Gæti tafið byggingu nýs Landsspítala um 10 til 15 ár Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. apríl 2015 18:53 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að hugmyndir um forsætisráðherra um að falla frá byggingu nýs spítala við Hringbraut og selja lóðirnar undir hótel, geti tafið verkefnið um 10 til 15 ár Hann segir brýnt öryggismál að nýr spítali rísi innan fimm til sex ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í seinni fréttum RÚV í gær vilja láta skoða hvort það geti verið skynsamlegt að selja fasteignir Landspítalans við Hringbraut og lóðirnar og byggingaréttinn þarna í kring og nota féð til að kosta uppbyggingu nýs spítala á nýjum stað. Páll Matthíasson segist hafa áhyggjur af því að menn séu að setja fram slíkar hugmyndir án alvöru og þunga en miklu fé hafi nú þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna á Hringbraut. Þær drepi málinu á dreif og hættara sé við að framkvæmdirnar tefjist enn meira. „Ég fullyrði það og við á Landsspítalanum að það er veruleg öryggisógn af húsnæðinu eins og það er núna. Við getum ekki beðið lengur en í fimm til sex ár.“ Hann segir að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að spítalinn rísi ekki síðar en 2021. Hugmyndir um að breyta staðsetningunni, geti stóraukið kostnaðinn og tafið verkið um tíu til fimmtán ár hið minnsta. Alþingi samþykkti í fyrra að hefja byggingu nýs Landspítala á lóðinni við Hringbraut og á fjárlögum er gert ráð fyrir 850 milljóna króna hönnunarkostnaði. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir mánuði að bjóða út hönnunina. Margir urðu því hissa á því að forsætisráðherra væri með einhverjar allt aðrar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. Hann segir erfitt að taka þetta alvarlega, þetta virðist í grunninn vera einskonar viðskiptahugmynd hjá ráðherranum en vandinn sé sá að borgin eigi lóðirnar og byggingaréttinn. Þeim hafi verið ráðstafað til ríkisins vegna spítalabyggingarinnar. Ef ekki verði af byggingunni gangi samningar um það til baka og borgin leysi aftur til sín lóðirnar. Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að hugmyndir um forsætisráðherra um að falla frá byggingu nýs spítala við Hringbraut og selja lóðirnar undir hótel, geti tafið verkefnið um 10 til 15 ár Hann segir brýnt öryggismál að nýr spítali rísi innan fimm til sex ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í seinni fréttum RÚV í gær vilja láta skoða hvort það geti verið skynsamlegt að selja fasteignir Landspítalans við Hringbraut og lóðirnar og byggingaréttinn þarna í kring og nota féð til að kosta uppbyggingu nýs spítala á nýjum stað. Páll Matthíasson segist hafa áhyggjur af því að menn séu að setja fram slíkar hugmyndir án alvöru og þunga en miklu fé hafi nú þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna á Hringbraut. Þær drepi málinu á dreif og hættara sé við að framkvæmdirnar tefjist enn meira. „Ég fullyrði það og við á Landsspítalanum að það er veruleg öryggisógn af húsnæðinu eins og það er núna. Við getum ekki beðið lengur en í fimm til sex ár.“ Hann segir að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að spítalinn rísi ekki síðar en 2021. Hugmyndir um að breyta staðsetningunni, geti stóraukið kostnaðinn og tafið verkið um tíu til fimmtán ár hið minnsta. Alþingi samþykkti í fyrra að hefja byggingu nýs Landspítala á lóðinni við Hringbraut og á fjárlögum er gert ráð fyrir 850 milljóna króna hönnunarkostnaði. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir mánuði að bjóða út hönnunina. Margir urðu því hissa á því að forsætisráðherra væri með einhverjar allt aðrar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. Hann segir erfitt að taka þetta alvarlega, þetta virðist í grunninn vera einskonar viðskiptahugmynd hjá ráðherranum en vandinn sé sá að borgin eigi lóðirnar og byggingaréttinn. Þeim hafi verið ráðstafað til ríkisins vegna spítalabyggingarinnar. Ef ekki verði af byggingunni gangi samningar um það til baka og borgin leysi aftur til sín lóðirnar.
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira