Heiðruðu minningu fórnarlambanna Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2015 13:58 Biskupinn Jean-Philippe Nault stýrði athöfninni. Vísir/AFP Fjöldi aðstandenda þeirra sem fórust þegar vél Germanwings var grandað í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn komu saman í dag til að heiðra minningu hinna látnu. Sérstök minningarathöfn var haldin í franska bænum Digne þar sem kveikt var á 150 kertum, eitt fyrir hvern þann sem fórst. Athöfnin var haldin í kirkjunni í Digne-les-Bains sem er nærri þeim stað þar sem vélinni var flogið á fjallið. Biskupinn Jean-Philippe Nault stýrði athöfninni.Í frétt SVT kemur fram að einn aðstandenda, hinn spænski Juan Pardo, segist hafa komið frá Spáni til Digne og segir að vel hafi verið komið fram við aðstandendur fórnarlambanna. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum fyrir allt sem þau hafa gert. Fólk hefur komið mjög vel fram við okkur, sama hvert við komum. Ekki einu sinni leigubílstjórarnir hafa viljað fá greitt.“ Pardo missti fyrrverandi eiginkonu sína, elstu dóttur sína og barnabarn í harmleiknum. Hann segist ekki vilja ræða um orsök atburðarins. „Mér er sama hvort þetta hafi verið slys, eða hvað gerðist. Ég vil ekki vita það og hef ekki áhuga á því.“ Stór minningarathöfn verður haldin í Þýskalandi þann 17. apríl næstkomandi. Athöfnin mun fara fram í dómkirkjunni í Köln, á því svæði þaðan sem fjölmörg fórnarlömb komu. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Joachim Gauck, forseti Þýskalands, hafa bæði boðað komu sína. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Farþegi í vél Germanwings lýsir hjartnæmum skilaboðum flugstjóra Þýska konan Britta Englisch hrósaði flugstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum sérstaklega og hafa nú um 313 þúsund manns líkað við skilaboðin. 27. mars 2015 20:21 „Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23 Vara við fordómum gagnvart þunglyndum Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi. 27. mars 2015 13:21 Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur, eða jafnvirði 7,5 milljón króna. 27. mars 2015 19:58 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Fjöldi aðstandenda þeirra sem fórust þegar vél Germanwings var grandað í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn komu saman í dag til að heiðra minningu hinna látnu. Sérstök minningarathöfn var haldin í franska bænum Digne þar sem kveikt var á 150 kertum, eitt fyrir hvern þann sem fórst. Athöfnin var haldin í kirkjunni í Digne-les-Bains sem er nærri þeim stað þar sem vélinni var flogið á fjallið. Biskupinn Jean-Philippe Nault stýrði athöfninni.Í frétt SVT kemur fram að einn aðstandenda, hinn spænski Juan Pardo, segist hafa komið frá Spáni til Digne og segir að vel hafi verið komið fram við aðstandendur fórnarlambanna. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum fyrir allt sem þau hafa gert. Fólk hefur komið mjög vel fram við okkur, sama hvert við komum. Ekki einu sinni leigubílstjórarnir hafa viljað fá greitt.“ Pardo missti fyrrverandi eiginkonu sína, elstu dóttur sína og barnabarn í harmleiknum. Hann segist ekki vilja ræða um orsök atburðarins. „Mér er sama hvort þetta hafi verið slys, eða hvað gerðist. Ég vil ekki vita það og hef ekki áhuga á því.“ Stór minningarathöfn verður haldin í Þýskalandi þann 17. apríl næstkomandi. Athöfnin mun fara fram í dómkirkjunni í Köln, á því svæði þaðan sem fjölmörg fórnarlömb komu. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Joachim Gauck, forseti Þýskalands, hafa bæði boðað komu sína.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Farþegi í vél Germanwings lýsir hjartnæmum skilaboðum flugstjóra Þýska konan Britta Englisch hrósaði flugstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum sérstaklega og hafa nú um 313 þúsund manns líkað við skilaboðin. 27. mars 2015 20:21 „Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23 Vara við fordómum gagnvart þunglyndum Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi. 27. mars 2015 13:21 Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur, eða jafnvirði 7,5 milljón króna. 27. mars 2015 19:58 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Farþegi í vél Germanwings lýsir hjartnæmum skilaboðum flugstjóra Þýska konan Britta Englisch hrósaði flugstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum sérstaklega og hafa nú um 313 þúsund manns líkað við skilaboðin. 27. mars 2015 20:21
„Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Þýska blaðið Bild hefur rætt við fyrrvarandi kærustu Andreas Lubitz sem grandaði vél Germanwings á þriðjudaginn. 28. mars 2015 11:23
Vara við fordómum gagnvart þunglyndum Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi. 27. mars 2015 13:21
Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur, eða jafnvirði 7,5 milljón króna. 27. mars 2015 19:58