Fótbolti

Áminning Ronaldo tekin til baka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Spænska knattspyrnusambandið hefur samþykkt að taka gula spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk í 2-0 sigri Real Madrid á Rayo Vallecano um helgina til baka.

Áminningin var sú fimmta sem Ronaldo fékk á tímabilinu og því fór hann sjálfkrafa í leikbann en Real mætir Eibar um helgina.

Ronaldo fékk gult fyrir leikaraskap en sjónvarpsupptökur leiddu í ljós að varnarmaður Rayo braut á honum í eigin vítateig. Á það féllst spænska knattspyrnusambandið.

Ronaldo skoraði í leiknum sitt 300. mark fyrir Real Madrid og það 37. á tímabilinu í spænsku deildinni. Real er nú fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona sem mætir Sevilla á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×