Flóttamenn ekki fleiri í 22 ár Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2015 14:26 Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra. Vísir/EPA Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segja fjölda flóttafólks í fyrra vera þann hæsta í 22 ár. Þar spila átökin í Írak og Sýrlandi mest inn í. Áætlaður fjöldi hælisumsókna í iðnvæddum löndum var 866 þúsund, sem er aukning um 45 prósent frá 2013. Talan var einungis hærri árið 1992 þegar átökin í Bosníu og Hersegóvínu hófust. „Á tíunda áratugnum olli Balkanstríðið því að hundruð þúsunda flúðu heimili sín og sóttu um hæli annarsstaðar,“ segir Antónío Guterres, yfirmaður UNHCR í tilkynningu. „Fjölmörg þeirra fundu skjól í iðnvæddum þjóðum Evrópu, Norður Ameríku og víðar.“ Hann segir ástandið í dag vera svipað og þá, en ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Sýrlandi. „Viðbrögð okkar verða nú að vera eins góð og þau voru þá, að bjóða fólki hæli, tækifæri og vörn fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja þessi hræðilegu átök.“Flestir sóttu um hæli í Þýskalandi Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra, alls tæplega 150 þúsund umsóknir, eða um fimmtungur allra umsókna. Tæplega 70 þúsund Írakar sóttu um hæli í fyrra og um 60 þúsund Afganar. Flestir þeirra sóttu um hæli í Þýskalandi, eða um 173 þúsund. Þá fengu Bandaríkin um 121 þúsund umsóknir, en þær voru flestar frá fólki frá Mexíkó og Suður-Ameríku. Við lok ársins 2014 voru um ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi í Tyrklandi. Alls sóttu tæplega 90 þúsund þeirra um hæli þar. Rúmlega 75 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð og 64 þúsund í Ítalíu. Á vef UNHCR kemur fram að um 265 þúsund manns frá Úkraínu hafi sótt um tímabundið skjól í Rússlandi og 5.800 sóttu um hæli. Alls sóttu 15.700 Úkraínumenn um hæli í iðnvæddum löndum í fyrra, en sú tala hækkaði úr 1.400 á milli ára. Um 60 prósent allrahælisleitenda sóttu um hæli í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ítalíu. Hlutfallið í Svíþjóð var 24,4 hælisleitendur á hverja þúsund íbúa og var það hæsta hlutfallið í fyrra. Flóttamenn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segja fjölda flóttafólks í fyrra vera þann hæsta í 22 ár. Þar spila átökin í Írak og Sýrlandi mest inn í. Áætlaður fjöldi hælisumsókna í iðnvæddum löndum var 866 þúsund, sem er aukning um 45 prósent frá 2013. Talan var einungis hærri árið 1992 þegar átökin í Bosníu og Hersegóvínu hófust. „Á tíunda áratugnum olli Balkanstríðið því að hundruð þúsunda flúðu heimili sín og sóttu um hæli annarsstaðar,“ segir Antónío Guterres, yfirmaður UNHCR í tilkynningu. „Fjölmörg þeirra fundu skjól í iðnvæddum þjóðum Evrópu, Norður Ameríku og víðar.“ Hann segir ástandið í dag vera svipað og þá, en ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Sýrlandi. „Viðbrögð okkar verða nú að vera eins góð og þau voru þá, að bjóða fólki hæli, tækifæri og vörn fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja þessi hræðilegu átök.“Flestir sóttu um hæli í Þýskalandi Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra, alls tæplega 150 þúsund umsóknir, eða um fimmtungur allra umsókna. Tæplega 70 þúsund Írakar sóttu um hæli í fyrra og um 60 þúsund Afganar. Flestir þeirra sóttu um hæli í Þýskalandi, eða um 173 þúsund. Þá fengu Bandaríkin um 121 þúsund umsóknir, en þær voru flestar frá fólki frá Mexíkó og Suður-Ameríku. Við lok ársins 2014 voru um ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi í Tyrklandi. Alls sóttu tæplega 90 þúsund þeirra um hæli þar. Rúmlega 75 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð og 64 þúsund í Ítalíu. Á vef UNHCR kemur fram að um 265 þúsund manns frá Úkraínu hafi sótt um tímabundið skjól í Rússlandi og 5.800 sóttu um hæli. Alls sóttu 15.700 Úkraínumenn um hæli í iðnvæddum löndum í fyrra, en sú tala hækkaði úr 1.400 á milli ára. Um 60 prósent allrahælisleitenda sóttu um hæli í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ítalíu. Hlutfallið í Svíþjóð var 24,4 hælisleitendur á hverja þúsund íbúa og var það hæsta hlutfallið í fyrra.
Flóttamenn Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira