Fyrir neðan virðingu Alþingis að taka við skýrslu á ensku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2015 20:25 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, furðar sig á skýrslu Frosta Sigurjónssonar um endurbætur á peningakerfinu, sem rituð er á ensku. vísir/vilhelm Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, segir ákvörðun Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahagsnefndar Alþingis, um að skila skýrslu sinni á ensku sæta furðu. Skýr lög gildi um stöðu íslenskrar tungu; hún sé mál Alþingis og stjórnvalda og því sé það fyrir neðan virðingu Alþingis að taka við skýrslunni. Skýringar Frosta eru á þá leið að of dýrt og tímafrekt hafi verið að þýða skýrsluna á íslensku. Eiríkur segir þau rök út í hött.Orðhengilsháttur og rökleysa „Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að það kostar eitthvað að tala íslensku í landinu. Það er um ár síðan Frosta var falið að skrifa þessa skýrslu og hefði verið lagt upp með það að skrifa skýrsluna á íslensku þá hefði ekki farið neinn auka tími í þetta. Hvað varðar kostnaðinn fékk hann fjórar milljónir til ráðstöfunar en segist bara hafa notað helminginn. Það hefði verið hægt að nota til að þýða skýrsluna,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. „Það er hans ákvörðun að skrifa skýrsluna á ensku þannig að þetta er bara orðhengilsháttur og engin rök í málinu,“ bætir hann við. Þá segir Eiríkur að með því að skila inn opinberum gögnum á annarri tungu en móðurmálinu aukist líkur á misskilningi umtalsvert. Skýrsla utanríkisráðherra sé gott dæmi um það. „Manni finnst ekki þurfa að ræða það að opinber gögn sem lögð eru fyrir þingið hljóti að þurfa að vera á íslensku.“ Samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu er íslenska þjóðtunga og opinbert mál á Íslandi. Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu. Alþingi Tengdar fréttir Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Frosti Sigurjónsson skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 31. mars 2015 10:51 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, segir ákvörðun Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahagsnefndar Alþingis, um að skila skýrslu sinni á ensku sæta furðu. Skýr lög gildi um stöðu íslenskrar tungu; hún sé mál Alþingis og stjórnvalda og því sé það fyrir neðan virðingu Alþingis að taka við skýrslunni. Skýringar Frosta eru á þá leið að of dýrt og tímafrekt hafi verið að þýða skýrsluna á íslensku. Eiríkur segir þau rök út í hött.Orðhengilsháttur og rökleysa „Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að það kostar eitthvað að tala íslensku í landinu. Það er um ár síðan Frosta var falið að skrifa þessa skýrslu og hefði verið lagt upp með það að skrifa skýrsluna á íslensku þá hefði ekki farið neinn auka tími í þetta. Hvað varðar kostnaðinn fékk hann fjórar milljónir til ráðstöfunar en segist bara hafa notað helminginn. Það hefði verið hægt að nota til að þýða skýrsluna,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. „Það er hans ákvörðun að skrifa skýrsluna á ensku þannig að þetta er bara orðhengilsháttur og engin rök í málinu,“ bætir hann við. Þá segir Eiríkur að með því að skila inn opinberum gögnum á annarri tungu en móðurmálinu aukist líkur á misskilningi umtalsvert. Skýrsla utanríkisráðherra sé gott dæmi um það. „Manni finnst ekki þurfa að ræða það að opinber gögn sem lögð eru fyrir þingið hljóti að þurfa að vera á íslensku.“ Samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu er íslenska þjóðtunga og opinbert mál á Íslandi. Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu.
Alþingi Tengdar fréttir Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Frosti Sigurjónsson skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 31. mars 2015 10:51 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Sjá meira
Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Frosti Sigurjónsson skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 31. mars 2015 10:51