Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2015 17:45 Óttast er að um 4500 manns hafi látist í skjálftanum. Vísir/AP Sérfræðingar vissu að von var á jarðskjálftanum í Nepal en fyrir viku komu fimmtíu jarðskjálftafræðingar til Katmandú í Nepal til þess að komast að því hvernig best væri að undirbúa hið þéttbyggða svæði þar sem húsin eru illa byggð undir hinn stóra skjálfta. Skjálftinn varð á laugardag og er tala látinna komin yfir 2500 manns. Hann var 7,9 að stærð og upptök hans voru um 80 kilómetra austur af borginni Pokhara á um tveggja kílómetra dýpi. Samkvæmt Huffington Post vissu sérfræðingarnir að skjálftans var að vænta og vissu að þeir urðu að hafa skjótar hendur en höfðu ekki hugmynd um hversu stutt var í hann. „Þetta var martröð sem við biðum eftir,“ sagði jarðskjálftafræðingurinn James Jackson sem starfar hjá Háskólanum í Cambridge Englandi. „Jarðfræðilega og samkvæmt lögmálum náttúrunnar gerðist nákvæmlega það sem við bjuggumst við að myndi gerast.“ En líkt og áður kom fram bjóst hann ekki við að skjálftinn myndi ríða yfir svo fljótt. Sjá einnig: Um milljón nepalskra barna þarf brýna neyðaraðstoð Í raun hefur verið óttast lengi um skjálfta í Katmandú, ekki aðeins vegna lögmála náttúrunnar heldur einnig vegna ástandsins á svæðinu. Sama stærð af skjálfta getur haft gríðarlega mismunandi áhrif á mismunandi stöðum í heiminum. Þessi sama stærðargráða af skjálfta hefði samkvæmt greiningu Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna valdið dauða tíu til þrjátíu manna á hverja milljón íbúa í Kaliforníu en þúsund manns á hverja milljón hjá Nepal. Talan nær allt að tíu þúsund manns í Indlandi, Íran og Kína. Jackson segir þannig að þrátt fyrir að jarðskjálftar verði af náttúrunnar völdum séu afleiðingarnar manngerðar. „Það eru byggingarnar sem drepa fólk, ekki jarðskjálftarnir,“ útskýrir hann. „Vandamálið í Asíu er að fólk hefur safnast saman á hættulegum stöðum.“ Hópur sem skoðar hætturnar víðsvegar um heiminn af jarðskjálftum hafði uppfært skýrslu um hætturnar í Katmandú þann 12. apríl síðastliðinn. „Með árlega fólksfjölgun um 6,5 prósent og með þéttbyggðasta borgarsvæði í heiminum býr fólksfjöldinn í Katmandú við alvarlega og vaxandi jarðskjálftahættu,“ segir í skýrslunni. Um 1,5 milljón búa í Katmandú-dal. Það var því ljóst að afleiðingarnar yrðu jafnhörmulegar og raun ber vitni en samkvæmt forsvarsmanni fyrrnefnds hóps, Hari Ghi, var vandamálið svo stórt að yfirvöld vissu ekki hvar skyldi byrja. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Sérfræðingar vissu að von var á jarðskjálftanum í Nepal en fyrir viku komu fimmtíu jarðskjálftafræðingar til Katmandú í Nepal til þess að komast að því hvernig best væri að undirbúa hið þéttbyggða svæði þar sem húsin eru illa byggð undir hinn stóra skjálfta. Skjálftinn varð á laugardag og er tala látinna komin yfir 2500 manns. Hann var 7,9 að stærð og upptök hans voru um 80 kilómetra austur af borginni Pokhara á um tveggja kílómetra dýpi. Samkvæmt Huffington Post vissu sérfræðingarnir að skjálftans var að vænta og vissu að þeir urðu að hafa skjótar hendur en höfðu ekki hugmynd um hversu stutt var í hann. „Þetta var martröð sem við biðum eftir,“ sagði jarðskjálftafræðingurinn James Jackson sem starfar hjá Háskólanum í Cambridge Englandi. „Jarðfræðilega og samkvæmt lögmálum náttúrunnar gerðist nákvæmlega það sem við bjuggumst við að myndi gerast.“ En líkt og áður kom fram bjóst hann ekki við að skjálftinn myndi ríða yfir svo fljótt. Sjá einnig: Um milljón nepalskra barna þarf brýna neyðaraðstoð Í raun hefur verið óttast lengi um skjálfta í Katmandú, ekki aðeins vegna lögmála náttúrunnar heldur einnig vegna ástandsins á svæðinu. Sama stærð af skjálfta getur haft gríðarlega mismunandi áhrif á mismunandi stöðum í heiminum. Þessi sama stærðargráða af skjálfta hefði samkvæmt greiningu Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna valdið dauða tíu til þrjátíu manna á hverja milljón íbúa í Kaliforníu en þúsund manns á hverja milljón hjá Nepal. Talan nær allt að tíu þúsund manns í Indlandi, Íran og Kína. Jackson segir þannig að þrátt fyrir að jarðskjálftar verði af náttúrunnar völdum séu afleiðingarnar manngerðar. „Það eru byggingarnar sem drepa fólk, ekki jarðskjálftarnir,“ útskýrir hann. „Vandamálið í Asíu er að fólk hefur safnast saman á hættulegum stöðum.“ Hópur sem skoðar hætturnar víðsvegar um heiminn af jarðskjálftum hafði uppfært skýrslu um hætturnar í Katmandú þann 12. apríl síðastliðinn. „Með árlega fólksfjölgun um 6,5 prósent og með þéttbyggðasta borgarsvæði í heiminum býr fólksfjöldinn í Katmandú við alvarlega og vaxandi jarðskjálftahættu,“ segir í skýrslunni. Um 1,5 milljón búa í Katmandú-dal. Það var því ljóst að afleiðingarnar yrðu jafnhörmulegar og raun ber vitni en samkvæmt forsvarsmanni fyrrnefnds hóps, Hari Ghi, var vandamálið svo stórt að yfirvöld vissu ekki hvar skyldi byrja.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32
Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41
Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20
Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20