„Svo mikið Gamla Ísland að manni verður ómótt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2015 16:55 Helgi Hjörvar, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Birgitta Jónsdóttir voru á meðal þeirra sem ræddu ívilnunarsamning Matorku á Alþingi í dag. Vísir Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. Sitt sýnist hverjum um samninginn sem getur í mesta lagi hljóðað upp á 425 milljónir samkvæmt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Auk þess hefur fyrirtækið óskað eftir að fá 52 milljónir í þjálfunarstyrk sem það getur átt rétt á að hluta en hámark ívilnana er 450 milljónir króna. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og sagði um stórfurðulegan ívilnunarsamning að ræða. Spurði hann meðal annar hvernig ráðherra réttlætti þennan samning og hvernig hún leyfði sér að gera samninga án þess að fara eftir gildandi lögum. Vísaði hann til þess að engin rammalöggjöf er nú í gildi vegna fjárfestingasamninga en lög sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna setti árið 2010 runnu úr gildi árið 2013. Fyrir þinginu liggur nú nýtt frumvarp iðnaðar-og viðskiptaráðherra um ívilnanir nýsköpunarfyrirtækja og er samningurinn við Matorku gerður með fyrirvara um að það frumvarp verði samþykkt. „Hvers vegna fær þetta fyrirtæki sérmeðferð hjá ráðherra? Ég segi að það fái sérmeðferð vegna þess að tvö önnur fyrirtæki, Thorsil og Algalíf, fengu samninga sem voru sérstaklega lagðir fyrir þingið því það eru engin lög í gildi. Hefði ekki þvert á móti verið ástæða til að fara sérstaklega varlega vegna margvíslegra tengsla fyrirtækisins við Sjálfstæðisflokkinn?“ sagði Helgi.„Hátt reitt til höggs en þetta eru vindhögg“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, sagði Helga hafa farið með rangt mál í öllum grundvallaratriðum varðandi samninginn. „Andstæðingar þessa máls hafa lagt mikið á sig til þess að gera það tortryggilegt. Síðast í morgun tók fyrrverandi formaður Samfylkingar þennan samning sem dæmi um þá spillingu sem viðgengst í núverandi ríkisstjórn. Ég verð að segja að það er hátt reitt til höggs en þetta eru vindhögg. Ég fullyrði það að þessi samningur hefði fengið nákvæmlega sömu afgreiðslu hjá seinustu þremur iðnaðar-og viðskiptaráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur, Oddnýju Harðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni,“ sagði Ragnheiður Elín. Þá sagði hún að nákvæmlega sömu leikreglum hefði verið fylgt við gerð samningsins og síðustu fimm ár.Sagði eiganda Matorku hafa setið beggja megin borðsins Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að það alvarlegasta við málið hafa verið það að eigandi Matorku sat beggja vegna borðsins. Þar vísaði hún í það að einn af hluthöfum í Matorku, Eiríkur Svavarsson, kom fyrir atvinnuveganefnd þingsins fyrir hönd lögmannafélagsins og veitti umsögn fyrir hönd lögmannafélagsins um áðurnefnt frumvarp um ívilnanir. Fram hefur komið að Eiríkur hafi ekki upplýst nefndina um eignarhlut sinn í Matorku en hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði ekki haft neinna hagsmuna að gæta. „Eigandi Matorku sat beggja megin borðs við garð þessa risasamnings, þar er kjarni málsins. [...] Mig langar því að spyrja ráðherrann hvort að þetta sé í samræmi við stefnu og sýn Sjálfstæðisflokksins að mismuna á þeim grundvelli að aðili sem fær 426 milljónir í formi afslátta á sköttum sitji beggja vegna borðs og mæti meira að segja fyrir atvinnuveganefnd án þess að skýra nefndinni frá því,“ sagði Birgitta.Uppfært klukkan 18:30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að samningurinn hljóðaði upp á 450 milljónir króna. Það er ekki rétt, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, og hefur nú verið leiðrétt. Alþingi Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Segir fjárfestingasamninginn ekki raska samkeppni á fiskeldismarkaði Forstjóri Matorku að ýmsar rangfærslur hafi komið fram í fjölmiðlum varðandi fjárfestingarsamning Matorku við ríkið. 19. mars 2015 08:42 Þingmenn ósáttir við rök ráðherrans Ívilnanasamningur ríkisins við Matorku var til umræðu á atvinnuveganefndarfundi þingsins í gær. Nefndarmenn minnihlutans voru ekki sáttir við röksemdafærslu ráðherrans. "Skekkir leikinn á markaði,“ segir Björt Ólafsdóttir. 20. mars 2015 08:45 Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19 Segist enga hagsmuna eiga vegna nýs frumvarps Eiríkur Svavarsson, einn af eigendum Matorku ehf, segir að verið sé að leitast við að kasta rýrð á störf sín í laganefnd Lögmannafélags Íslands í ljósi eignarhaldsins á Matorku. 18. mars 2015 14:08 Ráðherra segist hvorki hygla kjördæmi sínu né ættingjum fjármálaráðherra Iðnaðarráðherra segist ekki hafa vitað að ættingjar fjármálaráðherra ættu hlut í Matorku þegar hún skrifaði undir samning við fyrirtækið. 18. mars 2015 19:15 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Sjá meira
Sérstök umræða um ívilnunarsamning Matorku við ríkið fór fram á Alþingi í dag. Sitt sýnist hverjum um samninginn sem getur í mesta lagi hljóðað upp á 425 milljónir samkvæmt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Auk þess hefur fyrirtækið óskað eftir að fá 52 milljónir í þjálfunarstyrk sem það getur átt rétt á að hluta en hámark ívilnana er 450 milljónir króna. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og sagði um stórfurðulegan ívilnunarsamning að ræða. Spurði hann meðal annar hvernig ráðherra réttlætti þennan samning og hvernig hún leyfði sér að gera samninga án þess að fara eftir gildandi lögum. Vísaði hann til þess að engin rammalöggjöf er nú í gildi vegna fjárfestingasamninga en lög sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna setti árið 2010 runnu úr gildi árið 2013. Fyrir þinginu liggur nú nýtt frumvarp iðnaðar-og viðskiptaráðherra um ívilnanir nýsköpunarfyrirtækja og er samningurinn við Matorku gerður með fyrirvara um að það frumvarp verði samþykkt. „Hvers vegna fær þetta fyrirtæki sérmeðferð hjá ráðherra? Ég segi að það fái sérmeðferð vegna þess að tvö önnur fyrirtæki, Thorsil og Algalíf, fengu samninga sem voru sérstaklega lagðir fyrir þingið því það eru engin lög í gildi. Hefði ekki þvert á móti verið ástæða til að fara sérstaklega varlega vegna margvíslegra tengsla fyrirtækisins við Sjálfstæðisflokkinn?“ sagði Helgi.„Hátt reitt til höggs en þetta eru vindhögg“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, sagði Helga hafa farið með rangt mál í öllum grundvallaratriðum varðandi samninginn. „Andstæðingar þessa máls hafa lagt mikið á sig til þess að gera það tortryggilegt. Síðast í morgun tók fyrrverandi formaður Samfylkingar þennan samning sem dæmi um þá spillingu sem viðgengst í núverandi ríkisstjórn. Ég verð að segja að það er hátt reitt til höggs en þetta eru vindhögg. Ég fullyrði það að þessi samningur hefði fengið nákvæmlega sömu afgreiðslu hjá seinustu þremur iðnaðar-og viðskiptaráðherrum, þeim Katrínu Júlíusdóttur, Oddnýju Harðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni,“ sagði Ragnheiður Elín. Þá sagði hún að nákvæmlega sömu leikreglum hefði verið fylgt við gerð samningsins og síðustu fimm ár.Sagði eiganda Matorku hafa setið beggja megin borðsins Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að það alvarlegasta við málið hafa verið það að eigandi Matorku sat beggja vegna borðsins. Þar vísaði hún í það að einn af hluthöfum í Matorku, Eiríkur Svavarsson, kom fyrir atvinnuveganefnd þingsins fyrir hönd lögmannafélagsins og veitti umsögn fyrir hönd lögmannafélagsins um áðurnefnt frumvarp um ívilnanir. Fram hefur komið að Eiríkur hafi ekki upplýst nefndina um eignarhlut sinn í Matorku en hann sagði í yfirlýsingu að hann hefði ekki haft neinna hagsmuna að gæta. „Eigandi Matorku sat beggja megin borðs við garð þessa risasamnings, þar er kjarni málsins. [...] Mig langar því að spyrja ráðherrann hvort að þetta sé í samræmi við stefnu og sýn Sjálfstæðisflokksins að mismuna á þeim grundvelli að aðili sem fær 426 milljónir í formi afslátta á sköttum sitji beggja vegna borðs og mæti meira að segja fyrir atvinnuveganefnd án þess að skýra nefndinni frá því,“ sagði Birgitta.Uppfært klukkan 18:30: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að samningurinn hljóðaði upp á 450 milljónir króna. Það er ekki rétt, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, og hefur nú verið leiðrétt.
Alþingi Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Segir fjárfestingasamninginn ekki raska samkeppni á fiskeldismarkaði Forstjóri Matorku að ýmsar rangfærslur hafi komið fram í fjölmiðlum varðandi fjárfestingarsamning Matorku við ríkið. 19. mars 2015 08:42 Þingmenn ósáttir við rök ráðherrans Ívilnanasamningur ríkisins við Matorku var til umræðu á atvinnuveganefndarfundi þingsins í gær. Nefndarmenn minnihlutans voru ekki sáttir við röksemdafærslu ráðherrans. "Skekkir leikinn á markaði,“ segir Björt Ólafsdóttir. 20. mars 2015 08:45 Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19 Segist enga hagsmuna eiga vegna nýs frumvarps Eiríkur Svavarsson, einn af eigendum Matorku ehf, segir að verið sé að leitast við að kasta rýrð á störf sín í laganefnd Lögmannafélags Íslands í ljósi eignarhaldsins á Matorku. 18. mars 2015 14:08 Ráðherra segist hvorki hygla kjördæmi sínu né ættingjum fjármálaráðherra Iðnaðarráðherra segist ekki hafa vitað að ættingjar fjármálaráðherra ættu hlut í Matorku þegar hún skrifaði undir samning við fyrirtækið. 18. mars 2015 19:15 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Sjá meira
700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14
Segir fjárfestingasamninginn ekki raska samkeppni á fiskeldismarkaði Forstjóri Matorku að ýmsar rangfærslur hafi komið fram í fjölmiðlum varðandi fjárfestingarsamning Matorku við ríkið. 19. mars 2015 08:42
Þingmenn ósáttir við rök ráðherrans Ívilnanasamningur ríkisins við Matorku var til umræðu á atvinnuveganefndarfundi þingsins í gær. Nefndarmenn minnihlutans voru ekki sáttir við röksemdafærslu ráðherrans. "Skekkir leikinn á markaði,“ segir Björt Ólafsdóttir. 20. mars 2015 08:45
Gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss Ráðuneytið segir Kastljós hafa farið rangt með nokkur atriði í umfjöllun sinni um Matorku. 18. mars 2015 13:19
Segist enga hagsmuna eiga vegna nýs frumvarps Eiríkur Svavarsson, einn af eigendum Matorku ehf, segir að verið sé að leitast við að kasta rýrð á störf sín í laganefnd Lögmannafélags Íslands í ljósi eignarhaldsins á Matorku. 18. mars 2015 14:08
Ráðherra segist hvorki hygla kjördæmi sínu né ættingjum fjármálaráðherra Iðnaðarráðherra segist ekki hafa vitað að ættingjar fjármálaráðherra ættu hlut í Matorku þegar hún skrifaði undir samning við fyrirtækið. 18. mars 2015 19:15