Hér á nýbygging Alþingis að rísa Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2015 22:00 Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018, á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mun hagstæðara að Alþingi reisi eigið hús í stað þess að halda áfram að greiða háa húsaleigu í miðborginni. Forsætisráðherra sýndi áhorfendum Stöðvar 2 í fréttunum í kvöld hvernig húsið myndi falla að lóðinni en hún er gegnt Ráðhúsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Lóðin hefur reyndar lengi verið frátekin fyrir byggingu sem myndi hýsa skrifstofur Alþingis. Tillaga forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, gerir ráð fyrir að hundrað ára teikning Guðjóns Samúelssonar að viðbyggingu við Alþingishúsið verði nýtt en löguð að nýjum stað.Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Sigmundur Davíð segir að byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir 100 árum falli mjög vel að þörfum þingsins núna og muni falla ágætlega að umhverfinu, það verði mikil prýði af þessari byggingu. Nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús. Nýbygging fyrir Alþingi er ein af nokkrum tillögum um hvernig aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands verði minnst, en aðrar gera meðal annars ráð fyrir nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar og nýrri Valhöll á Þingvöllum. Forsætisráðherra kynnti forystumönnum stjórnarandstöðu tillögurnar á fundi í morgun. Forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2: Það verður mikil prýði af þessu glæsilega húsi. Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018, á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mun hagstæðara að Alþingi reisi eigið hús í stað þess að halda áfram að greiða háa húsaleigu í miðborginni. Forsætisráðherra sýndi áhorfendum Stöðvar 2 í fréttunum í kvöld hvernig húsið myndi falla að lóðinni en hún er gegnt Ráðhúsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Lóðin hefur reyndar lengi verið frátekin fyrir byggingu sem myndi hýsa skrifstofur Alþingis. Tillaga forsætisráðherra, sem ríkisstjórnin hefur fallist á, gerir ráð fyrir að hundrað ára teikning Guðjóns Samúelssonar að viðbyggingu við Alþingishúsið verði nýtt en löguð að nýjum stað.Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Sigmundur Davíð segir að byggingin sem Guðjón Samúelsson teiknaði fyrir 100 árum falli mjög vel að þörfum þingsins núna og muni falla ágætlega að umhverfinu, það verði mikil prýði af þessari byggingu. Nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús. Nýbygging fyrir Alþingi er ein af nokkrum tillögum um hvernig aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands verði minnst, en aðrar gera meðal annars ráð fyrir nýbyggingu fyrir Stofnun Árna Magnússonar og nýrri Valhöll á Þingvöllum. Forsætisráðherra kynnti forystumönnum stjórnarandstöðu tillögurnar á fundi í morgun. Forsætisráðherra í fréttum Stöðvar 2: Það verður mikil prýði af þessu glæsilega húsi.
Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira