Westbrook náði því sem Jordan gerði síðast 1989 | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2015 12:45 Russell Westbrook lék með grímu í nótt. Vísir/AP Russell Westbrook varð í nótt fyrsti NBA-leikmaðurinn í 26 ár sem nær því að vera með þrennu í fjórum leikjum í röð en hann átti magnaðan leik í sigri Oklahoma City Thunder á Philadelphia 76ers. Oklahoma City Thunder vann 123-118 sigur á 76ers í framlengingu og Westbrook endaði leikinn með 49 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Russell Westbrook varð sjötti leikmaðurinn í sögunni til að vera með þrefalda tvennu í fjórum leikjum í röð en hinir í þessum fámenna hópi eru Maurice Stokes, Oscar Robertson, Wilt Chamberlain, Magic Johnson og Michael Jordan. Michael Jordan var sá síðasti sem hafði náð slíku afreki en Jordan var með þrennu í sjö leikjum í röð árið 1989. Westbrook náði því líka að vera með 40 stig í þrennu í tveimur leikjum í röð líkt og Jordan afrekaði líka 1988-89 tímabilið og aðeins einn annar hefur gert (Pete Maravich 1974-75). Russell Westbrook hefur þurft að gera meira í fjarveru Kevin Durant en Oklahoma City Thunder liðið þarf að hafa mikið fyrir því að vera með í úrslitakeppninni í ár eftir slaka byrjun á tímabilinu. Þessar fjórar þrennur hans eru magnaðar enda skoraði hann yfir 35 stig í þremur þeirra. Með því að skora 49 stig í þrennu í nótt jafnaði Westbrook jafnframt met Larry Bird yfir flest stig skoruð í þrennu-leik undanfarin 30 tímabil. Westbrook og Vince Carter eru nú þeir einu undanfarin þrjátíu ár sem hafa verið með 45+ stig, 15+ fráköst og 10+ stoðsendingar í einum leik. Russell Westbrook átti magnaðan febrúar þar sem hann var með 31.2 stig, 9,1 fráköst og 10,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en slíkum tölum hafði enginn náð í 10 leikja mánuði síðan að Oscar Robertson var upp á sitt besta.Fjórar þrennur Russell Westbrook í röð: 105-92 sigur á Indiana - 20 stig, 11 fráköst, 10 stoðsendingar 113-117 tap fyrir Phoenix - 39 stig, 14 fráköst, 11 stoðsendingar 112-115 tap fyrir Portland - 40 stig, 13 fráköst, 11 stoðsendingar 105-02 sigur á Philadelphia - 49 stig, 16 fráköst, 10 stoðsendingar NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Russell Westbrook varð í nótt fyrsti NBA-leikmaðurinn í 26 ár sem nær því að vera með þrennu í fjórum leikjum í röð en hann átti magnaðan leik í sigri Oklahoma City Thunder á Philadelphia 76ers. Oklahoma City Thunder vann 123-118 sigur á 76ers í framlengingu og Westbrook endaði leikinn með 49 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Russell Westbrook varð sjötti leikmaðurinn í sögunni til að vera með þrefalda tvennu í fjórum leikjum í röð en hinir í þessum fámenna hópi eru Maurice Stokes, Oscar Robertson, Wilt Chamberlain, Magic Johnson og Michael Jordan. Michael Jordan var sá síðasti sem hafði náð slíku afreki en Jordan var með þrennu í sjö leikjum í röð árið 1989. Westbrook náði því líka að vera með 40 stig í þrennu í tveimur leikjum í röð líkt og Jordan afrekaði líka 1988-89 tímabilið og aðeins einn annar hefur gert (Pete Maravich 1974-75). Russell Westbrook hefur þurft að gera meira í fjarveru Kevin Durant en Oklahoma City Thunder liðið þarf að hafa mikið fyrir því að vera með í úrslitakeppninni í ár eftir slaka byrjun á tímabilinu. Þessar fjórar þrennur hans eru magnaðar enda skoraði hann yfir 35 stig í þremur þeirra. Með því að skora 49 stig í þrennu í nótt jafnaði Westbrook jafnframt met Larry Bird yfir flest stig skoruð í þrennu-leik undanfarin 30 tímabil. Westbrook og Vince Carter eru nú þeir einu undanfarin þrjátíu ár sem hafa verið með 45+ stig, 15+ fráköst og 10+ stoðsendingar í einum leik. Russell Westbrook átti magnaðan febrúar þar sem hann var með 31.2 stig, 9,1 fráköst og 10,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en slíkum tölum hafði enginn náð í 10 leikja mánuði síðan að Oscar Robertson var upp á sitt besta.Fjórar þrennur Russell Westbrook í röð: 105-92 sigur á Indiana - 20 stig, 11 fráköst, 10 stoðsendingar 113-117 tap fyrir Phoenix - 39 stig, 14 fráköst, 11 stoðsendingar 112-115 tap fyrir Portland - 40 stig, 13 fráköst, 11 stoðsendingar 105-02 sigur á Philadelphia - 49 stig, 16 fráköst, 10 stoðsendingar
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira