Matt Every varði titilinn á Bay Hill eftir magnaðan lokahring 23. mars 2015 19:00 Every var í banastuði í gær. Getty Matt Every er ekki talinn einn af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar en það er eitthvað við að spila á hinum sögufræga Bay Hill velli sem dregur fram það besta í honum. Every lék frábært golf á lokahringnum í gær og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Það dugði honum til þess að verja titilinn á Arnold Palmer Invitational, einu sterkasta móti á PGA-mótaröðinni á árinu. Hann lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en Henrik Stenson, sem leiddi fyrir lokahringinn, endaði í öðru sæti á 18 höggum undir pari. Stenson nagar sig eflaust í handbökin en tvö þrípútt á lokaholunum í gær kostuðu hann mikið. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, var meðal þátttakenda um helgina en nokkur klaufamistök urðu til þess að hann var ekki í baráttu efstu manna á lokahringnum í gær. Hann endaði jafn í 11. sæti á 11 höggum undir pari en þetta er síðasta mótið sem hann tekur þátt í áður en Masters mótið fer fram snemma í apríl. Fyrir sigurinn fékk Matt Every rúmlega 140 milljónir króna og þátttökurétt á stærstu mótum ársins en næsta mót á PGA-mótaröðinni er Valero Texas Open og hefst það á fimmtudaginn. Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Matt Every er ekki talinn einn af sterkustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar en það er eitthvað við að spila á hinum sögufræga Bay Hill velli sem dregur fram það besta í honum. Every lék frábært golf á lokahringnum í gær og kom inn á 66 höggum eða sex undir pari. Það dugði honum til þess að verja titilinn á Arnold Palmer Invitational, einu sterkasta móti á PGA-mótaröðinni á árinu. Hann lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en Henrik Stenson, sem leiddi fyrir lokahringinn, endaði í öðru sæti á 18 höggum undir pari. Stenson nagar sig eflaust í handbökin en tvö þrípútt á lokaholunum í gær kostuðu hann mikið. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, var meðal þátttakenda um helgina en nokkur klaufamistök urðu til þess að hann var ekki í baráttu efstu manna á lokahringnum í gær. Hann endaði jafn í 11. sæti á 11 höggum undir pari en þetta er síðasta mótið sem hann tekur þátt í áður en Masters mótið fer fram snemma í apríl. Fyrir sigurinn fékk Matt Every rúmlega 140 milljónir króna og þátttökurétt á stærstu mótum ársins en næsta mót á PGA-mótaröðinni er Valero Texas Open og hefst það á fimmtudaginn.
Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira