Erlent

Hafði sagt Lufthansa frá veikindum sínum

Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings.
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings. vísir/afp
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings, greindi flugfélaginu Lufthansa árið 2009 frá andlegum veikindum sínum. Flugfélagið sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í dag og kveðst hafa afhent saksóknurum í Dusseldorf öll gögn er tengjast Lubitz.

Áður hafði komið fram að Lubitz hefði leynt veikindunum frá vinnuveitanda sínum en að gögn hafi fundist á heimili hans sem sýndu fram á alvarlegt þunglyndi og sjálfsvígshugsanir hans.

Í frétt norska blaðsins Verdens Gang kemur fram að Lubitz hafi upplýst Lufthansa um veikindin í tölvuskeyti árið 2009, eftir að hafa sótt námskeið á vegum félagsins. Tók hann sér því nokkurra mánaða frí frá vinnu.


Tengdar fréttir

„Opnaðu helvítis dyrnar!“

Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag.

Flugmenn koma Lubitz til varnar

Samband atvinnuflugmanna í Þýskalandi segir ótímabært að staðhæfa um aðgerðir Lubitz án hins svarta kassans.

Vara við fordómum gagnvart þunglyndum

Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi.

Fundu geðlyf heima hjá Lubitz

Þýska blaðið Welt am Sonntag greinir frá því í dag að geðlyf hafi fundist heima hjá þýska flugmanninum Andreas Lubitz sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×