Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2015 17:20 Mikil eyðilegging blasir við íbúum Nepals í kjölfar skjálftans. Vísir/AFP Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 940 þúsund börn hið minnsta á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfi á brýnni aðstoð að halda. Mjög mikil eyðilegging sé á byggingum og innviðum og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. Óttast má að sú tala fara hækkandi þegar björgunaraðgerðir ná til afskekktari svæða. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsfólk UNICEF í Nepal greini frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. „Hundruðir þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Neyðarástandið gerir börn mjög berskjölduð – takmarkað aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu eykur mjög hættuna á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum, eins má búast við því að börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar„Ótal líf þurrkuð út á augabragði“ Jarðskjálftinn á laugardag er sá öflugasti í Nepal í 80 ár. „Ég hef aldrei upplifað annan eins skjálfta á mínum 57 árum. Skjálftinn var kröftugur og gekk á lengi,“ segir Rupa Joshi, upplýsingafulltrúi UNICEF í Nepal. „Nálægt borgarmörkunum sá ég pallbíl þjóta í átt að sjúkrahúsinu. Á pallinum hristist líkami ungrar stúlku í takt við holurnar í veginum, á grúfu og þakin ryki. Svartar gallabuxur útataðar ryki, hárið flókið af ryki. Þá rann upp fyrir mér hversu ógnarmikil áhrif þetta hefur á líf allra hér. Ég finn til með öllum fjölskyldunum hérna. Ótal líf þurrkuð út á augabragði.“ Áhrif skjálftans í Katmandú eru mikil. Sjúkrahús eru yfirfull og hratt gengur á neyðarbirgðir þeirra. Meirihluti fólks hefur hafst við undir berum himni síðan skjálftinn reið yfir af ótta við eftirskjálfta en nætur eru kaldar í Nepal á þessum tíma árs.UNICEF starfar á vettvangi UNICEF í Nepal býr yfir birgðum af tiltækum neyðarvistum sem munu nýtast vel í fyrstu. Sjúkrahús á svæðinu hafa kallað eftir lyfjum, lækningagögnum og tjöldum fyrir neyðarsjúkraskýli. Starfsfólk birgðastöðvar UNICEF í Dubai er undir það búið að senda frekari hjálpargögn eftir þörfum og fjölmargir sérhæfðir starfsmenn UNICEF í neyðarviðbrögðum eru tilbúnir að fara á vettvang. Svo vel vildi til að 20 sérfræðingar UNICEF í vatns- og hreinlætismálum voru staddir á fundi í Katmandu og geta strax hafist handa við að aðstoða við neyðaraðgerðirnar. Búist við því að nepölsk stjórnvöld óski aðstoðar á flestum sviðum, svo sem í vatns- hreinlætis- og fráveitumálum, heilsugæslu, næringu, barnavernd og menntun.UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950,“ segir í tilkynningunni. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) áætlar að 940 þúsund börn hið minnsta á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfi á brýnni aðstoð að halda. Mjög mikil eyðilegging sé á byggingum og innviðum og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. Óttast má að sú tala fara hækkandi þegar björgunaraðgerðir ná til afskekktari svæða. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsfólk UNICEF í Nepal greini frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. „Hundruðir þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Neyðarástandið gerir börn mjög berskjölduð – takmarkað aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu eykur mjög hættuna á að börn smitist af vatnsbornum sjúkdómum, eins má búast við því að börn hafi orðið viðskila við fjölskyldur sínar„Ótal líf þurrkuð út á augabragði“ Jarðskjálftinn á laugardag er sá öflugasti í Nepal í 80 ár. „Ég hef aldrei upplifað annan eins skjálfta á mínum 57 árum. Skjálftinn var kröftugur og gekk á lengi,“ segir Rupa Joshi, upplýsingafulltrúi UNICEF í Nepal. „Nálægt borgarmörkunum sá ég pallbíl þjóta í átt að sjúkrahúsinu. Á pallinum hristist líkami ungrar stúlku í takt við holurnar í veginum, á grúfu og þakin ryki. Svartar gallabuxur útataðar ryki, hárið flókið af ryki. Þá rann upp fyrir mér hversu ógnarmikil áhrif þetta hefur á líf allra hér. Ég finn til með öllum fjölskyldunum hérna. Ótal líf þurrkuð út á augabragði.“ Áhrif skjálftans í Katmandú eru mikil. Sjúkrahús eru yfirfull og hratt gengur á neyðarbirgðir þeirra. Meirihluti fólks hefur hafst við undir berum himni síðan skjálftinn reið yfir af ótta við eftirskjálfta en nætur eru kaldar í Nepal á þessum tíma árs.UNICEF starfar á vettvangi UNICEF í Nepal býr yfir birgðum af tiltækum neyðarvistum sem munu nýtast vel í fyrstu. Sjúkrahús á svæðinu hafa kallað eftir lyfjum, lækningagögnum og tjöldum fyrir neyðarsjúkraskýli. Starfsfólk birgðastöðvar UNICEF í Dubai er undir það búið að senda frekari hjálpargögn eftir þörfum og fjölmargir sérhæfðir starfsmenn UNICEF í neyðarviðbrögðum eru tilbúnir að fara á vettvang. Svo vel vildi til að 20 sérfræðingar UNICEF í vatns- og hreinlætismálum voru staddir á fundi í Katmandu og geta strax hafist handa við að aðstoða við neyðaraðgerðirnar. Búist við því að nepölsk stjórnvöld óski aðstoðar á flestum sviðum, svo sem í vatns- hreinlætis- og fráveitumálum, heilsugæslu, næringu, barnavernd og menntun.UNICEF á Íslandi hefur neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950,“ segir í tilkynningunni.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20