Erlent

Prófa nýja tækni til að fylgjast með flugvélum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flugvél Malaysia Airlines hefur aldrei fundist en hún var á leiðinni frá Kuala Lumpur í Malasíu til Beijing í Kína með 239 farþega innanborðs.
Flugvél Malaysia Airlines hefur aldrei fundist en hún var á leiðinni frá Kuala Lumpur í Malasíu til Beijing í Kína með 239 farþega innanborðs. Vísir/Getty
Ástralía, Indónesía og Malasía stefna að því á næstunni að prófa nýja tækni til að fylgjast með flugvélum, næstum ári eftir að flug Malaysia Airlines, MH370, hvarf af ratsjám.

Flugvélin hefur aldrei fundist en hún var á leiðinni frá Kuala Lumpur í Malasíu til Beijing í Kína með 239 farþega innanborðs.

Nýja kerfið getur rakið feril flugvélar á 15 mínútna fresti en í dag eru vélarnar staðsettar á 30-40 mínútna fresti.

Vonast er til þess með tækninni verði hægt að rekja feril flugvélar á innan við 5 mínútum ef að hún fer út af áætlunarleið sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×