Gagnrýnir töf á friðlýsingum svæða Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 13:51 Formaður Vinstri grænna gagnrýnir umhverfisráðherra harðlega fyrir tafir á framkvæmd vilja Alþingis um friðlýsingu svæða. vísir/vilhelm Formaður Vinstri grænna gagnrýndi umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í morgun fyrir seinagang í friðlýsingu svæða. Ráðherra sagði mörg svæði bíða friðlýsingar og kostnaður við friðlýsingar væri mikill. En ríkisstjórnin skerti framlög til málaflokksins á síðasta ári að sögn formanns Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Sigrúnu Magnúsdóttur um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Samkvæmt rammaáætlun séu mörg svæði í verndarflokki og þá eigi samkvæmt lögum þegar að hefja vinnu við friðlýsingu þeirra. Haldlítil svör hafi hins vegar borist við skriflegri fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig þessum friðlýsingum vindi fram allt frá því í nóvember 2013. Katrín sagði að rúmu ári seinna eða í desember síðast liðnum hafi nánast sömu svör komið við sams konar fyrirspurn. „Það er unnið að því að móta hugmyndir um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs það er í skoðun hvort svæðið geti fallið að Vatnajökulsþjóðgarði, enn liggur ekki fyrir afmörkun svæðisins, enn liggur ekki fyrri hvernig friðlýsing verður útfærð, enn liggur ekki fyrri niðurstaða um friðlýsingu, nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir, enn liggur ekki fyrir hvernig friðlýsing verður útfærð, unnið hefur verið að breytingum, enn liggur ekki fyrir hvernig hægt verður að ná fram markmiðum um vernd svæðisins,“ taldi Katrín upp úr fyrri skriflegum svörum umhverfisráðherra. Þetta væri algerlega ófullnægjandi árangur því meðan svæðin væru ekki formlega friðlýst væri hægt að gera tillögur annars konar nýtingu á þeim. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði rétt að unnið væri í þessum málum. „Ef til vill erum við kannski með fullmargar friðlýsingar undir og það tefji málið,“ svaraði umhverfisráðherra. Þá hafi landfræðilegar afmarkanir ekki verið nógu nákvæmar í þingsályktun um þau svæði sem sett væru í verndarflokk. „Ég segi það, ég vil frekar að við tökum og setjum í forgang ákveðnar friðlýsingar og jafnvel þá stærri svæði og gerum það vandlega og skiljum það að friðlýsing þýðir líka að það þarf að setja frjármagn varðandi vöktunina og að það sé hugsað um það. En það hefur ekki oft verið gætt að því. Og það þýðir ekki bara að friðlýsa, maður verður líka að hugsa um hinn endann, hvað þetta þýðir til framtíðar varðandi rekstur og annað þess háttar,“ sagði Sigrún. Katrín spurði hvort ráðherrann teldi of mörg svæði vera í verndarflokki og væri því óssammála samþykkt Alþingis og minnt ráðherrann á hver hefði tekið ákvörðun um að skerða fjármagn vegna kostnaðar við friðlýsingar. „Það var þessi sami hæstvirti ráðherra og sá stjórnarmeirihluti sem hún tilheyrir sem ákvað, tók þá pólitísku ákvörðun, að skera niður frjármagn til friðlýsinga. Þannig að það er ekki boðlegt herra forseti að koma hér upp og segja; það eru of mörg svæði, þetta eru of margar friðlýsingar, fullmargar friðlýsingar. Þetta er það sem Alþingi hefur samþykkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gagnrýndi umhverfisráðherra harðlega á Alþingi í morgun fyrir seinagang í friðlýsingu svæða. Ráðherra sagði mörg svæði bíða friðlýsingar og kostnaður við friðlýsingar væri mikill. En ríkisstjórnin skerti framlög til málaflokksins á síðasta ári að sögn formanns Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði Sigrúnu Magnúsdóttur um stöðu friðlýsinga á svæðum og virkjanakostum í verndarflokki. Samkvæmt rammaáætlun séu mörg svæði í verndarflokki og þá eigi samkvæmt lögum þegar að hefja vinnu við friðlýsingu þeirra. Haldlítil svör hafi hins vegar borist við skriflegri fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig þessum friðlýsingum vindi fram allt frá því í nóvember 2013. Katrín sagði að rúmu ári seinna eða í desember síðast liðnum hafi nánast sömu svör komið við sams konar fyrirspurn. „Það er unnið að því að móta hugmyndir um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs það er í skoðun hvort svæðið geti fallið að Vatnajökulsþjóðgarði, enn liggur ekki fyrir afmörkun svæðisins, enn liggur ekki fyrri hvernig friðlýsing verður útfærð, enn liggur ekki fyrri niðurstaða um friðlýsingu, nákvæm afmörkun liggur ekki fyrir, enn liggur ekki fyrir hvernig friðlýsing verður útfærð, unnið hefur verið að breytingum, enn liggur ekki fyrir hvernig hægt verður að ná fram markmiðum um vernd svæðisins,“ taldi Katrín upp úr fyrri skriflegum svörum umhverfisráðherra. Þetta væri algerlega ófullnægjandi árangur því meðan svæðin væru ekki formlega friðlýst væri hægt að gera tillögur annars konar nýtingu á þeim. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði rétt að unnið væri í þessum málum. „Ef til vill erum við kannski með fullmargar friðlýsingar undir og það tefji málið,“ svaraði umhverfisráðherra. Þá hafi landfræðilegar afmarkanir ekki verið nógu nákvæmar í þingsályktun um þau svæði sem sett væru í verndarflokk. „Ég segi það, ég vil frekar að við tökum og setjum í forgang ákveðnar friðlýsingar og jafnvel þá stærri svæði og gerum það vandlega og skiljum það að friðlýsing þýðir líka að það þarf að setja frjármagn varðandi vöktunina og að það sé hugsað um það. En það hefur ekki oft verið gætt að því. Og það þýðir ekki bara að friðlýsa, maður verður líka að hugsa um hinn endann, hvað þetta þýðir til framtíðar varðandi rekstur og annað þess háttar,“ sagði Sigrún. Katrín spurði hvort ráðherrann teldi of mörg svæði vera í verndarflokki og væri því óssammála samþykkt Alþingis og minnt ráðherrann á hver hefði tekið ákvörðun um að skerða fjármagn vegna kostnaðar við friðlýsingar. „Það var þessi sami hæstvirti ráðherra og sá stjórnarmeirihluti sem hún tilheyrir sem ákvað, tók þá pólitísku ákvörðun, að skera niður frjármagn til friðlýsinga. Þannig að það er ekki boðlegt herra forseti að koma hér upp og segja; það eru of mörg svæði, þetta eru of margar friðlýsingar, fullmargar friðlýsingar. Þetta er það sem Alþingi hefur samþykkt,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Sjá meira