Ekki hægt að hliðra til Hlíðarendabyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2015 12:32 Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Þá hafnar hann því að lokun brautarinnar sé hluti af sáttaferli svokallaðrar Rögnunefndar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýrinni, skoruðu í gær á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæði sem leiða munu til lokunar hinnar umdeildu flugbrautar. Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. hafnar því að lokun flugbrautarinnar sé á verksviði Rögnunefndar. „Menn eru alltaf að bíða eftir Rögnunefndinni. Samt er Rögnunefnd búin að gefa yfirlýsingu um það að hún er ekki að fjalla um þessa braut að nokkru leyti. Það er ekki í hennar verkahring að fjalla um hana. En samt koma menn og segja að það eigi að bíða eftir Rögnunefnd,” segir Brynjar.Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þá nefndi Friðrik Pálsson á Stöð 2 að Valsmönnum hefði verið bent á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að skerða þyrfti flugbrautina. Þetta segir Brynjar Harðarson að sé ekki gerlegt. „Nei, það var ekki möguleiki. Og það er svolítið grátlegt í þessari umræðu að við virkilega lögðum vinnu í það, fengum hönnunarteymið til þess að skoða hvort hægt væri að færa til innan reitsins og íþróttasvæðið til suðurs. En það er ekki hægt. Það kemst ekki fyrir,” segir Brynjar. Alþingi Tengdar fréttir Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45 Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Þá hafnar hann því að lokun brautarinnar sé hluti af sáttaferli svokallaðrar Rögnunefndar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýrinni, skoruðu í gær á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæði sem leiða munu til lokunar hinnar umdeildu flugbrautar. Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. hafnar því að lokun flugbrautarinnar sé á verksviði Rögnunefndar. „Menn eru alltaf að bíða eftir Rögnunefndinni. Samt er Rögnunefnd búin að gefa yfirlýsingu um það að hún er ekki að fjalla um þessa braut að nokkru leyti. Það er ekki í hennar verkahring að fjalla um hana. En samt koma menn og segja að það eigi að bíða eftir Rögnunefnd,” segir Brynjar.Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þá nefndi Friðrik Pálsson á Stöð 2 að Valsmönnum hefði verið bent á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að skerða þyrfti flugbrautina. Þetta segir Brynjar Harðarson að sé ekki gerlegt. „Nei, það var ekki möguleiki. Og það er svolítið grátlegt í þessari umræðu að við virkilega lögðum vinnu í það, fengum hönnunarteymið til þess að skoða hvort hægt væri að færa til innan reitsins og íþróttasvæðið til suðurs. En það er ekki hægt. Það kemst ekki fyrir,” segir Brynjar.
Alþingi Tengdar fréttir Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45 Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45
Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30
Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33
Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19