Jimmy Walker leiðir eftir tvo hringi í Texas 28. mars 2015 11:30 Jimmy Walker einbeittur á öðrum hring í gær. Getty Bandaríska Ryder-stjarnan, Jimmy Walker, leiðir á Valero Texas Open eftir tvo hringi en hann hefur leikið hringina tvo á TPC San Antonio á sex höggum undir pari. Á eftir honum koma þeir Charley Hoffman og Aaron Baddeley á fimm höggum undir pari en Kevin Na og ungstirnið Jordan Spieth koma þar á eftir á fjórum höggum undir. Aðstæður héldu áfram að gera þátttakendum lífið leitt en mikill vindur hefur verið fyrstu tvo dagana og þegar að mótið er hálfnað eru aðeins 14 kylfingar undir pari vallar, sem verður að teljast mjög óvenjulegt miðað við hversu sterkt mót á PGA-mótaröðinni er um að ræða. Einn af þeim sem eru í góðum málum er Phil Mickelson en hann er á tveimur höggum undir pari og gæti með góðum hring á morgun gert atlögu að efstu mönnum, en þessi vinsæli kylfingur virðist vera að finna sitt besta form fyrir Masters mótið sem hefst eftir tvær vikur. Þriðji hringur á hinum krefjandi TPC San Antonio verður í beinni útendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríska Ryder-stjarnan, Jimmy Walker, leiðir á Valero Texas Open eftir tvo hringi en hann hefur leikið hringina tvo á TPC San Antonio á sex höggum undir pari. Á eftir honum koma þeir Charley Hoffman og Aaron Baddeley á fimm höggum undir pari en Kevin Na og ungstirnið Jordan Spieth koma þar á eftir á fjórum höggum undir. Aðstæður héldu áfram að gera þátttakendum lífið leitt en mikill vindur hefur verið fyrstu tvo dagana og þegar að mótið er hálfnað eru aðeins 14 kylfingar undir pari vallar, sem verður að teljast mjög óvenjulegt miðað við hversu sterkt mót á PGA-mótaröðinni er um að ræða. Einn af þeim sem eru í góðum málum er Phil Mickelson en hann er á tveimur höggum undir pari og gæti með góðum hring á morgun gert atlögu að efstu mönnum, en þessi vinsæli kylfingur virðist vera að finna sitt besta form fyrir Masters mótið sem hefst eftir tvær vikur. Þriðji hringur á hinum krefjandi TPC San Antonio verður í beinni útendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira