Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 17:20 Mikil eyðilegging blasir við íbúum Nepals í kjölfar skjálftans. Vísir/AFP Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 940 þúsund börn hið minnsta á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfi á brýnni aðstoð að halda. Mjög mikil eyðilegging sé á byggingum og innviðum og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. Óttast má að sú tala fara hækkandi þegar björgunaraðgerðir ná til afskekktari svæða. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsfólk UNICEF í Nepal greini frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. „Hundruðir þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Neyðarástandið gerir börn mjög berskjölduð – takmarkað aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu eykur mjög hættuna á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum, eins má búast við því að börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar„Ótal líf þurrkuð út á augabragði“ Jarðskjálftinn á laugardag er sá öflugasti í Nepal í 80 ár. „Ég hef aldrei upplifað annan eins skjálfta á mínum 57 árum. Skjálftinn var kröftugur og gekk á lengi,“ segir Rupa Joshi, upplýsingafulltrúi UNICEF í Nepal. „Nálægt borgarmörkunum sá ég pallbíl þjóta í átt að sjúkrahúsinu. Á pallinum hristist líkami ungrar stúlku í takt við holurnar í veginum, á grúfu og þakin ryki. Svartar gallabuxur útataðar ryki, hárið flókið af ryki. Þá rann upp fyrir mér hversu ógnarmikil áhrif þetta hefur á líf allra hér. Ég finn til með öllum fjölskyldunum hérna. Ótal líf þurrkuð út á augabragði.“ Áhrif skjálftans í Katmandú eru mikil. Sjúkrahús eru yfirfull og hratt gengur á neyðarbirgðir þeirra. Meirihluti fólks hefur hafst við undir berum himni síðan skjálftinn reið yfir af ótta við eftirskjálfta en nætur eru kaldar í Nepal á þessum tíma árs.UNICEF starfar á vettvangi UNICEF í Nepal býr yfir birgðum af tiltækum neyðarvistum sem munu nýtast vel í fyrstu. Sjúkrahús á svæðinu hafa kallað eftir lyfjum, lækningagögnum og tjöldum fyrir neyðarsjúkraskýli. Starfsfólk birgðastöðvar UNICEF í Dubai er undir það búið að senda frekari hjálpargögn eftir þörfum og fjölmargir sérhæfðir starfsmenn UNICEF í neyðarviðbrögðum eru tilbúnir að fara á vettvang. Svo vel vildi til að 20 sérfræðingar UNICEF í vatns- og hreinlætismálum voru staddir á fundi í Katmandu og geta strax hafist handa við að aðstoða við neyðaraðgerðirnar. Búist við því að nepölsk stjórnvöld óski aðstoðar á flestum sviðum, svo sem í vatns- hreinlætis- og fráveitumálum, heilsugæslu, næringu, barnavernd og menntun.UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950,“ segir í tilkynningunni. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 940 þúsund börn hið minnsta á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfi á brýnni aðstoð að halda. Mjög mikil eyðilegging sé á byggingum og innviðum og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. Óttast má að sú tala fara hækkandi þegar björgunaraðgerðir ná til afskekktari svæða. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsfólk UNICEF í Nepal greini frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. „Hundruðir þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Neyðarástandið gerir börn mjög berskjölduð – takmarkað aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu eykur mjög hættuna á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum, eins má búast við því að börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar„Ótal líf þurrkuð út á augabragði“ Jarðskjálftinn á laugardag er sá öflugasti í Nepal í 80 ár. „Ég hef aldrei upplifað annan eins skjálfta á mínum 57 árum. Skjálftinn var kröftugur og gekk á lengi,“ segir Rupa Joshi, upplýsingafulltrúi UNICEF í Nepal. „Nálægt borgarmörkunum sá ég pallbíl þjóta í átt að sjúkrahúsinu. Á pallinum hristist líkami ungrar stúlku í takt við holurnar í veginum, á grúfu og þakin ryki. Svartar gallabuxur útataðar ryki, hárið flókið af ryki. Þá rann upp fyrir mér hversu ógnarmikil áhrif þetta hefur á líf allra hér. Ég finn til með öllum fjölskyldunum hérna. Ótal líf þurrkuð út á augabragði.“ Áhrif skjálftans í Katmandú eru mikil. Sjúkrahús eru yfirfull og hratt gengur á neyðarbirgðir þeirra. Meirihluti fólks hefur hafst við undir berum himni síðan skjálftinn reið yfir af ótta við eftirskjálfta en nætur eru kaldar í Nepal á þessum tíma árs.UNICEF starfar á vettvangi UNICEF í Nepal býr yfir birgðum af tiltækum neyðarvistum sem munu nýtast vel í fyrstu. Sjúkrahús á svæðinu hafa kallað eftir lyfjum, lækningagögnum og tjöldum fyrir neyðarsjúkraskýli. Starfsfólk birgðastöðvar UNICEF í Dubai er undir það búið að senda frekari hjálpargögn eftir þörfum og fjölmargir sérhæfðir starfsmenn UNICEF í neyðarviðbrögðum eru tilbúnir að fara á vettvang. Svo vel vildi til að 20 sérfræðingar UNICEF í vatns- og hreinlætismálum voru staddir á fundi í Katmandu og geta strax hafist handa við að aðstoða við neyðaraðgerðirnar. Búist við því að nepölsk stjórnvöld óski aðstoðar á flestum sviðum, svo sem í vatns- hreinlætis- og fráveitumálum, heilsugæslu, næringu, barnavernd og menntun.UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950,“ segir í tilkynningunni.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20