Mengun yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkutíma Svavar Hávarðsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Mikil mengun hefur mælst í hrauninu og í gígnum eftir að gosinu lauk. Mynd/Ármann Höskuldsson Loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkustundir á Höfn í Hornafirði frá því að gosið hófst og til 21. janúar. Á því tímabili mældist mengunin yfir þeim mörkum í fleiri klukkutíma í Reykjavík heldur en á Reyðarfirði. Þetta kom m.a. fram í máli Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings á Umhverfisstofnun, á málþingi í gær um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki. Málþingið var haldið á vegum almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Bændasamtakanna auk atvinnuvega - og umhverfisráðuneytisins. Þorsteinn gerði grein fyrir því að brennisteinsdíoxíð (SO2) mengunin frá gosinu var 20.000 til 60.000 tonn á dag, og því löngu ljóst að gosið er gasríkasta hraungos á Íslandi frá því á 18. öld. Til skýringar sagði Þorsteinn að álver Alcoa á Reyðarfirði losar um 16 tonn af SO2 á dag og heildarlosun Evrópusambandslandanna, og þá er allt meðtalið, er 14.000 tonn á dag. Af einstökum mælaniðurstöðum gerði Þorsteinn fyrir fleiri nýjum upplýsingum, eins og að á Akureyri mældist mengun yfir vinnuverndarmörkum klukkustundum saman, og þann dag hefði enginn í raun átt að vinna úti við. „Þó það hafi verið allur gangur á því enda menn ekki viðbúnir þessu, hvorki fyrirtæki né vinnuverndareftirlitið,“ sagði Þorsteinn en hæsta einstaka gildið á þessu tímabili var mælt á Höfn í Hornafirði eða 21.000 míkrógrömm. Mengun mældist jafnframt víða um heim. Á Írlandi 6.september mældist mengun 498 míkrógrömm 1.407 kílómetra frá gosinu. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 míkrógrömm, til samanburðar. Fyrir gosið hafði aldrei mælst meira en 200 míkrógrömm af SO2, en það var mjög nálægt álveri. Þorsteinn útskýrði að þó nokkuð sé liðið frá goslokum er afgösun hraunsins enn mikil, og það ástand mun jafnvel standa í einhverja mánuði. „Rúmri viku eftir að gosinu lauk mældu starfsmenn Veðurstofunnar lífshættulegan styrk í hrauninu og í gígnum þó gosinu væri lokið. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram mælingum til að geta hleypt ferðafólki nær því,“ sagði Þorsteinn en í gær var einmitt hópur að koma sér fyrir við eldstöðina til mælinga.Hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði SO2Fyrir eldgosið í Holuhrauni: 200 míkrógrömmReyðarfjörður: 4.000 míkrógrömm - 13. septemberReykjahlíð: 5.800 míkrógrömm - 1. októberHöfn í Hornafirði: 21.000 míkrógrömm - 26.októberMælt í flugvél í gosmekkinum: 90.000 míkrógrömmVið gosstöðvarnar: 130.000 míkrógrömm Fréttir af flugi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mældist yfir heilsuverndarmörkum í 107 klukkustundir á Höfn í Hornafirði frá því að gosið hófst og til 21. janúar. Á því tímabili mældist mengunin yfir þeim mörkum í fleiri klukkutíma í Reykjavík heldur en á Reyðarfirði. Þetta kom m.a. fram í máli Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings á Umhverfisstofnun, á málþingi í gær um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki. Málþingið var haldið á vegum almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Bændasamtakanna auk atvinnuvega - og umhverfisráðuneytisins. Þorsteinn gerði grein fyrir því að brennisteinsdíoxíð (SO2) mengunin frá gosinu var 20.000 til 60.000 tonn á dag, og því löngu ljóst að gosið er gasríkasta hraungos á Íslandi frá því á 18. öld. Til skýringar sagði Þorsteinn að álver Alcoa á Reyðarfirði losar um 16 tonn af SO2 á dag og heildarlosun Evrópusambandslandanna, og þá er allt meðtalið, er 14.000 tonn á dag. Af einstökum mælaniðurstöðum gerði Þorsteinn fyrir fleiri nýjum upplýsingum, eins og að á Akureyri mældist mengun yfir vinnuverndarmörkum klukkustundum saman, og þann dag hefði enginn í raun átt að vinna úti við. „Þó það hafi verið allur gangur á því enda menn ekki viðbúnir þessu, hvorki fyrirtæki né vinnuverndareftirlitið,“ sagði Þorsteinn en hæsta einstaka gildið á þessu tímabili var mælt á Höfn í Hornafirði eða 21.000 míkrógrömm. Mengun mældist jafnframt víða um heim. Á Írlandi 6.september mældist mengun 498 míkrógrömm 1.407 kílómetra frá gosinu. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 míkrógrömm, til samanburðar. Fyrir gosið hafði aldrei mælst meira en 200 míkrógrömm af SO2, en það var mjög nálægt álveri. Þorsteinn útskýrði að þó nokkuð sé liðið frá goslokum er afgösun hraunsins enn mikil, og það ástand mun jafnvel standa í einhverja mánuði. „Rúmri viku eftir að gosinu lauk mældu starfsmenn Veðurstofunnar lífshættulegan styrk í hrauninu og í gígnum þó gosinu væri lokið. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram mælingum til að geta hleypt ferðafólki nær því,“ sagði Þorsteinn en í gær var einmitt hópur að koma sér fyrir við eldstöðina til mælinga.Hæstu mælingar á brennisteinsdíoxíði SO2Fyrir eldgosið í Holuhrauni: 200 míkrógrömmReyðarfjörður: 4.000 míkrógrömm - 13. septemberReykjahlíð: 5.800 míkrógrömm - 1. októberHöfn í Hornafirði: 21.000 míkrógrömm - 26.októberMælt í flugvél í gosmekkinum: 90.000 míkrógrömmVið gosstöðvarnar: 130.000 míkrógrömm
Fréttir af flugi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira