Þúsundir minnast Nemtsov í Moskvu Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. mars 2015 12:35 Frá mótmælunum í Moskvu í dag. Vísir/AP Boris Nemtsov, sem var skotinn til bana á brú nálægt Kremlin og Rauða Torginu í Moskvu á föstudag, var merkur rússneskur stjórnmálamaður, stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Þúsundir mótmælenda eru nú saman komnir í Moskvu til að mótmæla en um leið minnast Nemtsov sem var frjálslyndur stjórnmálamaður og harður gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Nemtsov var myrtur þegar hann var að undirbúa mótmælasamkomu þar sem gagnrýna átti stefnu Pútíns í austurhluta Úkraínu og fjármálakrísuna í Rússlandi vegna hruns rúblunnar. Í frétt Financial Times kemur fram að Pútín hafi sent móður Nemtsov samúðarskeyti þar sem fram komi að Nemtsov hafi skráð nafn sitt á spjöld sögunnar í Rússlandi með framgöngu sinni í stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem um tíma stundaði skiptinám í Plekhanov-háskóla í Moskvu meðan hann var í viðskiptafræðinámi, syrgir Borís Nemtsov á Facebook og segir að sér hafi brugðið að heyra um morðið. Hann segist hafa fylgst með Nemtsov í meira en tuttugu ár og segist hafa verið mikill aðdáandi hans á tíunda áratugnum. Nemtsov hafi verið einstakur prinsippmaður sem lét aldrei hærða sig frá því að lýsa skoðun sinni og vekja umræðu um mál sem aðrir töldu að ekki mætti ræða. Sigmundur Davíð upplýsir jafnframt að hann hafi skrifað Nemtsov bréf og kannað hvort hann gæti hugsað sér að koma til Íslands og halda fyrirlestur. Forsætisráðherra segist vonast til þess að þessi sorglegi atburður verði til þess að vekja athygli á mikilvægi frjálslyndis, friðar og frelsis. Morðið á Boris Nemtsov Rússland Tengdar fréttir Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04 Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28 „Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Boris Nemtsov, sem var skotinn til bana á brú nálægt Kremlin og Rauða Torginu í Moskvu á föstudag, var merkur rússneskur stjórnmálamaður, stærðfræðingur og eðlisfræðingur. Þúsundir mótmælenda eru nú saman komnir í Moskvu til að mótmæla en um leið minnast Nemtsov sem var frjálslyndur stjórnmálamaður og harður gagnrýnandi Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Nemtsov var myrtur þegar hann var að undirbúa mótmælasamkomu þar sem gagnrýna átti stefnu Pútíns í austurhluta Úkraínu og fjármálakrísuna í Rússlandi vegna hruns rúblunnar. Í frétt Financial Times kemur fram að Pútín hafi sent móður Nemtsov samúðarskeyti þar sem fram komi að Nemtsov hafi skráð nafn sitt á spjöld sögunnar í Rússlandi með framgöngu sinni í stjórnmálum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem um tíma stundaði skiptinám í Plekhanov-háskóla í Moskvu meðan hann var í viðskiptafræðinámi, syrgir Borís Nemtsov á Facebook og segir að sér hafi brugðið að heyra um morðið. Hann segist hafa fylgst með Nemtsov í meira en tuttugu ár og segist hafa verið mikill aðdáandi hans á tíunda áratugnum. Nemtsov hafi verið einstakur prinsippmaður sem lét aldrei hærða sig frá því að lýsa skoðun sinni og vekja umræðu um mál sem aðrir töldu að ekki mætti ræða. Sigmundur Davíð upplýsir jafnframt að hann hafi skrifað Nemtsov bréf og kannað hvort hann gæti hugsað sér að koma til Íslands og halda fyrirlestur. Forsætisráðherra segist vonast til þess að þessi sorglegi atburður verði til þess að vekja athygli á mikilvægi frjálslyndis, friðar og frelsis.
Morðið á Boris Nemtsov Rússland Tengdar fréttir Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04 Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28 „Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Einn helsti andstæðingur Pútín drepinn Boris Nemtsov, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var skotinn til bana í Moskvu fyrr í dag. 27. febrúar 2015 23:04
Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið á Boris Nemtsov og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar. 28. febrúar 2015 11:28
„Ég óttast að Pútín drepi mig“ Boris Nemtsov hafði fengið nafnlausar morðhótanir á netinu en hann var skotinn til bana í Moskvu í gær. 28. febrúar 2015 21:43