Fótbolti

Haukur og félagar upp í 3. sætið | Fyrsti sigur Häcken í hús

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Heiðar hefur farið vel af stað með AIK á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Haukur Heiðar hefur farið vel af stað með AIK á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. vísir/vilhelm
Haukur Heiðar Hauksson lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar AIK vann öruggan 3-0 sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nabil Bahoui, Henok Goitom og Fredrik Brustad skoruðu mörk AIK sem er komið upp í 3. sæti deildarinnar með 10 stig.

Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hjörtur Logi Valgarðsson léku allan leikinn í vörn Örebro sem vermir botnsæti deildarinnar.

Liðið hefur aðeins fengið eitt stig af 15 mögulegum það sem af er tímabili.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í byrjunarliði Häcken sem vann 0-1 sigur á Kalmar á útivelli. Eyjamaðurinn fór af velli á 14. mínútu.

Häcken lyfti sér upp í 11. sæti deildarinnar með sigri sem var sá fyrsti hjá liðinu á tímabilinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×