Fótbolti

Birkir Már og félagar við toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir
Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Hammarby, lið Birkis Más Sævarssonar, vann 2-1 sigur á Djurgården.

Birkir Már spilaði allan leikinn fyrir Hammarby sem lenti undir í leiknum. Liðið skoraði þó tvívegis með stuttu millibili snemma í síðari hálfleik sem dugði til sigurs.

Hammarby er í hópi efstu liða deildarinnar með sjö stig, rétt eins og Elfsborg, Malmö og AIK.

Elfsborg fór illa með Norrköping á útivelli, 4-0. Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping en var tekinn af velli á 87. mínútu.

Þá gerðu GIF Sundsvall og Häcken jafntefli, 1-1. Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sigurjónsson spiluðu allan leikinn fyrir Sundsvall en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu.

Sundsvall er í ellefta sæti deildarinnar með fjögur stig en Häcken í því tólfta með tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×