Svar Hönnu Birnu rýrara en vonast var eftir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2015 19:00 Ögmundur Jónasson, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir svör Hönnu Birnu Kristjánsdóttur rýrari en hann hefði vonast til. Hann segist ósammála því að lekamálinu sé lokið. Nefndin hefur í tvígang óskað eftir því að Hanna Birna, fyrrverandi innanríkisráðherra, komi fyrir nefndina til að til að ræða um lekamálið. Hanna Birna hafnaði þeirri beiðni í gær með bréfi þar sem hún segir að hún óski ekki eftir að koma frekari upplýsingum að vegna málsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í morgun. „Það má segja að svörin sem hún gefur okkur eru kannski rýrari en ég hafði vonast til. En við svo búið munum við einfaldlega setjast yfir málið og ræða með hvaða hætti við skilum af okkur til Alþingis,“ segir Ögmundur.Hönnu Birnu ber ekki lagaleg skylda til að koma fyrir nefndina. En telur þú að henni beri siðferðisleg eða pólitísk skylda til að gera það? „Þar hefur bara hver sína skoðun á því máli. Ég hef mínar skoðanir og við höfum öll okkar skoðanir á því. Það er hennar að taka ákvörðun og ég ætla ekki að hafa skoðun á því fyrir hennar hönd,“ segir Ögmundur. Í svari Hönnu Birnu kemur fram að rannsókn og saksókn málsins hafi lokið með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi aðstoðarmanni hennar. Þá sé frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis einnig lokið. „Það sem við höfum haft til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru samskipti hennar við Alþingi, það sem sagt var þar, bæði í okkar nefnd og í sölum Alþingis. Sá þáttur er ekki til lykta leiddur,“ segir Ögmundur. Alþingi Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ögmundur Jónasson, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir svör Hönnu Birnu Kristjánsdóttur rýrari en hann hefði vonast til. Hann segist ósammála því að lekamálinu sé lokið. Nefndin hefur í tvígang óskað eftir því að Hanna Birna, fyrrverandi innanríkisráðherra, komi fyrir nefndina til að til að ræða um lekamálið. Hanna Birna hafnaði þeirri beiðni í gær með bréfi þar sem hún segir að hún óski ekki eftir að koma frekari upplýsingum að vegna málsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í morgun. „Það má segja að svörin sem hún gefur okkur eru kannski rýrari en ég hafði vonast til. En við svo búið munum við einfaldlega setjast yfir málið og ræða með hvaða hætti við skilum af okkur til Alþingis,“ segir Ögmundur.Hönnu Birnu ber ekki lagaleg skylda til að koma fyrir nefndina. En telur þú að henni beri siðferðisleg eða pólitísk skylda til að gera það? „Þar hefur bara hver sína skoðun á því máli. Ég hef mínar skoðanir og við höfum öll okkar skoðanir á því. Það er hennar að taka ákvörðun og ég ætla ekki að hafa skoðun á því fyrir hennar hönd,“ segir Ögmundur. Í svari Hönnu Birnu kemur fram að rannsókn og saksókn málsins hafi lokið með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi aðstoðarmanni hennar. Þá sé frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis einnig lokið. „Það sem við höfum haft til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru samskipti hennar við Alþingi, það sem sagt var þar, bæði í okkar nefnd og í sölum Alþingis. Sá þáttur er ekki til lykta leiddur,“ segir Ögmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00
Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30