ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Þorfinnur Ómarsson og Heimir Már skrifar 18. mars 2015 18:51 Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins ítrekar að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana. Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað sagt að með bréfi sínu sínu sé Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. Evrópusambandið sjálft túlkar bréf hans með allt öðrum hætti. Ísland er ennþá umsóknarríki að mati stjórnenda í þessu húsi. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir að bréf utanríkisráðherra hafi verið móttekið og Evrópusambandið hafi meðtekið innihald þess. „Við höfum sagt undanfarin tvö ár að það sé auðvitað í höndum Íslands að ákveða sem frjáls og fullvalda þjóð með hvaða hætti tengsl landsins við ESB verði framvegis. Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Aðildarviðræðurnar hafi verið stöðvaðar fyrir um tveimur árum og því hafi nú þegar ákveðnar breytingar verið gerðar. Til að mynda hafi engin stækkunarskýrsla varðandi Ísland verið gerð á síðasta ári og greiðslur sambandsins vegna aðlögunar Íslands að stjórnkerfi ESB hafi runnið út. „Frekari breytingar kunna að verða gerðar í viðræðum við aðrar stofnanir en, eins og ég sagði, er bréfið ekki ígildi uppsagnar aðildarviðræðna,“ segir Kocijancic. Áframhald viðræðna í framtíðinni sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda sem og eðli samskipta þeirra við Evrópusambandið.Þú getur þá ekki sagt til um það hvort ríkisstjórn framtíðarinnar þurfi að hefja ferlið alfarið á ný? „Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum byggðum á getgátum,“ segir talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Sir. Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins þegar umsókn Íslands að sambandinu var samþykkt. Þótt umsóknin hafi ekki verið dregin til baka með bréfi utanríkisráðherra sé vilji ríkisstjórnarinnar skýr. „Það er talsverð tvíræðni í bréfinu hvað þetta varðar. Maður fær á tilfinninguna að hann vilji fá kökuna sína og borða hana líka,“ segir Sir Michael. Hvað framhaldið varðar sé Evrópusambandið ekki strætisvagn sem bíði eftir íslandi á stoppistöðinni. Tíminn skipti því máli. „Ég tel að því meiri tími sem líður því erfiðara verði að endurvekja ferlið. Hvað sem öðru líður gerist það ekki sjálfkrafa. Aðildarviðræður eru hápólitískar og öll aðildarríki þurfa að vera með,“ segir Sir. Michael. Aðildarviðræður snúist um að opna einstaka kafla og leggist eitt aðildarríki gegn því dugi það til þess að öll aðildarríkin þurfi að greiða atkvæði til viðræðna. Utanríkisráðherra Lettlands kynnti bréf Gunnars Braga á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær. Engin afstaða var hins vegar tekin til bréfsins á fundinum. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins ítrekar að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana. Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað sagt að með bréfi sínu sínu sé Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. Evrópusambandið sjálft túlkar bréf hans með allt öðrum hætti. Ísland er ennþá umsóknarríki að mati stjórnenda í þessu húsi. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir að bréf utanríkisráðherra hafi verið móttekið og Evrópusambandið hafi meðtekið innihald þess. „Við höfum sagt undanfarin tvö ár að það sé auðvitað í höndum Íslands að ákveða sem frjáls og fullvalda þjóð með hvaða hætti tengsl landsins við ESB verði framvegis. Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Aðildarviðræðurnar hafi verið stöðvaðar fyrir um tveimur árum og því hafi nú þegar ákveðnar breytingar verið gerðar. Til að mynda hafi engin stækkunarskýrsla varðandi Ísland verið gerð á síðasta ári og greiðslur sambandsins vegna aðlögunar Íslands að stjórnkerfi ESB hafi runnið út. „Frekari breytingar kunna að verða gerðar í viðræðum við aðrar stofnanir en, eins og ég sagði, er bréfið ekki ígildi uppsagnar aðildarviðræðna,“ segir Kocijancic. Áframhald viðræðna í framtíðinni sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda sem og eðli samskipta þeirra við Evrópusambandið.Þú getur þá ekki sagt til um það hvort ríkisstjórn framtíðarinnar þurfi að hefja ferlið alfarið á ný? „Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum byggðum á getgátum,“ segir talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Sir. Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins þegar umsókn Íslands að sambandinu var samþykkt. Þótt umsóknin hafi ekki verið dregin til baka með bréfi utanríkisráðherra sé vilji ríkisstjórnarinnar skýr. „Það er talsverð tvíræðni í bréfinu hvað þetta varðar. Maður fær á tilfinninguna að hann vilji fá kökuna sína og borða hana líka,“ segir Sir Michael. Hvað framhaldið varðar sé Evrópusambandið ekki strætisvagn sem bíði eftir íslandi á stoppistöðinni. Tíminn skipti því máli. „Ég tel að því meiri tími sem líður því erfiðara verði að endurvekja ferlið. Hvað sem öðru líður gerist það ekki sjálfkrafa. Aðildarviðræður eru hápólitískar og öll aðildarríki þurfa að vera með,“ segir Sir. Michael. Aðildarviðræður snúist um að opna einstaka kafla og leggist eitt aðildarríki gegn því dugi það til þess að öll aðildarríkin þurfi að greiða atkvæði til viðræðna. Utanríkisráðherra Lettlands kynnti bréf Gunnars Braga á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær. Engin afstaða var hins vegar tekin til bréfsins á fundinum.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira