Tiger Woods verður meðal þátttakenda á Players meistaramótinu 24. apríl 2015 22:00 Tiger Woods er að komast af stað á ný. Getty Tiger Woods gaf það út á Twitter í dag að hann muni taka þátt í Players meistaramótinu sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum en hann hefur tvisvar sigrað á þessu stóra móti sem oft er nefnt fimmta risamótið í golfheiminum. Woods segir á Twitter að hann vonist eftir því að endurtaka leikinn frá árinu 2013 þar sem hann sigraði með tveimur höggum en hann sigraði einnig á mótinu árið 2001. Players mótið fer fram sjötta til tíunda maí en þessi tilkynning Woods kemur degi eftir að Jack Nicklaus gaf út að Woods myndi vera með á Memorial mótinu sem Nicklaus heldur sjálfur ár hvert í júní. Woods tók sér níu vikna frí frá golfi áður en hann sneri til baka á Masters mótinu fyrr í apríl en hann endaði þar í 17. sæti og sýndi að hann væri kominn til baka til þess að keppa við þá bestu á ný eftir erfiða tíma fyrr á árinu þar sem bakmeiðsli gerðu honum lífið leitt. Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods gaf það út á Twitter í dag að hann muni taka þátt í Players meistaramótinu sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum en hann hefur tvisvar sigrað á þessu stóra móti sem oft er nefnt fimmta risamótið í golfheiminum. Woods segir á Twitter að hann vonist eftir því að endurtaka leikinn frá árinu 2013 þar sem hann sigraði með tveimur höggum en hann sigraði einnig á mótinu árið 2001. Players mótið fer fram sjötta til tíunda maí en þessi tilkynning Woods kemur degi eftir að Jack Nicklaus gaf út að Woods myndi vera með á Memorial mótinu sem Nicklaus heldur sjálfur ár hvert í júní. Woods tók sér níu vikna frí frá golfi áður en hann sneri til baka á Masters mótinu fyrr í apríl en hann endaði þar í 17. sæti og sýndi að hann væri kominn til baka til þess að keppa við þá bestu á ný eftir erfiða tíma fyrr á árinu þar sem bakmeiðsli gerðu honum lífið leitt.
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira