Það er verið að vinna í því og vonandi fáum við góðar fréttir á næstu dögum," sagði Arnar Grétarsson.Kristinn: Stefnum á efstu þrjú sætin Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, var frábær í leiknum í dag og hefði átt að skora. Hann er ánægður með að vinna annan titil á undirbúningstímabilinu. "Þetta er eins og hver annar titill fyrir okkur. Við förum í alla leiki til að vinna og það sama gildir um öll mót. Við viljum stimpla það inn í menn að við viljum vinna bikara," sagði Kristinn við Vísi eftir leikinn. "Þetta gefur okkur byr undir báða vængi fyrir mótið sem við förum í fullir sjálfstrausts. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur fyrir fyrsta leik." Blikar voru miklu betri en KA-menn í leiknum og áttu að vinna stærra. "Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og líklega var hann sá besti sem við höfum spilað á undirbúningstímabilinu," sagði Kristinn. "Þetta datt niður í seinni hálfleik, en mér fannst þetta aldrei vera í hættu. Við fengum færi til að klára leikinn sem við gerðum ekki og það verðum við að laga." Undirbúningstímabilið hefur verið gott hjá Breiðabliki og þar á bæ fara menn fullir sjálfstrausts inn í Íslandsmótið. "Það sem skiptir mestu máli er að við höfum bætt okkur með hverjum leik. Þetta á bara eftir að vera betra og betra úr þessu," sagði Kristinn, en hvert stefna Blikarnir? "Það er raunhæft að stefna á topp þrjá og það ætlum við að gera."Atli Sveinn: Þorum að segja að við ætlum upp "Í heildina byrjuðum þeir betur og náðu að skora. Ég á eftir að skoða þetta betur en mér fannst þeir betri," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, miðvörður KA, við Vísi eftir leikinn. "Í fyrri hálfleik vorum við ekki að spila okkar besta leik. Þetta var skárra í seinni hálfleik en það var of seint." "Blikarnir náðu að spila sinn leik og þar með útiloka okkur frá því að spila okkar leik. Þess vegna gekk okkar sóknarleikur ekki upp. Við reyndum að hnoða inn jöfnunarmarki í lokin en það tókst ekki," sagði Atli Sveinn. KA fékk aðeins átta stig í sínum riðli en komst í útsláttarkeppnina þar sem þrjú lið drógu sig úr keppni. Norðamenn fengu því þrjá mótsleiki til viðbótar. "Það var frábært að keyra til Reykjavíkur eina ferðina enn. Þetta var meiriháttar og við stukkum fegins hendi á þessa leiki. Lokaniðurstaðan var þó ekki góð," sagði Atli. KA-liðið er virkilega vel mannað og það líklegasta til að fara upp í Pepsi-deildina í sumar. Það er líka stefnan hjá liðinu. "Það er engin pressa. Öll liðin ætla í alla leiki til að vinna og það ætlum við að gera. Munurinn er að núna þorum við að stíga fram og segja að við ætlum upp. Það er bara hræsni ef menn segja það ekki," sagði Atli Sveinn Þórarinssonvísir/andrivísir/andrivísir/andri
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira