„Leyninefnd að störfum“ Hjörtur Hjartarson skrifar 4. apríl 2015 19:15 Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 opinber störf verði flutt í kjördæmið. Formaður Samfylkingarinnar segir fáránlegt að einhverskonar leyninefnd sé að störfum innan stjórnkerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segist hafa efasemdir um hægt sé að fylgja þessum tillögum. Skýrslan var afhent forsætisráðuneytinu í desember en hefur ekki verið gerð opinber. Þó hefur verið greint frá tveimur liðum hennar er varða flutning RARIK og Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Fréttastofan hefur skýrsluna undir höndum en í henni eru lagðar fram 25 tillögur um flutning og nýsköpun á samtals 130 opinberum störfum í landshlutanum. „Já, það er hálfskrýtið, ég veit það. En þetta eru væntanlega bara einhverjar tillögur sem síðan verða ræddar og útfærðar og spurning er hvað á við,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Brynjar bendir þó á að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að opinberum störfum skuli fjölgað á landsbyggðinni. Hann telur þó að hann muni eiga erfitt með að styðja jafn róttækar aðgerðir og þessar. „Ég mun ekki styðja þetta óséð og óskoðað, það eru alveg hreinar línur því þetta er auðvitað mikil breyting og ég hef vissar efasemdir um að þetta gangi allt saman upp, ég verð að segja það alveg fyrirfram.“Brynjar Níelsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFormaður Samfylkingarinnar hefur líka sínar efasemdir, sérstaklega hvernig unnið var að málinu. „Það er náttúrulega alveg fáránlegt að það séu einhverjar leyninefndir að störfum hér og þar í stjórnkerfinu þar sem ekkert liggur fyrir, ekkert hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar starfinu eða neitt slíkt. Þetta er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni og ég hélt að það væri komið nóg af þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Árni segist styðja öfluga landsbyggðastefnu en hún verði að vera byggð á faglegum grunni. „En ekki bara með einhverri gamaldags kjördæmapólitík eins og þetta er. Það er auðvitað lágmarkskrafa að svona ákvarðanir séu þá teknar með aðkomu allra flokka og menn viti forsendur eru lagðar til grundvallar að Alþingi samþykki ráðstöfun opinberra starfa.“ Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra leggur til að 130 opinber störf verði flutt í kjördæmið. Formaður Samfylkingarinnar segir fáránlegt að einhverskonar leyninefnd sé að störfum innan stjórnkerfisins. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segist hafa efasemdir um hægt sé að fylgja þessum tillögum. Skýrslan var afhent forsætisráðuneytinu í desember en hefur ekki verið gerð opinber. Þó hefur verið greint frá tveimur liðum hennar er varða flutning RARIK og Landhelgisgæslunnar í Skagafjörð. Fréttastofan hefur skýrsluna undir höndum en í henni eru lagðar fram 25 tillögur um flutning og nýsköpun á samtals 130 opinberum störfum í landshlutanum. „Já, það er hálfskrýtið, ég veit það. En þetta eru væntanlega bara einhverjar tillögur sem síðan verða ræddar og útfærðar og spurning er hvað á við,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Brynjar bendir þó á að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að opinberum störfum skuli fjölgað á landsbyggðinni. Hann telur þó að hann muni eiga erfitt með að styðja jafn róttækar aðgerðir og þessar. „Ég mun ekki styðja þetta óséð og óskoðað, það eru alveg hreinar línur því þetta er auðvitað mikil breyting og ég hef vissar efasemdir um að þetta gangi allt saman upp, ég verð að segja það alveg fyrirfram.“Brynjar Níelsson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFormaður Samfylkingarinnar hefur líka sínar efasemdir, sérstaklega hvernig unnið var að málinu. „Það er náttúrulega alveg fáránlegt að það séu einhverjar leyninefndir að störfum hér og þar í stjórnkerfinu þar sem ekkert liggur fyrir, ekkert hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar starfinu eða neitt slíkt. Þetta er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni og ég hélt að það væri komið nóg af þeim,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.Árni segist styðja öfluga landsbyggðastefnu en hún verði að vera byggð á faglegum grunni. „En ekki bara með einhverri gamaldags kjördæmapólitík eins og þetta er. Það er auðvitað lágmarkskrafa að svona ákvarðanir séu þá teknar með aðkomu allra flokka og menn viti forsendur eru lagðar til grundvallar að Alþingi samþykki ráðstöfun opinberra starfa.“
Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira