Óvíst með þátttöku Tiger Woods á Masters 26. mars 2015 23:15 Begay og Woods eru nágrannar og góðir vinir. vísir/Getty Bandaríski kylfingurinn Notah Begay segir að það sé langt í frá öruggt að Tiger Woods verði með á Masters mótinu sem hefst eftir tvær vikur. Begay er einn besti vinur Woods en hann vinnur einnig sem fréttamaður og lýsandi á Golf channel og þekkir því vel til aðstæðna þessa fyrrum besta kylfings heims, sem tók sér frí frá golfi snemma í febrúar eftir hræðilega byrjun á árinu. „Ég myndi segja að það séu svona helmingslíkur á því að hann verði með á Masters,“ sagði Begay í útvarpsviðtali við 120 Sports miðilinn. „Fyrir nokkrum vikum hefði ég nánast geta fullyrt að Woods yrði ekki meðal þátttakenda en hann hefur verið að ná miklum framförum undanfarið. Ég held að hann muni ekki snúa til baka fyrr en hann er viss um að geta barist við þá bestu aftur.“ Woods sleppti því að spila á Arnold Palmer Invitational sem fór fram um síðustu helgi en margir bjuggust við því að hann myndi mæta til leiks þar, enda hefur hann sigrað á mótinu átta sinnum á ferlinum . Hann hefur frest til föstudags til þess að skrá sig til leiks á Shell Houston Open sem fram fer í næstu viku sem er síðasta mótið á PGA-mótaröðinni áður en Masters hefst þann 9. apríl. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Notah Begay segir að það sé langt í frá öruggt að Tiger Woods verði með á Masters mótinu sem hefst eftir tvær vikur. Begay er einn besti vinur Woods en hann vinnur einnig sem fréttamaður og lýsandi á Golf channel og þekkir því vel til aðstæðna þessa fyrrum besta kylfings heims, sem tók sér frí frá golfi snemma í febrúar eftir hræðilega byrjun á árinu. „Ég myndi segja að það séu svona helmingslíkur á því að hann verði með á Masters,“ sagði Begay í útvarpsviðtali við 120 Sports miðilinn. „Fyrir nokkrum vikum hefði ég nánast geta fullyrt að Woods yrði ekki meðal þátttakenda en hann hefur verið að ná miklum framförum undanfarið. Ég held að hann muni ekki snúa til baka fyrr en hann er viss um að geta barist við þá bestu aftur.“ Woods sleppti því að spila á Arnold Palmer Invitational sem fór fram um síðustu helgi en margir bjuggust við því að hann myndi mæta til leiks þar, enda hefur hann sigrað á mótinu átta sinnum á ferlinum . Hann hefur frest til föstudags til þess að skrá sig til leiks á Shell Houston Open sem fram fer í næstu viku sem er síðasta mótið á PGA-mótaröðinni áður en Masters hefst þann 9. apríl.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira