Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. apríl 2015 17:39 Jóhann Birgir í leik með FH gegn Haukum. vísir/pjetur Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. Nú hefur komið í ljós að B-sýni sýndi sömu niðurstöðu. Jóhann er því á leið í leikbann. Jóhann og handknattleiksdeild FH fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í yfirlýsingu sem send var frá þeim nú síðdegis. Þar er meðal annars verið að vitna í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun. Þar er því haldið fram að leikmaðurinn hafi játað notkun ólöglegra efna og hafi ekki óskað eftir því að B-sýni yrði rannsakað. „Þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu er algjört kjaftæði. Flest í þeirri frétt er einfaldlega kolrangt," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi fyrr í dag. „Ég óttast þessa blaðamennsku svolítið því Mogginn hefði getað haft samband við okkur og komist að því rétta í málinu sem er enn í ferli." Að því er fram kemur í yfirlýsingunni þá var það fæðubótarefni sem felldi Jóhann Birgi. Þó svo hann hafi talið sig vera að taka inn efnið í góðri trú þá tekur hann fulla ábyrgð og mun sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.Yfirlýsing FH og Jóhanns Birgis:Eftir bikarúrslitaleik karla í handknattleik, þann 28. febrúar sl., var leikmaður félagsins, Jóhann Birgir Ingvarsson, tekinn í lyfjapróf sem mældist jákvætt. Leikmaðurinn, í samráði við félagið, óskaði eftir að B-sýni yrði tekið til rannsóknar. Niðurstaða B-sýnis er í samræmi við niðurstöðu úr A-sýni, eða jákvæð. Leikmaðurinn og félagið hafa aðstoðað lyfjaeftirlit ÍSÍ við rannsókn málsins af fremsta megni allt frá upphafi, en harma jafnframt að málið hafi komið upp.Jóhann Birgir tók inn fæðubótarefni í góðri trú, sem er leyfilegt í sölu á Íslandi. Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni.Jóhann Birgir, ásamt handknattleiksdeild FH, fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í dag, þar sem að rangfærslur eru settar fram bæði vegna rannsóknar lyfjaeftirlitsins á B-sýni, sem og meintri játningu hans á notkun ólöglegra efna. Leikmaðurinn gekkst frá upphafi við því að hafa neitt þessa ákveðna fæðubótarefnis, en í góðri trú og óskaði strax eftir því að B-sýni yrði tekið til rannsóknar.Jóhann Birgir og handknattleiksdeild FH vilja koma á framfæri ábendingu til íþróttamanna á Íslandi að vera vel á verði gagnvart þeim fæðubótarefnum sem verið er að neyta. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins íþróttamanns hvað hann lætur ofan í sig og mun Jóhann Birgir því ávallt taka fulla ábyrgð og sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ, sama hver hún kann að vera. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða dómstóls ÍSÍ liggur fyrir.Fyrir hönd handknattleiksdeildar FH,Ásgeir Jónsson formaðurJóhann Birgir Ingvarsson Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15 FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. Jóhann Birgir Ingvarsson féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV. Nú hefur komið í ljós að B-sýni sýndi sömu niðurstöðu. Jóhann er því á leið í leikbann. Jóhann og handknattleiksdeild FH fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í yfirlýsingu sem send var frá þeim nú síðdegis. Þar er meðal annars verið að vitna í frétt Morgunblaðsins frá því í morgun. Þar er því haldið fram að leikmaðurinn hafi játað notkun ólöglegra efna og hafi ekki óskað eftir því að B-sýni yrði rannsakað. „Þessi frétt sem birtist í Morgunblaðinu er algjört kjaftæði. Flest í þeirri frétt er einfaldlega kolrangt," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi fyrr í dag. „Ég óttast þessa blaðamennsku svolítið því Mogginn hefði getað haft samband við okkur og komist að því rétta í málinu sem er enn í ferli." Að því er fram kemur í yfirlýsingunni þá var það fæðubótarefni sem felldi Jóhann Birgi. Þó svo hann hafi talið sig vera að taka inn efnið í góðri trú þá tekur hann fulla ábyrgð og mun sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ.Yfirlýsing FH og Jóhanns Birgis:Eftir bikarúrslitaleik karla í handknattleik, þann 28. febrúar sl., var leikmaður félagsins, Jóhann Birgir Ingvarsson, tekinn í lyfjapróf sem mældist jákvætt. Leikmaðurinn, í samráði við félagið, óskaði eftir að B-sýni yrði tekið til rannsóknar. Niðurstaða B-sýnis er í samræmi við niðurstöðu úr A-sýni, eða jákvæð. Leikmaðurinn og félagið hafa aðstoðað lyfjaeftirlit ÍSÍ við rannsókn málsins af fremsta megni allt frá upphafi, en harma jafnframt að málið hafi komið upp.Jóhann Birgir tók inn fæðubótarefni í góðri trú, sem er leyfilegt í sölu á Íslandi. Þó virðist vera að ákveðið efni sem finna má á bannlista lyfjaeftirlits ÍSÍ, sé í þessu ákveðna fæðubótarefni.Jóhann Birgir, ásamt handknattleiksdeild FH, fordæma fréttaflutning ákveðinna miðla í dag, þar sem að rangfærslur eru settar fram bæði vegna rannsóknar lyfjaeftirlitsins á B-sýni, sem og meintri játningu hans á notkun ólöglegra efna. Leikmaðurinn gekkst frá upphafi við því að hafa neitt þessa ákveðna fæðubótarefnis, en í góðri trú og óskaði strax eftir því að B-sýni yrði tekið til rannsóknar.Jóhann Birgir og handknattleiksdeild FH vilja koma á framfæri ábendingu til íþróttamanna á Íslandi að vera vel á verði gagnvart þeim fæðubótarefnum sem verið er að neyta. Það er ávallt á ábyrgð hvers og eins íþróttamanns hvað hann lætur ofan í sig og mun Jóhann Birgir því ávallt taka fulla ábyrgð og sætta sig við niðurstöðu dómstóls ÍSÍ, sama hver hún kann að vera. Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir munu ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða dómstóls ÍSÍ liggur fyrir.Fyrir hönd handknattleiksdeildar FH,Ásgeir Jónsson formaðurJóhann Birgir Ingvarsson
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15 FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Leikmaður FH sagður hafa fallið á lyfjaprófi Á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann vegna steranotkunar. 9. apríl 2015 09:15
FH vill ekki staðfesta neitt Formaður handknattleiksdeildar FH, Ásgeir Jónsson, vildi hvorki neita því né játa í samtali við Vísi í dag að leikmaður liðsins hefði fallið á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik ÍBV og FH þann 28. febrúar. 9. apríl 2015 13:15