Tvöfalda þarf hótelrými á 7 árum Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2015 08:44 Grafík/GarðarSvavar Ef spá Landsbankans um þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi gengur eftir þarf að fjölga hótelherbergjum í Reykjavík um 600 á ári frá árinu 2016 til 2022. Fjölgun hótelherbergja á þessum sjö árum þarf því að samsvara allri uppbyggingu hótela í Reykjavík frá upphafi og til ársloka 2015. Á ráðstefnu Landsbankans um stöðu og horfur í ferðaþjónustu, undir yfirskriftinni Eru milljón ferðamenn vandamál?, ræddi Davíð Björnsson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði bankans, um hvort komið sé nóg af hótelum í Reykjavík og hver þörfin fyrir uppbyggingu hótela í Reykjavík er á næstu árum, og er ofantalið meðal niðurstaðna hans.Fljótlega 1,5 milljónir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári; 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017.Hóflegar spár Davíð lagði út frá þessum tölum í greiningu sinni á uppbyggingu gistiaðstöðu í Reykjavík og benti á að herbergjum í Reykjavík, á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum, hafði fjölgað úr 1.500 árið 2000 í 2.700 árið 2010. Þau verða 4.000 í árslok, og því nemur fjölgunin á þessu tímabilinu 2010 til 2015 1.300 hótelherbergjum, eða að meðaltali 260 herbergjum á ári. „Mörgum hefur þótt nóg um þessa fjölgun og velt því fyrir sér hvort hún sé of mikil,“ sagði Davíð en sú uppbygging gistiaðstöðu sem hann nefndi frá árinu 2000, og er í farvatninu á allra næstu árum, fer ekki svo mikið sem nálægt því að halda í við ferðamannastrauminn – eða sprenginguna sem er staðreynd síðustu árin. „Ég miða síðan við spá Hagfræðideildar Landsbankans um 15% vöxt á árinu 2016 og 8% vöxt árið 2017. Til að nota eitthvað miðaði ég síðan við að árlegur vöxtur eftir árið 2017 verði áfram 8%. Ég held að flestir geti verið sammála um að þessi spá sé fremur hófleg, a.m.k. sé hún borin saman við þá sprengingu, sem við höfum orðið vitni að á síðustu fimm árum,“ sagði Davíð og miðað við tölfræðina til 2017 verða ferðamenn orðnir tvær milljónir talsins árið 2021. Þörf fyrir ný hótelherbergi byggir Davíð á þessum forsendum. „Ég geng út frá því í þessum útreikningum að nýting hótelherbergja í Reykjavík verði að meðaltali 75%, sem er mjög hátt, og töluvert yfir langtímajafnvægi, en þó lægri en við höfum séð frá og með árinu 2012. Í árslok 2015 verða um 4.000 hótelherbergi í Reykjavík, en þyrftu að vera 440 fleiri miðað við þessar forsendur. Við sjáum að í lok þessa spátímabils, í árslok 2022, þyrftu hótelherbergi í Reykjavík að vera 8.100 talsins miðað við sömu forsendur.“ 600 herbergi á ári Eins og Davíð bendir réttilega á opinberast í tölum hans sú staðreynd að fjölga þarf um tæplega 600 hótelherbergi á ári á árabilinu 2016 til 2022. „Til að setja þetta í samhengi þyrfti að reisa ný hótel á næstu sjö árum, sem rúmuðu jafn mörg herbergi og öll hótel í Reykjavík, sem byggð voru eða tekin verða í notkun í Reykjavík til ársloka 2015,“ sagði Davíð og bætti við að það sé mat Landsbankans að ekki náist að anna þessu framboði, sér í lagi á fyrri hluta tímabilsins en að framboð geti aukist frá og með árinu 2018. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru tiltölulega fá ný hótelverkefni í farvatninu sem stendur, upplýsti Davíð en tvö til fjögur ár líða yfirleitt áður en hugmynd er þróuð þangað til hótel rís.Gríðarleg fjárfesting Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða ef Davíð reynist sannspár um þörf og uppbyggingu næstu ára. Algengt er að stofnkostnaður við nýtt hótelherbergi sé á bilinu 18 til 20 milljónir króna og því er hér um að ræða árlega fjárfestingarþörf á bilinu 11 til 12 milljarðar króna á ári, eða allt að 80 milljarðar á tímabilinu 2016 til 2022. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Ef spá Landsbankans um þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi gengur eftir þarf að fjölga hótelherbergjum í Reykjavík um 600 á ári frá árinu 2016 til 2022. Fjölgun hótelherbergja á þessum sjö árum þarf því að samsvara allri uppbyggingu hótela í Reykjavík frá upphafi og til ársloka 2015. Á ráðstefnu Landsbankans um stöðu og horfur í ferðaþjónustu, undir yfirskriftinni Eru milljón ferðamenn vandamál?, ræddi Davíð Björnsson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði bankans, um hvort komið sé nóg af hótelum í Reykjavík og hver þörfin fyrir uppbyggingu hótela í Reykjavík er á næstu árum, og er ofantalið meðal niðurstaðna hans.Fljótlega 1,5 milljónir Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu. Með gestum af farþegaskipum losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári; 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450 þúsund árið 2017.Hóflegar spár Davíð lagði út frá þessum tölum í greiningu sinni á uppbyggingu gistiaðstöðu í Reykjavík og benti á að herbergjum í Reykjavík, á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum, hafði fjölgað úr 1.500 árið 2000 í 2.700 árið 2010. Þau verða 4.000 í árslok, og því nemur fjölgunin á þessu tímabilinu 2010 til 2015 1.300 hótelherbergjum, eða að meðaltali 260 herbergjum á ári. „Mörgum hefur þótt nóg um þessa fjölgun og velt því fyrir sér hvort hún sé of mikil,“ sagði Davíð en sú uppbygging gistiaðstöðu sem hann nefndi frá árinu 2000, og er í farvatninu á allra næstu árum, fer ekki svo mikið sem nálægt því að halda í við ferðamannastrauminn – eða sprenginguna sem er staðreynd síðustu árin. „Ég miða síðan við spá Hagfræðideildar Landsbankans um 15% vöxt á árinu 2016 og 8% vöxt árið 2017. Til að nota eitthvað miðaði ég síðan við að árlegur vöxtur eftir árið 2017 verði áfram 8%. Ég held að flestir geti verið sammála um að þessi spá sé fremur hófleg, a.m.k. sé hún borin saman við þá sprengingu, sem við höfum orðið vitni að á síðustu fimm árum,“ sagði Davíð og miðað við tölfræðina til 2017 verða ferðamenn orðnir tvær milljónir talsins árið 2021. Þörf fyrir ný hótelherbergi byggir Davíð á þessum forsendum. „Ég geng út frá því í þessum útreikningum að nýting hótelherbergja í Reykjavík verði að meðaltali 75%, sem er mjög hátt, og töluvert yfir langtímajafnvægi, en þó lægri en við höfum séð frá og með árinu 2012. Í árslok 2015 verða um 4.000 hótelherbergi í Reykjavík, en þyrftu að vera 440 fleiri miðað við þessar forsendur. Við sjáum að í lok þessa spátímabils, í árslok 2022, þyrftu hótelherbergi í Reykjavík að vera 8.100 talsins miðað við sömu forsendur.“ 600 herbergi á ári Eins og Davíð bendir réttilega á opinberast í tölum hans sú staðreynd að fjölga þarf um tæplega 600 hótelherbergi á ári á árabilinu 2016 til 2022. „Til að setja þetta í samhengi þyrfti að reisa ný hótel á næstu sjö árum, sem rúmuðu jafn mörg herbergi og öll hótel í Reykjavík, sem byggð voru eða tekin verða í notkun í Reykjavík til ársloka 2015,“ sagði Davíð og bætti við að það sé mat Landsbankans að ekki náist að anna þessu framboði, sér í lagi á fyrri hluta tímabilsins en að framboð geti aukist frá og með árinu 2018. Ástæðan er einfaldlega sú að það eru tiltölulega fá ný hótelverkefni í farvatninu sem stendur, upplýsti Davíð en tvö til fjögur ár líða yfirleitt áður en hugmynd er þróuð þangað til hótel rís.Gríðarleg fjárfesting Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða ef Davíð reynist sannspár um þörf og uppbyggingu næstu ára. Algengt er að stofnkostnaður við nýtt hótelherbergi sé á bilinu 18 til 20 milljónir króna og því er hér um að ræða árlega fjárfestingarþörf á bilinu 11 til 12 milljarðar króna á ári, eða allt að 80 milljarðar á tímabilinu 2016 til 2022.
Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira