Hoffmann leiðir enn á Bay Hill 21. mars 2015 02:51 Morgan Hoffmann hefur leikið frábærlega á Bay Hill. vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Morgan Hoffmann leiðir á Arnold Palmer Invitational en eftir tvo hringi á Bay Hill vellinum er hann á 13 höggum undir pari, þremur höggum á undan næstu mönnum. Hoffmann fékk að vita að amma hans hefði látist rétt áður en hann hóf leik á fyrsta hring í gær en síðan þá hefur hann leikið frábært golf. Á eftir honum koma þeir Matt Every, Harris English og Henrik Stenson á tíu höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, er í sjötta sæti á átta höggum undir pari og gæti með góðum hring í dag blandað sér í baráttuna um sigurinn. Bay Hill völlurinn hefur ekki reynst bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar eins erfiður og venjulega en miklar rigningar og mjúkar flatir hafa gefið mörgum þeirra tækifæri á því að skora vel. Það verður því áhugavert að sjá hvað kylfingar blanda sér í baráttuna um sigurinn á morgun en þriðji hringur á Arnold Palmer Invitanional verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 16:30. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Morgan Hoffmann leiðir á Arnold Palmer Invitational en eftir tvo hringi á Bay Hill vellinum er hann á 13 höggum undir pari, þremur höggum á undan næstu mönnum. Hoffmann fékk að vita að amma hans hefði látist rétt áður en hann hóf leik á fyrsta hring í gær en síðan þá hefur hann leikið frábært golf. Á eftir honum koma þeir Matt Every, Harris English og Henrik Stenson á tíu höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, er í sjötta sæti á átta höggum undir pari og gæti með góðum hring í dag blandað sér í baráttuna um sigurinn. Bay Hill völlurinn hefur ekki reynst bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar eins erfiður og venjulega en miklar rigningar og mjúkar flatir hafa gefið mörgum þeirra tækifæri á því að skora vel. Það verður því áhugavert að sjá hvað kylfingar blanda sér í baráttuna um sigurinn á morgun en þriðji hringur á Arnold Palmer Invitanional verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 16:30.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira